Veðrið - 01.09.1978, Page 30
Eins og sjá má af þessu eru ofviðri áberandi algengust i janúar og febrúar,
sárasjaldgæf í júní, júlí og ágúst, en þó ekki alveg óþekkt.
En hvernig er þá svona veður? Sem dæmi um ofviðrisdag, sem þó ekki fellur
í aftakaveðursflokkinn valdist af handahófi 18. nóvember 1967 (suðvestan-
veður), en sem dæmi um aftakaveður varð 17. janúar 1957 fyrir valinu (vest-
anveður).
I \ eðráttunni i nóvember 1967 stendur þetta: „Um kvöldið þ. 18. urðu miklir
skaðar á Isafirði vegna hvassviðris og sjávarflóða. Sjór gekk yfir eyrina og í
marga kjallara. Bát rak á land, og fleiri löskuðust og bryggjur skemmdust.
Eitthvað fauk af járni af húsþökum á Isafirði og i Hnifsdal og rúður brotnuðu.
I Hrísev sukku 3 trillur og þá fjórðu rak á land, fiskhjallar fuku þar og á
Arskógsströnd og sjór gróf undan bryggjuhaus, og seig hann um 30 cm. I
Olafsfirði fuku þakplötur af húsum.“
Nú, þetta er allnokkuð, en i veðráttunni í janúar 1957: „Þ. 17. urðu aftur
(innsk. gífurlegir skaðar urðu þ. 14.) margvislegir skaðar af sjógangi og veður-
ofsa á \ estur- og Norðurlandi. Brimið braut steinsteypta varnargarða á Flat-
cyri, og sjór flæddi inn i kjallara húsa. Fiskvinnsluhús fauk, stórskemmdir urðu
á skreiðarhjöllum og fiskimjöl eyðilagðist í geymslum í þorpinu. Utihús fuku í
Skápadal í Patreksfirði, og nokkrar skcmmdir urðu á öðrunt bæjurn þar.
Þinghúsið i Gufudal í Barðastrandarsýslu fauk af grunni og brotnaöi í spón.
Vegur sópaðist burt á alllöngum kafla á Rauðasandi, og viðar á Vestfjörðum
braut brimið vegi. Á Suðureyri varð mikið tjón á hafnarmannvirkjum og
húsum i Bolungarvík urðu nokkrar skemmdir. Á Isafiröi fór hafnarbakki og
bryggjur í kaf og skemmdir urðu á bátum. Bryggja brotnaði á Arngerðareyri.
Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum á Straumnesfjalli og í Aöalvik. Á
Reykjanesi og Gilsbakka á Ströndum fuku hlöður. Bátur tókst á loft úr vetr-
arstæði á Kjörvogi, fauk til og skemmdist nokkuð. Þak gistihúss í Haganesvik
fauk og einnig þak af samkomuhúsi i Berufirði. Stórt fjárhús fauk i heilu lagi á
Eundi í Holtshreppi. Víða fuku hey og þakjárn af húsurn og síma- og raflinur
slitnuðu. V'b. Fjölnir strandaði við Rifshöfn og skemmdist litiö eitt og vb.
Báran slitnaði upp og eyðilagðist. Brim braut sjóvarnargarð á Álftanesi og
nokkrir bæir urðu umflotnir sjó og grjót barst á tún.“
Af ýmsum áttum
Jafnframt þvi að athuga hvaða dagar væru ofviörisdagar, reyndi ég að
ákveða hver hefði verið ríkjandi vindátt á landinu þessa daga. Því er ekki að
leyna að þetta reyndist crfitt og stundum varð óhlutlægt mat að ráða meiru en
æskilegt má telja. Eg vonast til að á næstu árum verði liægt að flokka ofviðris-
dagana og þar með ofviðrin betur á áttir en ég hef hingað til getað gert. En
þangað til verður þetta ófullkomna mat að nægja.
Ég skipti sem sagt þessunt 634 dögum á 8 höfuðáttir auk flokks með dögum
sem útilokað var að koma í flokk (ofviðri af ýmsum áttum sama daginn). Mynd
1 sýnir skiptingu daganna á áttirnar sem cins konar vindrós. Svipuð skipting
66 --- VEÐRIÐ