Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 23
TAFLA 1
Veðurfar snjóflóðadaga í Ölafsfjarðarmúla (tnœlt á Reyðará).
Veðurþáttur Hœsta gildi Lœgsta gildi Meðal- gildi Slaðal- frávik
Dagsmeðalhiti (°C) 9.1 -9.7 -0.2 4.1
Breyting á dagsmeðalhita frá degi á undan (°C) 8.6 -6.9 1.5 3.4
Mismunur hámarks- og lágmarkshita (°C) 15.6 1.1 5.9 3.4
24 st. úrkoma (mm) 35.7 0.0 4.0 6.9
48 st. úrkorna (mnt) 49.5 0.0 6.1 8.4
Summa snjókomu og slyddu í undangengnum úrkomukafla (mm) 83.7 0.0 14.5 15.9
Snjódýpt (cm) 62 . 0 19.5 15.8
Breyting á snjódýpt frá degi á undan (cm) 15 -25 1.0 6.6
Mesti vindur (vindstig) 10 2 6.1 1.6
tímariti Jöklarannsóknafélagsins. Hins vegar eru gerðar athuganir á samhengi
snjóflóðanna og veðurs, en um þær athuganir verður fjallað hér á eftir.
Rannsókmr á tengslum snjóflóða og veðurs
Með slikum rannsóknum er reynt að greina hvað það er sérstakt í veðri sem
vcldur því að snjóflóð taka að falla, og athugað hvort mögulegt sé að meta
snjóflóðahættu út frá veðri. Við vitum að meiriháttar snjóflóðahrinur verða
yfirleitt í kjölfar langvarandi NA-stórhríða, en við vitum líka að oft verða
langvinn NA-hríðarveður án þess að nokkur teljandi snjóflóð verði. Það sem
veldur er fólgið í flóknu samspili margra veðurþátta, og það samspil þurfum
við að greina.
Ymsum tölfræðilegum aðferðum er hægt að beita við slíka greiningu og
skulum við aðeins líta á eina. Við tökum snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla sem dæmi,
en þar hefur starfsmaður Vegagerðarinnar, Valdimar A. Steingrimsson á
Ólafsfirði, skráð 350 snjóflóð frá desembcr 1975 til vors 1980. Á sama tíma
höfum við veðurathuganir frá Reyðará, í u. þ. b. 15 km fjarlægð og notum þær.
Til að byrja með flokkunt við alla daga hvers vetrar í snjóflóðadaga og
snjóflóðalausa daga eftir því hvort snjóflóð hafa orðið eða ekki, og veljum alla
jtá veðurþætti sem ætla má að hafi áhrif. Þá skilgreinum við „veðurfar“
snjóflóðadaga, jr. e. meðaltöl og dreifingu veðurjDáttanna, með jrað í huga að sé
VEÐRIÐ --- 59