Veðrið - 01.09.1978, Side 6
JOHN A. KINGTON OG SJÖFN KRISTJANSD(>7"I'IR:
Veðurathuganir Jóns Jónssonar
eldra og yngra
og gildi peirra við daglega veðurkortagerð
eftir sögulegum gögnurn.
Ágrip
Unmd er að rannsóknum á veðurlagi og vindafari við NA-Atlantshaf á níunda tug
átjándu aldar ( / 780— 90) með daglegn kortlagningu eftir sagnfrœðilegum gögnum.
Hér er fjallað um mikilvœgi daglegra veðuralhugana á Islandi með þessar rannsóknir i
huga, og þá einkum veðurbóka, sem fœrðar voru í Eyjafirði á öldinni 1747 til 1846 af
þrestunum og feðgunum Jóni Jónssyni eldra og yngra.
Kaidir marsmánuðir einkenndu veðurfar Englands og meginlands Evróþu á áratugnum
1780— 90, og í því skyni að mela gildi íslensku veðurathugananna við daglega korllagn-
ingu, hefur verið gerð samanburðarathugun á svæðinu við NA-Atlantshaf þ. e. a. s. á
marsmánuðunum 1785 og 1786.
Nefnd er frekari hagnýling daglegra veðurkorta fyrn tíma þar sem notaðar eru hinar
íslensku alhuganir; l. d. við langtímaathugun á hafís og lengslum veðurfars auslan og vestan
N-A tlantshafs.
Gerð daglegra veðurkorta frá 1781 er hluti verkefnaáætlunar Loftslagsstofu
Háskólans í Austur-Anglíu. Verkefnið er kostað af Veðurfræðirannsóknanefnd
bresku Veðurstofunnar.
Verið er að teikna röð elstu daglegra veðurkorta eítir sagnfræðilegum
heimildum og mælingum og auk þess yfirlitsskrár um vindafar Evrópusvæðis
NA-Atlantshafs 200 ár aftur í tímann.
Tugurinn 1780— 1790 var valinn sem hentugur upphafstími, ekki aðeins af
hagkvæmniástæðum, þar sem vitað var að veðurfræðilegar heimildir væru til
frá þeim tíma og til þessa dags, heldur einnig vegna þess að fyrri rannsóknir
höfðu vakið grun um, að á síðari hluta 18. aldar hafi mikil frávik í veðurfari
verið algeng. Þá, sem og í dag, olli aukinn breytileiki mönnum áhyggjum og
menn lögðu sig fram við að skrá og safna daglegum veðurathugunum í
vísindalegu skyni. Töluvert af þessum athugunum sem gerðar voru um alla
Evrópu og víðar er sem betur fer enn til staðar í bóka- og skjalasöfnum,
opinberum og í einkaeign.
Þó svo að tímabilið sem hér um ræðir sé 80 árum fyrr en opinber dagleg
kortlagning hófst, með stofnun veðurstofa hinna ýmsu rikja, þá var samt sem
áður farið eftir gildum aðferðum við veðurathuganir og í mörgum tilvikum
notuð samræmd mælitæki. Það sem helst skorti, var að senda upplýsingarnar
nægilega fljótt til miðstöðvar og að leggja út af upplýsingunum svo vit væri í.
42 ---VEÐRIÐ