Vikan - 23.02.1961, Side 41
W1KA1U
Útgefandí: VIKAN H.F.
Rititjóri:
Gísfi Sígurðison (ábm.)
Auglýsingastjóri:
/óhannes Jðrundsson.
Framkvæmdastjórl:
Hilmar A. Kristjánsson.
Ritstjórn og auglýslngar; Skipholtí 33.
Simar: 35320, 3S32I. 35322. Pósthójf 149.
Afgreíðsla og dreifing: Blaðadreifing,
Miklubraut 15, slmj ISOIA Verð I lausa-
sölu kr. 15 Áskriftarverð er 200 kr. írs-
þriðjungslega, greiðlst fyrlrfram. Prent-
un: Hllmlr h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
Þið fáið Vikuna í hverri viku
/ næsta blaði verður m. a.:
4 Fegurðarsamkeppnin með nýju sniði:
Lesendur Vikunnar velja stúlkur í úrslitin.
4 í kjölfar Jóns Indíafara. Hrímnir tók saman.
4 Farþeginn í aftursætinu. Mergjuð draugasaga.
4 Síðasti þáttur verðlaunagetraunarinnar.
Frystikista og kæliskápur í boði.
4 Hary, fótfráasti maður heimsins. Grein og myndir
um þjóðverjann, sem sigraði á Ólýmpíuleikunum
og setti heimsmet í 100 m hlaupi.
4 Friðlaust geð. Grein eftir dr. Matthías Jónasson
um förumenn fortíðar og nútíðar.
4 Yfirlætislausir ökuníðingar. Dr. Asperín skrifar þátt
um umferðarmál.
4 Laukrétt niðurstaða, smellin ástarsaga.
PALLI PRINS.
Framhald af bls.25.
vænna. Hérinn leit á hann fullur
þakklætis. En svo breyttist hann
allt i einu.
„Hvað, er þetta ekki Putti?“
Hann gekk varlega að dyrunum sagði hann og gapti af undrun.
og opnaði. En það var engan að sjá. „Hefur þú bjargað lífi mínu, — þú,
Þetta var notalegt. Hann gekk eitt sem ert sjálfur vanur að veiða
skref út fyrir dyrnar til að líta bet- héra?“
Ur í kringum sig. En þá hentist hann Palli litli prins var gráti nær.
allt í einu upp i stóru, grænu stig- „Ég er ekki Putti,“ sagði hann.
vélin, sem tröllkarlinn átti. Þau „Hvað?“ sagði hérinn. „Ertu ekki
höfðu tekið sér stöðu beint fyr- Putti. Þú hlýtur þá að vera Palli
ir utan dyrnar. Það hvein i þeim, prins.“
um leið og þau þutu af stað „Já,“ sagði Palli, „ég er ...,“ en
með hann niður hæðina. Palli varð þá þagnaði hann. „Ég hef verið
alveg örvilnaður. Einmitt það, já,
tröllkarlinn hafði sent stígvélin sin
út til að fanga hann aftur. Hann
reyndi að snarstanza og losna þann-
töfraður, svo að ég get ekki sagt
nafnið mitt. Skilurðu?“
„Æ, æ, æ,“ sagði hérinn. „Það
getur margt einkennilegt komið
ig úr þeim, en i þetta skipti tókst fyrir mann. Hugsaðu þér, — að mæta
það ekki. Grænu stígvélin voru eins prinsi aleinum lengst inni í skógi.
og föst við hann. Palla varð það En ég trúi þér. Hefðirðu ekki verið
Ijóst, að eftir svolitla stund mundi prinsinn, hefðirðu ekki bjargað
hann verða fangi i höll tröllkarls- mér. Komdu heim með mér, og ég
ins í fjallinu. skal biðja mömmu að sauma héra-
En þá kom dálítið einkennilegt skinnsstígvél handa þér. Það hæfir
fyrir. Þegar hann þaut i gegnum ekki prinsi að ganga um á sokka-
skóginn, kom hann allt í einu auga leistunum."
á lítinn héra, sem var fastur í Palli gat ekki annað en hlegið.
snöru. Palli litli fölnaði upp. Hann Var hann ekki aftur kominn á
varð að hjálpa héranum, hvað sem sokkunum út í snjóinn? Þetta varð
það kostaði. En hvernig átti hann að vera í siðasta skipti, annars gæti
að fara að því? Með því að beita hann orðið hættulega veikur.
öllum kröftum reyndi hann að
halda aftur af stígvélunum og hvísl-
aði um leið:
„Leyfið mér i guðs bænum að
hjálpa litla héranum."
Það small í einhverju, og um
feið misstu stígvélin mátt sinn og
hurfu. En að frelsunin væri því
að þakka, hve hann var góður við
hérann, — ]iað datt honum ekki
í hug.
Nú reið á að bjarga lífi hérans.
Hann hljóp af stað og var brátt
kominii alveg að héranum og gat
frelsað hann. Það var ekki seinna hann.
Ánægður fylgdist hann á eftir
héranum, og brátt komu þeir að
stórri og gamalii trjárót. Hérinn
barði á hurðina, og vingjarnleg
héramamma kom til dyra og sagði:
„Velkominn, vertu velkominn i
fátæklegu húsakynnin okkar, litli
prins.“
„Fátækleg húsakynni,“ sagði
Palli prins, um leið og hann leit
í kringum sig í vistlegri og
skemmtilegri holu með litlum héra-
rúmum og tuskuteppi á gólfinu.
