Vikan - 23.02.1961, Qupperneq 31
Ég get ekki leynt þvl lengur fyrir
þér, a8 ég er aBstoOarprestur 1 þess-
um söfnuöi."
Þegar hún heyrði þetta, stökk hún
fram úr rúminu og hrópaði upp yfir
sig: — „Ég fyrirgef þér aldrei: —
aldrei! — aldrei! — aldrei! En þú
skalt sjá eftir þessu. Ég skal sjá um,
aö þú gleymir aldrei þeim degi, er þú
smánaöir mig, saklausa stúlku, sem
átti sér einskis ills von.“ — Hún ýtti
honum út um dyrnar, læsti þeim og
dvaldist alein i herberginu allan dag-
inn.
Hann lét ekkert heyra frá sér fyrr
en um kvöldmatarleytið. Þá kom
hann með bakka, baröi að dyrum og
sagði:
„Ef þú deyrð úr hungri, getur þú
ekki refsað mér, svo aö ég kem hérna
með svolítinn matarbita handa þér.
Þú þarft ekki að tala við mig. Eg
læt bakkann á gólfið og fer svo mina
leið. Góða matarlyst!"
Fyrst ætlaði hún að vera stór upp
á sig og standast freistinguna, en
hún hafði hvorki fengið morgunmat,
hádegisverð né te og var orðin svo
hungruð, aö hún gleypti allan mat-
inn, sem var á bakkanum. Samt sem
áður var hún ákveðin í að koma fram
hefndum. Endurnærð eftir kvöldmat-
inn skrifaöi hún honum virðulegt
bréf, þar sem hún lagöi drög að fram-
tíðarhorfum þeirra. Hún hafði mikið
fyrir þessu bréfi og gerði mörg upp-
köst. En að lokum var hún ánægð.
„Herra minn. Þér gerið yður
auðvitað Ijóst, aö eftir þessa svi-
virðilegu framkomu yðar tala ég
ekki aukatekið orð við yður
umfram það, sem nauðsyn kref-
ur. Ég ætla ekki að segja neinum
frá því, hvernig þér hafið hagað
yður gagnvart mér, þaö mundi
aðeins koma upp um mina eigin
heimsku. En ég ætla að segja öll-
um frá því, að ég elski yður ekki
og hvaöa maður, sem er, gæti kom-
ið i yðar stað. Ég mun njóta þess
að vekja hneyksli, þvi að við það
munuö þér minnka í áliti. Og ef
ég get meö þessari hegðun minni
komið óorði á presta yfirleitt, mun
það veita mér enn meiri ánægju.
Eftir þetta verður það mitt æðsta
takmark að auðmýkja yður, eins
og þér hafiö auömýkt mig.
Eiginkona yðar, framvegis að-
eins að nafninu til,
Penelópa.
Hún lét bréfið á bakkann og setti
hann fram á gang.
Næsta morgun kom annar bakki,
og á honum var ekki einungis ágæt-
ur morgunverður, heldur einnig bréf
til hennar. Hún var að hugsa um að
rifa það í tætlur og fleygja þvi út
um gluggann, en í þeirri veiku von,
að hann væri yfirkominn af harmi
og iðrun og heföi skrifað þetta bréf
í því skyni að biöja hana fyrirgefn-
ingar, reif hún það upp og las:
„Barvó! elsku Penelópa. Bréf þitt
lýsir á snilldarlegan hátt, hve virð-
ingu þinni hefur verið hrapalleg mis-
boðið. Ég efast um, aö ÞaÖ hefði
orðið betra, þó að þú hefðir leitað
ráða hjá mér. En um hefndina er
það að segja, að ekki er vist, að þetta
fari eins og þú heldur.
Þinn hressilegi aðdáandi,
Philip.
P. S. Gleymdu ekki heimboðinu."
Philip hafði sagt henni frá þessu
heimboði, meðan þau voru á ferðalag-
inu. Það átti að vera þennan dag á
hinu yndislega höfðingjasetri Mendip
Place hjá herra Rostrevor og lafði
Kenyon. Þessi dagur haföi verið val-
inn meðfram til þess, aö unnt væri
að kynna hina ungu prestskonu
þorpsbúum.
