Veðrið - 01.09.1978, Side 4

Veðrið - 01.09.1978, Side 4
Það er sýnilegt að enn verður að grípa til þess ráðs að hlaupa yfir ártöl i útgáfu Veðursins. Ritnefnd mun vinna að því af kappi að næsta hefti, fyrra hefti 22. árgangs, komi út snemma á árinu 1982, og verður árgangurinn kenndur við það ár. Og að sjálfsögðu er það stefna ritnefndar að framvegis komi út tvö hefti á ári, eins og lengst af þann aldarfjórðung, sem liðinn er síðan Veðrið hóf göngu sína. Það er ljóst að flest er fyrir hendi til að það megi takast. Veðrið, lögnrál þess og undarleg uppátæki er nægur efniviður í miklu stærra tímarit en hér um ræðir, og áhuga Islendinga á veðrinu hefur löngum verið við brugðið. Og á allra síðustu árunr hefur fámennri stétt íslenskra veðurfræðinga vaxið fiskur um hrygg. Margir ungir veðurfræðingar hafa snúið heim að loknu námi, áfjáðir í að takast á við þau verkefni, sem hér bíða þeirra. Það er rétt að geta þess, að það eru engin sérréttindi veðurfræðinga að skrifa í Veðnð. Þegar blaðað er í fyrri heftum sést fljótt, að þar eru ýmsar ágætar greinar eftir aðra en veðurfræðinga, og við viljum hvetja lesendur til að hjálpa okkur að afla efnis í ritið. Við þiggjum með þökkum greinar og athugasemdir um veðrið, veðurvísur, veðurmyndir, og annað efni, sem tengist veðrinu á einhvern hátt. Einnig munum við reyna að svara spurningum, sem lesendur kynnu að hafa frant að færa. Að lokum viljum við minnast á, að það er dýrt að gefa út tímarit á Islandi. Styrkasta stoðin undir fjárhag Veðursins er tryggir áskrifendur, en það verður að teljast líklegt, að þeim hafi fækkað nokkuð eftir svo langt hlé á útgáfunni. Við heitum því á lesendur að liðsinna okkur við að afla Veðrinu nýrra áskrifenda. Á þann hátt má gera tímaritið betur úr garði án þess að áskriftargjald hækki úr hófi umfram óumflýjanlega verðbólgu. G. H. Nýir höfundar John A Kington er sérfræðingur við loftslagsstofu (CRU) umhverfisvisinda- deildar háskólans i Austur-Angliu — School of Environmental Sciences Unversity of East Anglia, Norwich. Hann fæddist í London árið 1930, hóf störf hjá bresku veðurstofunni — the UK. Meteorological Office — árið 1947 og öðlaðist víðtæka reynslu í veðurfræði, fyrst sem veöurathugunarmaður og síðar við veðurspár. John kenndi síðan við skóla bresku veðurstofunnar — the Meteorological Office Training School — og lauk jafnframt prófi í landafræði við Lundúnaháskóla undir leiðsögn Gordons Manleys. Meistaragráðu hlaut hann við Lundúnaháskóla árið 1969, og hóf síðan rannsóknir í því skyni að gera röð daglegra veðurkorta frá átjándu öld, fyrst við háskólann í Swansea í Wales, en frá 1971 við háskólann í Austur Anglíu. John er kvæntur Beryl Kington píanókennara. Sjöfn Kristjánsdóttir er fædd 27. 12. 1942 í Stykkishólmi, dóttir hjónanna Gundu Imsland og Kristjáns Steingrímssonar sýslumanns. Lauk stúdentsprófi frá máladeild í Menntaskólanum í Reykjavík 1963. 40 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.