Veðrið - 01.09.1978, Page 14

Veðrið - 01.09.1978, Page 14
Frekari rannsóknir I nokkrum árum síðan 1965 hefur orðið vart aukningar á hafis að ströndum Islands." Á áratugnum 1780— 1790 kom hafís einnig mjög við sögu á íslandi; ásamt örlagaríkum áhrifum eldgosa. Þá varð ástandið svo alvarlegt árið 1784 að danska stjórnin ræddi möguleika á að flyta eftirlifandi íslendinga til Jót- lands.2> Nú þegar röð daglegra veðurkorta fer að verða fyrir hendi allt frá 1781 þá verður mögulegt að rekja veðurfarsögu við NA-Atlantshaf s.l. 200 ár í samhengi við góðar heimildir um hafís við Island. Þegar hefur verið fjallað um einkenni vindafars yfir Bretlandseyjum 1781—84 og 1968—71.3> Bæði þessi fjögurra ára tímabil var óvenju lítið urn vestlæga vinda yfir Bretlandseyjum. Þegar það er einnig athugað að það varð marktæk aukning á kontu hafíss að íslandsströndum á báðum þessum árabil- urn, meðaltími á ári annars vegar 15 og hinsvegar 19 vikur, þar sent langtíma meðaltal (1700— 1795) er 6 vikur á ári,4> þá er það ljóst að vert er að rannsaka nákvæmlega hugsanlegt samhengi veðurlags og hafíss og þá yfir eins langt tímabil og mögulegt er; þessi kortaröð sem verið er að gera bætir við vitneskju okkar aftur til ársins 1781. Eins og fyrr var sagt er annað athyglivert einkenni veðurfars á áratugnum 1780—90 og það er að kuldar eru mjög tíðir í Bretlandi þ.e. veturna: 1 783— 84, 1784—85, 1785 — 86 og 1788—89. Þetta er sérlega áhugavert þegar hafðar eru í huga nýlegar rannsóknir á hugsanlegu sambandi veðurlags austan og vestan N-Atlantshafs yfir vetrartímann, það er að veðurfarsbreytingar í Evrópu séu tengdar vindafari Islands—Grænlandssvæðisins en það gæti aftur á móti stafað af samtíma breytingum yfir austurströnd Norður-Ameríku.5> Þessar rannsóknir undirstrika þörfina á samræmdri kortagerð eins langt aftur í timann og stætt er til þess að hægt sé að afla meiri upplýsinga um tengsl sem gætu verið á milli veðurfarsafbrigða, hafísskomu og vindafars við NA-Atlantshaf. Ometanlegt er gildi þess að hafa veðurfræðilegar athuganir frá íslandi, svo sem veðurbækur Lievogs og Jóns Jónssonar við jtessar rannsóknir. Hvað viðvíkur austurströnd N-Ameríku, þá vill svo vel til að vitað er um veðurheimildir frá því svæði, sambærilegar við þær sem þegar eru notaðar við að gera dagleg veðurkort frá 1 781.6> Það er sannarlega órækur vitnisburður um ntannlega viðlcitni að veður- athuganir gerðar á afskekktum bæ á Islandi fyrir nærri 200 árum, skuli nú nýttar við nútíma rannsóknir á vcðurfarsbreytingum. 1) Leó Kristjánsson, 1969. 2) Sig. Þórarinsson, 1956. 3) Kington, 1975. 4) Lamb, 1977. 5) Dickson and Namias, 1976. 6) Kington, 1977. 50 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.