Veðrið - 01.09.1978, Síða 7

Veðrið - 01.09.1978, Síða 7
Þetta tvennt varð að veruleika siöar, þ.e. á 19. öld nteð uppíinningu ritsímans og þegar farið var að teikna jafnþrýstilinur. Leit að reglulegum og skynsamlegum skýringum náttúrufyrirbæra ein- kenndi vísindalegar rannsóknir á 18. öld. Það eru framúrskarandi vísindamenn um alla Evrópu, sem véfengja áður viðurkenndar hugmyndir í veðurfræði og styðjast þar við áreiðanlegar athuganir. Margir veðurathugunarmenn voru bréffélagar í vísindafélögum sem höfðu afskipti af bæði beinum og óbeinum veðurfarsathugunum; svo sem Societas Meteorological Palatina í Mannheim og Sociélé Royale de Médecine í Frakklandi. Með núverandi þekkingu á veður- kortagerð verður ljóst mikilvægi veðurathugana frá Islandi í því skyni að gera yfirlit yfir veður í stórum dráttum á Noröur Atlantshafssvæði Evrópu. Vís- indamenn 18. aldar gerðu sér ljóst mikilvægi þess að safna reglulegum athug- unum frá sent stærstu svæði og reynt var að koma upp veöurstöðvum til frant- búðar á afskekktum stöðum. Að ógleymdum starfandi visindamönnum við hinar ýmsu stofnanir, menntasetur og athugunarstöðvar voru margir áhuga- samir athugunarmenn á víð og dreif um alla Evrópu, sem héldu nákvæmar skýrslur um veður. Markmið þessarar greinar er að fjalla um þann árangur, sem náðst hefur með notkun veðurathugana á Islandi og annars staðar á áratugnum 1780—1790. Jón Eyþórsson hefur þegar fjallað um veðurathuganir með mælitækjum sem Rasmus Lievog hóf að Lambhúsum á Alftanesi 1779." Rasmus Lievog, Norð- maður að uppruna, var sendur til Islands frá Kaupmannahöfn þar sem hann hafði lagt stund á stærðfræði og stjörnufræöi hjá prófessor Thomas Bugge. Á Islandi varð hann einn af fremstu veðurathugunarmönnum 18. aldar, sem ljóst má vera af hinni nákvæmnu skýrslu lians, og svo athugasendum hans um mælitækin og aðferðir við athuganir. Þessi skýrsla hefur til þessa dags verið helsta veðurfræðilega heimildin frá Islandi við daglega veðurkortagerð frá 1781,2) Því miður lýkur þessum athugunum í júli 1785 cr Rasmus Lievog hvarf af landi brott og enginn kom i hans stað. En með ábendingum og aðstoð þeirra Gríms M. Helgasonar forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafns og Páls Bergþórssonar veðurfræðings kom- umst við á spor veðurdagbóka sem haldnar voru við Eyjafjörð3) af feðgunum Jóni Jónsyni eldra og yngra, og ná þær yfir tímabilið 1747—1846. Þó að athuganir þessar byggi ekki á mælitækjum, þá er hér um að ræða einstaklega langan samfelldan tíma og athuganir gerðar af lærðum mönnum, sem lýsa veðrinu á samræmdan hátt.4) Auk þess að vera mjög góð skýrsla um veðurfar á ákveönum stað á Norðurlandi, þá hefur enn frekara gildi þeirra kornið i ljós þegar upplýsingar scm þær liafa að geyma, hafa verið færðar á dagleg veður- kort og fylla þar upp í og skýra yfirlitsmynd af vinda- og veðurfari á NA— Atlantshafi á þessum tíma. 1) Jón Eyþórsson, 1962 og 1963. 3) Lbs 332,800 og iBR 81-87,800. 2) Kington, 1972. 4) Páll Bergþórsson, 1957. VEÐRIÐ --- 43

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.