Veðrið - 01.09.1978, Page 5
Sjöfn Kristjánsdóttir. Hafliðt Helgi Jónsson.
Starfaði á Veðurstofu íslands frá hausti ’64 til hausts ’65, tók þar próf sérhæfðs
aðstoðarmanns vorið ’65.
Sjöfn útskrifaðist frá Háskóla íslands vorið 1973 með B. A.-próf i íslensku,
sagnfræði og bókasafnsfræði. Vann á Landsbókasafni íslands frá þeim tíma og
til hausts ’74. Dvaldi síðan í Englandi til hausts ’77 og hóf þar þýðingar fyrir
loftslagsstofu Umhverfisvísindadeildar Háskólans í Austur-Anglíu — CRU
School of Environmental Sciences, UEA, Norwich.
Sjöfn er gift Jóni Eiríkssyni jarðfræðingi og eiga þau tvo syni.
Þór Jakobsson veðurfræðingur, f. í Kanada 5. okt. 1936. Foreldrar hjónin
Jakob Jónsson prestur og Þóra Einarsdóttir. Stúdentspróf frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1956. Nám í Osló og Bergen. Cand.mag. í jarðeðlisfræði 1964.
Cand.real. í veðurfræði (Bergen) 1966. Starfaði síðan við Háskólann í Bergen,
en flutti árið 1968 til Kanada. Rannsóknir við McGill háskóla í Montreal.
Ph.D. (doktorspróf) þaðan árið 1973 (í veðurfræði). Starfaði við Rannsókna-
deild Veðurstofu Kanada (Atmospheric Environment Service) á tímabilinu
1973—1979. Deildarstjóri hafísrannsóknadeildar Veðurstofu fslands frá 1979.
Kona Þórs er Jóhanna Jóhannesdóttir og eiga þau tvö börn.
Hafliöi Helgi Jónsson, f. 13. april 1954 á Siglufirði. Stúdent frá M.A. 1974.
M.S. próf í veðurfræði frá Ríkisháskóla New York í Albany, Bandaríkjunum
árið 1978. Starfar á Veðurstofu Islands frá janúar 1979. Kvæntur Naremon
Thepchai og eiga þau eitt barn.
VEÐRIÐ --- 41