Veðrið - 01.09.1978, Síða 18
PÓR JAKOBSSON:
Hafísrannsóknadeild við
Veðurstofu íslands
Haustií') 1979 var hafísrannsóknadeild sett á laggirnar við Veðurstofu Is-
lands. Auk greinarhöfundar starfa við deildina Eiríkur Sigurðsson veðurfræð-
ingur og Jóhanna Linnet tækniteiknari. Enn frentur hcfur Unnur Ölafsdóttir
veðurfræðingur unnið að verkefnum í deildinni.
Eins og gengur og gerist um nýja starfsemi hefur það tekið drjúgan tíma að
gera tilvist hennar mönnum heyrinkunna, jafnvel þeinr sem áhuga hafa á hafís.
Snemma árs 1981 barst okkur veðurfræðingum við hafísrannsóknadeild til
eyrna, að borin heföi verið fram fyrirspurn á Alþingi svohljóðandi: „Hvaða
ráðstafanir ætlar ríkisstjórnin að gera í öryggisskyni vegna bráðrar hættu á
hafískomu að Noröurlandi á komandi vori?“
Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins leitaði upplýsinga hjá hafísrann-
sóknadeild. Er ekki úr vegi að birta hér stutta greinargerð til ráðuneytisstjór-
ans, lesendum Veðursins til fróðleiks um starfsemi deildarinnar og afstöðu til
verkefnisins.
„Lausir punktar í flýti santkvæmt símtali okkar í dag, 23. mars 1981, vegna
fyrirspurnar um ráðstafanir vegna „bráðrar hættu á hafískomu að Norðurlandi
á komandi vori“:
annan liátt en nú er og engin tilraun hefur verið gerð til að bera þessar aðferðir
fortíðar og nútíðar saman.
Talsverðir skaðar fylgdu veðrinu og raunar mjög miklir á Suðurlandi. Mikið
flóö varð á Eyrarbakka og á Stokkseyri og brotnuðu skip af þeim sökum, eins er
gctið um að rokið hafi feykt um opnum skipum í uppistöðum og brotnuðu 13 á
Eyrarbakka og 17 á Stokkseyri (Isafold). Þök og hey fuku á Suðurlandi og
kirkjan í Odda færðist lítillcga á grunni. Skip brotnaði á Sauöárkróki. I
Reykjavik skekktist nýreist grind Kleppspítalans og skemmdist nokkuö. Einn
bátur, Hjálmar, með 5 mönnurn um borð kont ekki fram eftir veðrið. Nokkrir
bátar lentu í hrakningum og skip losnuöu víða. Lagning símans lil Seyðis-
fjarðar tafðist lítillega. Þess cr getið að veðursins hafi ekki orðið vart á Vest-
fjörðum.
Mynd 3 sýnir brautir þessara þriggja illskeyttu lægða.
I síðari grein mun vonandi gerð grein fyrir fleiri fellibyljalægðum sent komið
hafa við sögu hérlendis á öldinni.
Heimildir
Isafold, Þjóðólfur, Reykjavík og gögn Veðurstofunnar.
54 --- VEÐRIÐ