„Hérna er reglulega fínt,“ sagði
Framh. í næsta blaði.
tjáUuUat *<?6L
^ a
HrútsmerkiS (21. marz—20. apríl): Þú munt hitta
konu, sem mun breyta lifsskoðun þinni til muna.
Trúðu henni samt ekki í blindni. Notaðu dagana
betur og farðu fyrr á fætur á morgnana en áður.
Frestaðu því ekki til morguns, sem þú getur gert
í dag. Fjárhag þinum er stefnt í voða, en með lagni og þolin-
mæði kemur þú honum á réttan kjöl.
NautsmerkiS (21. apríl—20. maí): Þú mátt ekki
láta hugfallast við það, sem þú hefur áhuga fyrir,
þó að nokkurra byrjunarörðugleika gæti í sambandi
við það. Og innan skamms eru miklar likur á því
að þú sigrizt á erfiðu verkefni, sem lengi hefur
valdið þér áhyggjum. En mundu, að þetta kostar þig talsverða
vinnu og erfiði, en þú munt ekki sjá eftir þvi.
Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Ef einhver breyt-
inS verður á högum þínum þessa vikuna, mun hún
vafalaust verða til batnaðar. Amor verður önnum
^V kafinn meðal ógiftra, einkarlega um helgina. Þú
ert ekki nógu viljasterkur og veigrar þér við að
ráðast í stórræði. Þriðjudagur verður mikill heilladagur og
viðburðarríkur fyrir ástfangið fólk.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Vikan verður
fremur daufleg og það er eðlilegt þar sem þú lifir
fyrir ekki neitt. Einhvern tíma hefur ein manneskja
reynt að hafa áhrif á þig, en ekkert dugað. Nú ætt-
irðu, þó seint sé, sjálfur að taka þig á. Einnig ættirðu
að leita þér nýrra félaga, þú veizt sjálfur að þú ert meiri maður
en félagar þínir og nú ættirðu að hrista þig upp úr þessari
deyfð tilgangsleysisins.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ágúst): Vikan getur orð-
ið ærið varasöm, einkum í öllum ástamálum og
tengslum við návini þína. Þú skalt ekki taka ná-
ungann allt of alvarlega. Á vinnustað mun þér lík-
lega verða á einhver smávægileg skyssa, sem meira
verður gert úr en tilefni standa til. Mundu það vel í vik-
unni að efna öll þín heit og fara ekki á bak við nokkurn mann.
Meyjarmerkiö (24. ág,—23. sept.): Eitthvað veldur
þér dálitlum kvíða; en á því átt þú enga sök.
Fimmtudagurinn verður einkar skemmtilegur og
viðburðarrríkur, en ekki er víst að helgin verði að
sama skapi skemmtileg, nema þú umgangist kunn-
ingja þina af mestu varfærni. Það er engum til heilla að hugsa
eingöngu um sjálfan sig.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þessi vika er
kvenþjóðinni til mikilla heilla, en karlmönnum því
miður til ama. Kvenfólkið mun eiga sæla daga,
einkum þær ógiftu og lausu, en þunglyndi og skap-
vonzka mun hrjá vesalings karlmennina. En eitt
er karlmönnunum til bóta, gott er að hefja framkvæmdir í
þessari viku.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú munt ráðast
í eitthvað fyrirtæki og munt mæta töluverðri and-
spyrnu, en láttu það ekki buga þig. Ef áform þitt
nær fram að ganga, mun ef til vill einn óskadraum-
ur þinn rætast, þótt síðar verði. Þér mun hlotnast
óvænt peningaaukning, vinningur í happdrætti, arfur, eða
annað. Happalitur blátt og fjólublátt.
Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Það eru ekki
mörg ský á hamingjusimni þínum þessa viku. Þér
mun vegna vel í vinnunni og hvarvetna mun ham-
ingjan leika við þér. Þó skaltu fara varlega, ef þér
verður boðið í samkvæmi, því að þar eru líkur á að
þér verði á axarskaft. Heillalitur er gult fyrir kvenfólk.
GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Vikan verður
fremur skemmtileg og viðburðarrik. Þú verður
alltaf á þönum og ef þú hefur þig allan í frammi,
munu vinsældir þínar aukast til muna. Liklega
muntu fá bréf seinni hluta vikunnar, sem kemur
þér illilega á óvart. Vertu sem minnst heima hjá þér, því að
þú munt fá tækifæri til að kynnast heilmörgu fólki. Heilla-
tala 9.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Þú skalt
forðast að tjá um of tilfinningar þinar í þessari
viku. 1 peningamálum áttu þér andstæðinga, sem
koma ef til vill illa fram við þig og óheiðarlega. En
ekki er þar með sagt að þú komir sjálfur heiðarlega
fram í þessu máli. Sýndu vinum þínum af hinu kyninu mikla
nærgætni.
Fiskamerkiö (20. febr,—-20. marz): Þótt ekkert
gerist þessa viku, skaltu samt láta hendur standa
fram úr ermum. Þú mátt ekki alltaf gera ráð fyrir
að skemmtanir og lystisemdir séu á næsta leiti.
Þess vegna skaltu njóta sem mest samvista við
fjölskyldu þína og nánustu kunningja. Heillatala 9.