Veðrið - 01.09.1978, Page 28

Veðrið - 01.09.1978, Page 28
TRAUSTI JÓNSSON: Hitt og þetta um ofviðri Fyrir nokkrum árum geröi ég athugun á tíðni ofviðra á íslandi eftir árstím- uin. Eg skrifaði stutta grein um þessa athugun og ætlunin var að sú grein birtist í Veðrinu. En áður en af því yrði, varð ég fyrir því að vera beðinn um að flytja erindi í útvarpið í erindaflokki um veðurfræði. Þar sem ég átti þetta efni tilbúið fannst mér sjálfsagt að nota það sem hluta af erindinu. Öll erindin voru síðan birt sent greinar í tímaritinu Ægi. Meginhluti upphaflegu greinarinnar er þess vegna birtur þar (Júlíhefti 1981) og mér þykir ekki ástæða til að birta hana aftur. En þessar athuganir á ofviðrum eru meira mál en svo að þeirn verði gerð skil í einu erindi eða þá í einni grein og ekki tókst mér að konta að nærri öllu sem ég hefði viljað i þetta erindi. Þessi grein sem hér fer á eftir er að miklu leyti samsett úr afgöngum sem urðu eftir þegar búið var að koma erindinu niður í 25 mínútur. Ég sé enga ástæðu til að liggja á þessum afgöngum þó að því sé ekki að leyna að þeir eru fremur sundurlausir. Vonandi get ég svo síðar meir birt fleiri greinar í framhaldi af þessari. Um skilgreiningu á ofviðri Ekki er auðvelt að skilgreina ofviðri svo vel sé. I því sem fer hér á eftir er einungis litið á daga þar sem öðru hvoru eða báðum eftirtalinna skilyrða er fullnægt: 1. Meir en fjórðungur starfandi veðurstöðva á Islandi hefur talið 9 vindstig eða meir. 2. Meir en tiundi hluti veðurstöðva hefur talið 10 vindstig eða meir. Dagar sem uppfylla a. nt. k. annað hvort þessara skilyrða eru kallaðir of- viðrisdagar og veðrin ofviðri. Þegar talað er um t. d. tíðni ofviðra eftir árstím- um er því átt við dreifingu svona daga á árið. I því sem á eftir fylgir er einnig öðru hvoru minnst á aftakaveður, sem ég skilgreini þannig, að a. m. k. 45% veðurstöðva hafa talið 9 vindstig eða meir á sama degi. Umýmis vandamál svona skilgreiningar Skaðar í ofviðrum eru mjög tilviljanakenndir og misvel er skýrt frá þeim. Þess vegna er engan veginn hægt að nota skaða eingöngu sem mælikvarða á ofviðri. Einhvers konar skilgreining er því nauðsynleg ef unnt á að vera að finna 64 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.