Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 27
mikil áhrif á snjóflóðahæUu í raunveruleikanum. Eru jsetta einkum þættir sem
mjög eru breytilegir yfir stuttar vegalengdir, t. d. snjódýpt og vindar, og hafa
oft allt önnur gildi á snjóflóðastað en á mælistað. Auk þess hefur samsetning
snævar rnikla þýðingu, en hún er yfirleitt ekki athuguð. Þessa jDætti verður því
að reyna að meta, jafnframt því sem stuðlar eru reiknaðir, áður en aðvörun er
gefin út. Það cr þannig að verulegu leyti matsatriði hvenær aðvörun er gefin út.
og jjar með er áreiðanleiki aðvarana háður jaekkingu og revnslu jjess sem
hættuna metur á hverjum tíma, ekki siður en jieint hjálpargögnum sem til
staðar eru.
Aðvaranir eru svæðisbundnar; það er, tilgreind eru stór svæði þar sem álitið
er að snjóflóðahætta sé, eða sé að skapast. Þær eru sendar Almannavörnum
ríkisins sem þá sjá til jjess að gerðar séu staðbundnar athuganir á Jjekktum
snjóflóðastöðum innan hins tilgreinda svæðis. Ákvarðanir um varnaraðgerðir
eru síðan teknar með tilliti til niðurstaðna j^eirra athugana.
V7eturinn 1980—1981 sendi Veðurstofan 9 aðvaranir til Almannavarna rík-
isins. Yar j)ar einkum urn þrjú svæöi að ræða; Vestfirði, Siglufjörð og Austfirði.
Tvær l^essara aðvarana reyndust út í hött, Jr. e. ekkert fréttist af snjóflóðunt í
kjölfar þeirra. I kjölfar hinna 7 urðu snjóflóð á hinum tilgreindu svæðum,
stundum minniháttar hlaup, en stundum fjöldi stærri snjóflóða.
Enda þótt reynsla eins vetrar sanni fátt, gefur hún þó til kvnna að það sé
hægt að meta snjóflóðahættu á [sennan hátt, og gefur hún jafnframt vonir um
að í framtíðinni Jaurfi snjóflóð ekki að dynja yfir menn og mannvirki öllum að
óvörum.
Eins og komið hefur fram, er snjóflóðahætta ekki eingöngu háð veðri, heldur
einnig ýmsum eiginleikum snævar. í stað þess að reyna að meta ):>essa eiginleika
úr fjarlægð er auðvitað betra að þeir séu athugaðir reglulcga. Því er Veður-
stofan nú að setja í gang sérstakar snjómælistöðvar á nokkrum stöðum á
landinu, og ættu jiær að auka öryggi og áreiðanleik aðvarana.
Lokaorð
Af framansögðu cr ljóst að Veöurstofan getur gefið út alláreiðanlegar svæð-
isbundnar aðvaranir um snjóflóðahættu. I kjölfar slíkra aðvarana verða (dó að
fara fram staðbundnar athuganir, og allar varnaraðgerðir byggjast á þeim. Það
cr jrví mikilvægt að á jDeim stöðum út um allt land, jrarsem snjóflóð geta orðið,
sé góð aöstaða til slíkra athugana og jrjálfaðir menn til að gera jaær.
En það er enn fremur ljóst að jDetta dugir ekki til. Sums staðar er búið að
byggja mannabústaði og vinnustaði I þekktum farvegunt snjóflóða án þess að
nokkuö hafi verið gert til varnar. Þar er auðvitað nauðsynlegt að hafist sé
handa strax við byggingu hentugra varnarvirkja. Enn fremur verður að leggja
áherslu á að merkja snjóflóðafarvegi inn á kort til jaess að fyrirbyggja að jrar
verði í framtíðinni hugsunarlaust ráðist i mannvirkjagerð. Síðast en ekki síst er
nauðsynlegt að fólk sem stundar fjallgöngur og skíðaiðkun sé sér meðvitað um
hættuna af snjóflóðum og velji leiðir sínar í samræmi við það.
VEÐRIÐ — 63