Hún hafði verið að velta því fyrir
sér, hvort hún ætti að fara, og þegar
hún las eftirskrift eiginmanns síns,
ákvað hún að vera heima, en eftir
aö hún hafði hugsað sig betur um,
sá hún, að heimboðiö gæti kannski
gefið henni tækifæri til að koma fram
hefndum. Hún vandaði mjög klæðnað
sinn. Reiðiglampinn í augunum gerði
þau enn skærari en venjulega. Hún
taldi það vera sér fyrir beztu að láta
ekki bera á missætti þeirra hjón-
anna, svo að þau fóru saman í boðið,
eins og allt væri i bezta lagi. Hún
var svo hrífandifögur, að karlmenn-
irnir urðu alveg utan við sig, þegar
þeir sáu hana. En hún lét það ekkert
á sig fá, skipti sér ekki af höfðingj-
unum, heldur talaði eingöngu við
sóknarprestinn, sem var frekar ung-
ur maður og hét Reverdy. Hún varð
þess fljótt vör, að aðaláhugamál
hans var fornmenjafræði. Hann
skýröi henni frá Því mjög alvarlegur
á svip, aö þarna í nágrenninu væri
haugklefi, sem væri sennilega fullur
af mjög dýrmætum, sögulegum forn-
leifum, en hann væri sá eini, sem
hefði áhuga á þessu, og enginn feng-
ist til að grafa hann upp.
Hún leit á hann tindrandi augum
og sagði: „Ó, herra Reverdy, en hvaö
þetta var leiðinlegt."
Hann varð svo hrifinn, að hann
óskaði aðstoðarprestinum til ham-
ingju með aö hafa fundiö svona fuil-
kominn lifsförunaut. Hann gat taliö
hana á (þó, að Því er honum fannst,
með nokkrum erfiöismunum) að aka
með sér til að skoða nýstárlegar forn-
leifar um þaö bil tíu mílur fyrir ut-
an Poppleton.
Auðvitað veittu allir þessu eftir-
tekt, einkum þó frú Quigley, gömul
skrafskjóða. Frú Quigley átti dótt-
ur, sem að hennar dómi var hæfilegt
konuefni hinum ágæta sóknarpresti,
og þarna fékk hún ástæðu til aö
draga það mjög í efa, að presturirin
hefði hagað sér skynsamlega með því
að hafna þessari ágætu yngismey.
Þegar sóknarpresturinn og Penelópa
óku fram hjá, sagði frú Quigley aö-
eins þetta eina orö: „Jæja.“ Og allir,
sem heyrðu til hennar, vissu, hvað
hún átti viö
Og ekki batnaði það. Morguninn
eftir, á þeim tíma, sem allir vissu,
aö Arlington var að gegna störfum
sínum fyrir söfnuðinn, kom sóknar-
presturinn gangandi til Rye House
með stóra bók um fornmenjafræði,
og það var einnig tekið eftir því, að
hann stóð við í töluvert lengri tíma
en það tók að skila bókinni. Frú
Quigley og þá um leiö allur bærinn
komst að því, að hjónin sváfu ekki
í sama herbergi. Ekki minnkaði orð-
rómurinn við það, að aumingja sókn-
arpresturinn, sem vissi ekkert um,
hvað frú Quigley hafðist að, þvaör-
aði við hvern, sem var, um fegurð,
gáfur og siðprýði aðstoðarprestsfrú-
arinnar. Kvað svo rammt að þessu,
að frú Quigley taldi það skyldu sína
að skrifa Glasshouse prófasti og gefa
í skyn, að heppilegast væri fyrir hinn
vinsæla sóknarprest, að aðstoðar-
presturinn fengi embætti annars
staðar. Glasshouse prófastur þekkti
frú Quigley og tók þetta þvi ekki
mjög hátíðlega, tialdi nægilegt að
segja nokkur vel valin orð viö sókn-
arprestinn. Hann heimsótti sóknar-
prestinn, sem fullvissaði hann um,
aö ekkert væri til í þessu, en prófast-
inum fannst það nokkuÖ grunsam-
legt, hve tíðrætt hann gerði sér um
sakleysi Penelópu, og ákvað því að
fara sjálfur og heimsækja hana.
