Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 21
HAFLIÐl ILELGI JÓNSSON: Sn j óf lóðavarnir Greinargerð í ágúst, 1981 Inngangur Með þessari grein er ætlunin aö kynna stuttlega þá starfsemi Veðurstof- unnar sem kallast „Snjóflóðavarnir“. Sú starfsemi var tekin upp vorið 1979 samkvæmt tillögu nefndar sem sett var á laggirnar eftir snjóflóðin á Neskaup- stað í desember 1974, en áður höfðu komið ábendingar um nauðsyn slíkrar starfsemi frá þeint Ólafi Jónssyni og Sigurjóni Rist í Jökli 1972. I stórum dráttum greinist þessi starfsemi í þrcnnt: í fyrsta lagi, skráningu snjóflóða og almenna upplýsingasöfnun, í öðru lagi rannsóknir á sambandi snjóflóða og veðurs og í jtriðja lagi eftirlit með snjósöfnun á landinu, mat á snjóflóðahættu og aðvaranir. Hér verður litið svolítið nánar á jtetta jtrennt. Skráning snjóflóða Til að byrja með skulum við íhuga hvaða atriöi við viljum að séu skráð jtegar snjóflóð verður. Við vitum að snjóflóð verða oft á sarna stað; stundum árvisst, en stundum með áratuga millibili og vill jaá brenna við að snjóflóðastaðurinn gleymist. Það er því grundvallaratriði að staðsetning snjóflóðsins sé skráð og færð inn á kort. Við viljum gcta rannsakað aðdraganda snjóflóðsins, t. d. gluggað í veöur- skýrslur nálægra athugunarstöðva, og þannig ef til vill lært eitthvað sem yrði til jsess að næsta snjóflóð kæmi ekki eins á óvart. Það þarf [dví að tímasetja snjó- flóðiö. Enn fremur viljum við gjarnan að skráð sé það tjón sem snjóflóð veldur, og einnig hvað kom því af stað, hafi [:>að verið eitthvað sérstakt. Á allmörgum stöðum á landinu er líklegt að menn muni einhvern tima í framtíðinni vilja byggja varnarvirki gegn snjóflóðum. Sums staðar er reyndar brýn þörf á slíkum virkjum nú þegar. Þar sem þetta er svo, er áríðandi að skráðar séu ítarlegar upplýsingar um stærð, gerð og eðli hvers snjóflóðs. Til dæmis lengd, breidd og þykkt upptaka, fallbrautar og tungu (sjá mynd 1), hœð uþþtaka yfir sjávarfleti, meða/halli farvegsins og rúmmál tungu. Enn fremur er áríðandi að greint sé eðli hlaupsins; hvort það sé kófhlauþ, eða hvort um skrið, flœði eða velting er að ræða. Einnig hvort jjað sé vott eða þurrt. Oft er náttúrlega erfitt að átta sig á öllum þessum atriðum, en þá verður að hafa í huga að því meiri og betri sem upplýsingarnar eru, jjeim mun auðveldara er að velja úr fjölda mögulegra tegunda varnarvirkja jíá tegund VEÐRIÐ -- 57

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.