Veðrið - 01.09.1978, Page 34

Veðrið - 01.09.1978, Page 34
er á svæðinu. Því hærri sem þessi tala er því hvassari er V-áttin að meðaltali. Sunnanáttin er mæld út á sama hátt, hæðirnar í 1, 4 og 7 eru lagðar saman og dregnar frá samanlögðum hæðunum í 3, 6 og 9. Við gerum þetta og fáum út 92 og 33. Svona kort eins og þetta eru til í aðgengilegu formi allt frá árinu 1949. Því er hægt að búa til mælitölur fyrir alla ofviðrisdaga síðan þá. Ég hef gert þetta og reiknað út meðaltöl af mælitölunum fyrir veður af ýrnsum áttum. Niðurstöður þessara útreikninga sjást á 4. mynd. Vestanofviðrin reyndust t. d. hafa 98 sent mælitölu fyrir stvrkleika háloftavestanáttarinnar, en 51 sem styrkleika sunn- anáttar í háloftununt. Mjög rnikil dreifing reyndist þó vera á mælitölum veðra innan sömu áttar. þannig að ekki má túlka myndina þannig að t. d. vestan- veður geti aðeins orðið í kringum punktinn V á myndinni. Þrátt fyrir þetta dreifast meðaltöl áttanna nokkuð jafnt um myndina og mjög reglubundið. Það er athyglisvert að öll meðaltölin gefa vestanátt í háloftum og langflest sunn- anátt. Ég læt hér staðar nuntið að sinni en vona að einskonar framhald geti orðið á þessari grein.

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.