Veðrið - 01.09.1978, Side 26
3. mynd. Snjóflóðastuðullinn R'fyrir Ölafsfjarðarrnúla íoktóber tildesember, 1980. Þegar
hann fer yfir Ro = 0.606 er búist við snjóflóðum. Örvar auðkenna raunverulega snjóflóða-
daga. Ilér er stuðullinn reiknaðurúl frá mœlingum á Siglunesi, þvístöðin á Reyðará varflutt
þangað sumarið 1980.
óháð því tímabili sem notað var við uppbyggingu hans. Mynd 3 sýnir gildi R*
fyrir tímabilið október til desember 1980 og eru snjóflóðadagar auðkenndir
með örvum. Greinilega er allgott samhengi með snjóflóðadögum og háum
gildum á R’, og stinga sérstaklega í augu snjóflóöalaust tímabil frá miðjum
september og fram yfir miðjan nóvember og svo snjóflóðatímabil úr því og út
desember. Rétt flokkast 10 snjóflóðadagar af 16, eða 63%, og 62 snjóflóðalausir
dagar af 76, eða 12%.
Svipaðir stuðlar liafa verið reiknaðir fyrir Vestfirði, Siglufjörð og nágrenni
og Austfirði með svipuðum árangri.
A ðvaranir
Enda |)ótt snjóflóðastuðlar, eins og þeir sem hér hefur verið lýst, séu gagn-
legir við að greina það samspil veðurþátta sem leiðir til snjóflóða verða aðvar-
anir ekki byggðar á þeim eingöngu. Ef við skoðum nánar dæmið hér að ofan
jjar sem allir dagar október til desember 1980 eru flokkaðir, þá sjáum við að af
samtals 92 dögum flokkast 24 sem snjóflóðadagar, samkvæmt stuðlinum; 10
réttilega, en 14 ranglega. Það er, af 24 skotum hitta aðeins 10 i mark. Þetta
hlutfall er náttúrlega ekki nógu gott. Ástæðan fyrir þessu óhagstæða hlutfalli er
m. a. sú, að sumir þeir þættir scm engin áhrif hafa á gildi stuðulsins hafa samt
62 --- VEÐRIÐ