Vikan


Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 23.02.1961, Blaðsíða 12
Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðningamaður. Mér fannst í draumi, að ég opnaði útidyra- hurðina hérna heima hjá mér og fyrir utan stæði einhver kona, sem ég fagnaði mikið. Ég bauð henni að koma inn fyrir, en hun þáði aðeins að koma i ganginn og brosti góðlátlega til mín, um leið og hún pataði eitthvað út í ioftið. Tók ég samstundis eftir því, að hún var mállaus. Hún benti mér á pappakassa, sem hún hafði komið með, fullan af kjöti, bæði reyktu og nýju. Mér skildist það vera frá ann- arri góðri konu, sem ég þóttist þekkja. Ég rétti konunni höndina brosandi, og þóttist ég kann- ast óskö'p vel við þetta allt saman. En þegar hún ætlaði að rétta fram höndina, sá ég, að höndina vantaði alveg upp að úlnlið, og starði ég furðu lostin á hana og vaknaði. Hvað merkir draumurinn? Ellý. Svar til Ellýjar. Þér mun áskotnast verkefni, sem þú munt verða lengi önnum kafin við, en þú munt verða fyrir miklum vonbrigðum og leiðind- um í sambandi við það, þó að allt öðruvísi hafi á horfzt í fyrstu, þegar þú byrjaðir. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég var að ganga niðri i bæ, þegar ég mætti mörgum strákum, sem ég þekkti. Þegar ég ætlaði að ganga fram hjá þeim fóru þeir fyrir mig svo að ég gat ekki haldið áfram. Þeir fóru með mig að spákassa, en það þurfti að láta pening til að spámiðinn kæmi. Fyrst setti strákur, sem ég þekkti pening í og á hans miða stóð: „Lifðu í dag.“ Hjá mér kom: „Lifðu hvern dag.“ Svo fórum við að rífast þangað til að tveir komu og leiddu hann burt á millj sín. Með fyrirfram þökk, Hollý. Svar til Hollýjar. í draumi þessum kemur glögglega fram að þú vilt meir en pilturinn vill í té láta. A hinn bóginn merkir spámiði að því er talið er velgengni í ástamáluin. Merking draumsins yrði því á þann veg að umræddur piltur verður e-kki til viðtals um ástalíf til nema eins dags, eða með öðrum orðum aðeins tjaldað til einnar nætur. Ég álít hins vegar rð þú munir hitta fyrir þér annað makaefni seki þér mun falla betur við. D -";iráðandi Vikunnar. ?úig dreymdi nýlega draum. Ég þóttist vera stödd í herbergi og liggja í bláum sófa, og fannst mér eins og rauðum bjarma s’ægi á her- bergið. Svo fannst mér piltur, sem ég þekki og er hrifin aí, ltoma til mín og krjúpa fyrir framan mig. Svo byrjaði hann að faðma mig og kyssa, en mér fannst eins og varir hans krcmu aldrei við mínar, en samt kyssti hann mig. Ég vona, að þetta komi sem fyrst. Með fyrir fram þökk. Henný. Ev: r til Hrnnýiar. Hin rauði bjarmi í herberginu er tákn ástarhvatanna. Itautt er litur Marzorkunnar, þegar hún beinist að ástarleikjum. Ek':i v?rð- ur betur séð en þú fáir eigi fullnægingu þeirrar þrár þinnar, því að, þú finnur ekki fyrir vörum vinar þíns. Þetta mundi því nerkja, að hann væri ekki þörfutn bínim vaxinn. Framhald á bls. V.!, Klippið hér Frægur atburður úr Islendingasögunum. Atburður sá, er myndin sýnir, er einn af hinum kunnu úr íslendingasögum: Tveir afrenndir að afli takast á fangbrögð- um og hefur þeim átökum lengi verið við brugðið. Annar var „ólíkur nökkurri mannligri mynd“, hinn sterkari en aðrir menn á íslandi. Fundum þeirra bar saman um nótt, og þeir tókust á í skálanum, svo að allt lauslegt brotnaði. Sá, er „ólíkur var nökkurri mannligri mynd“ reyndi að koma hinum út úr bænum og tókst það, en í bæjardyrunum varð hann hins vegar undir; óð þá tungl í skýjum. Er hann varð undir orðinn, hvessti hann augun og mælti meðal annars þetta, sem síðar kom fram: „Þú hefur frægur orðið hér til af verkum þinum, en héðan af munu falla til þin sektir og vígaferli, en flest verk þín snúast þér til ógæfu ok hamingjuleysis. Þú munt verða útlægur gerr og hljóta jafnan úti að búa einn samt.“ Nú spyr Vikan: Hverjir eigast við? 1 2 VIK.AN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.