Hann kom til Rye House seinna
hluta dags. Penelópa tók mjög vel
á móti honum og bauð honum te.
Hún var orðin dálítið leiö á forn-
menjafræðinni og sóknarprestinum.
Þegar prófasturinn minntist með
hinni mestu nærgætni á hinn hneyksl-
anlega orðróm, sem frú Quigley
hafði sagt honum frá, þrætti hún
auðvitað fyrir, en þó á þann hátt,
að prófasturinn sannfærðist um, aö
sóknarpresturinn hefði að minnsta
kosti verið óvarkár. Talið barst nú
að fornmenjafræðinni, og sagðist
prófastur ekki vera sérlega hrifinn
af henni, hann hefði miklu meiri
áhuga á lifandi hlutum en dauðum
steinum.
„Ó, kæri herra prófastur," svaraði
hún, ég er yður alveg sammála. Segið
þér mér, hvaða lifandi verur eru það,
sem þér hafið mestan áhuga á?“
„Sjaldséðir fuglar," svaraði hann,
„einkum þeir, sem hafast við í fenj-
unum við Sedgemoor. Þolinmóður
náttúruskoðari uppsker þar laun erf-
iðis síns með því að sjá ekki ein-
ungis keldusvín, heldur einnig hina
gulu vatnaerlu, sem er mjög sjald-
gæf."
Hún klappaði saman lófunum, leit
hrifin á hann og sagði, að enda þótt
hún hefði búið í námunda við fenja-
svæðið og farið margar rannsóknar-
ferðir þangað, hefði sér aldrei auðn-
azt að sjá gulu vatnaerluna.
Þótt skömm sé frá að segja,
gleymdi prófasturinn sínu uppruna-
lega erindi, hann gleymdi skyldu
sinni v!ð prófastsdæmið, hinni heil-
ögu köllun sinni og bauð henni að
koma með sér að skoða vatnaerluna
á afskekktum stað, sem hann vissi,
að var eftirlætisaðsetur hennar.
,.Ó, herra prófastur," svaraði hún,
„hvað haldið þér, að frú Quigley
segi?"
Hann reyndi að haga sér eins og
fullko .. inn heimsmaður og lét eins
og þessi dyggðuga kona skipti engu
máli. Aður en hann hafði lokið við
seinni tebollann, hafði Penelópa lofað
að fara með honum í rannsóknar-
ferö næsta góðviðrisdag.
Þau lögðu af stað, en þó að stað-
ur'.nn væri afskekktur, voru njósn-
arar frú Quigley vel á verði. Að lít-
illi stundu liðinni hafði hún komizt
að öllu saman og vel það. Þegar hún
sá, að kirkjan brást henni, reyndi
hún að fá laíði Kenyon i lið með sér
og sór og sárt við lagði, að eftir þeim
fregnum, sem hún hefði fengið, væru
það ekki aðeins fuglar, sem prófast-
urinn hefði áhuga á.
,,Ég ætla ekki að eyða fleiri orð-
um að þessu," sagði hún, „því að
þetta liggur í augum uppi. Getið þér
ekki stefnt þessari lauslætisdrós,
sem megnar að lokka hina staðföstu
og virðingarverðu trúarleiðtoga okk-
ar af braut dyggðarinnar?"
Lafði Kenyon hélt, að bezt væri
að fá vitneskju um þetta allt frá
fyrstu hendi. Hún heimsótti því
Penelópu og spurði hana, hvað væri
eiginlega um að vera. Loks sagði
Penelópa henni alla söguna, en lafði
Kenyon lét sér fátt um finnast.
„En, væna mín, þetta er allt of
auðvelt fyrir yður. Hvernig getur
yður dottið í hug, að þessir gömlu,
rykföllnu broddborgarar geti staðizt
ALLAR STÆRÐIR
rafgeyma
FYRIR VÉLBÁTA
VIKAN 31