Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 8
I
KJÖLFAR
JÓNS
INDÍAFARA
svaðilförum, þótt illa horfði, —
þakkar það raunar bænum móður
sinnar og trausti sínu á handleiðslu
guðs, en þess ber að geta, að hann
ritar Reisubókina ekki fyrr en á
gamals aldri og hefur þá að öllum
likindum tekið aðra afstöðu bæði
til lifsins yfirleitt og eigin lífs en
hann hafði, þegar hann svam á
sætrjám með útlenzkum og var enn
í broddi lifsins, heill og hraust-
menni. Og sé þetta rétt til getið,
þarf það því ekki endilega að vera
sjálfshól eða karlagrobb Jóns, eins
og sumir, sem um hann hafa ritað,
vilja láta að liggja, er hann segir
frá þvi, að hann einn var æðrulaus,
er aðra bilaði.
UPPHAF FARMENNSKU
JÓNS INDÍAFARA.
„Bar svo við um vorið fyrir kross-
messu, að eitt engelskt skip upp á
um 50 lestir sleit upp við Vest-
mannaeyjar í miklum stormi og
hleypti inn á ísafjarðardjúp, og
lögðust fram undan þeirri veiði-
stöðu, er Rómaborg nefndist, hvar
ég var til fiskiútvegs ...“
Auðsætt er af frásögn Jóns, að
hann hefur þá um skeið haft hug
á að hleypa heimdraganum og
framast erlendis, en það mun hafa
verið því nær einsdæmi um unga
almúgamenn i þann tíð. Ber því enn
að sama brunni, að hann hafi verið
gæddur stórhug og áræði umfram
meðallag. Þegar svo hið engelska
skip varpaði atkerum skammt und-
an þeirri veiðistöðu, hvar hann var
til fiskiútvegs, mun honum hafa þótt
sem tækifærið væri lagt upp í hend-
ur sér og mætti hann ekki láta það
ónotað. Reri hann og félagar hans
að skipinu og gengu um borð. Skip-
herra tók þeim vel, og er ekki að
orðlengja það, að Jón „réðst til fars
og útferðar með þessum manni“ og
tnátti flytja með sér eins mikið góss
og hann vildi, en skyldi greiða skip-
herra tíu dala virði, þegar til Eng-
lands kæmi. Þremur dögum siðar
hitti hann móður sina „og kunn-
gjörði henni slíkt, sem til var fallið,
6n með því henni var þessi minn
Setningur fyrir löngu alkunnugur,
féll henni ekki þetta í þyngsta lagi
Og lét viljuglega mig því ráða“.
Skildist hann svo við móður slna,
„Jónesmessukvöld um náttmál“. Var
hún þá 68 ára að aldri, og eflaust
hefur henni verið sár kveðjustundin,
en þekkt svo son sinn, að hún vissi
tilgangslaust að reyna að telja hon-
um hughvarf, enda höfðu þeir eng-
an árangur, sem reyndu.
IGLINGIN til Englands gekk
stórtíðindalaust. Hrepptu þeir
að visu veður stór, og tók
farm út af þiljum, meðal ann-
ars lýsistunnu, sem Jón hafði í fari
sinu að heiman. Fróðlegt hefur Jóni
þótt að kynnast þessum nýju félög-
um sinum og framandlegu hátterni
þeirra, sem von var. „Einn maður
var þar innan borðs, Rúben að
nafni,“ segir hann. „Hann sá ég
fyrst tóbak með hönd hafa og hvert
kvöld taka og þá list að læra gjörð-
ist minn lilsagnari“. Jón tefldi
kotru við stýrimann og glímdi við
hann, hafði betur í kotrunni, en
veitti miður í glímunni, og gerði
stýrimaður sér dátt við hann. En
skipstjóri, sem virðist hafa verið
sómamaður mesti, varaði Jón við
honum, „kvað hann misjafnlega
bæði sér og öðrum reynzt hafa“.
Fól skipstjóri bátsmanni umsjá með
Jóni og hét þeim góða dreng þóknun
fyrir, — vissi sem var, að lítt þekkti
þessi ungi og kjarkmikli farþegi
hans veröldina eða kunni við mis-
jöfnum manni að sjá, borinn og
barnfæddur við afskekktan út-
kjálkafjörð á fslandi.
Þeir tóku land í Yarmouth á Eng-
landi. sem Jón kallar Jarmóð, — fer
þar likt að og Fjölnismenn og Guð-
brandur Vigfússon, doktor i Oxford
siðar, að islenzka erlend staðaheiti
með hljóðh'kingu i stað þess að
þýða þau — eða þá að halda er-
lenda heitinu óbreyttu, og heldur
hann þeirri venju í Reisubókinni
yfirle'tt. Á sunnndagsmorgun gekk
skipherra til kirkju. ..f hann tíma
voru har í .Tarmóð ei fleiri kirkixir
utan sú ein. Hún var geystistór með
háum turni, í hverjum að voru mikl-
ar klukkur, sem frábært hljóð af
sér gáfu og vitt umkring heyrðust.“
Þeaar þess er gætt, að jafnan verður
það mest i endurminningum heima-
alninga, sem þeir líta fvrst, þegar
þeir koma út fyrir landsteinana, og
um leið, hvílikur reginmunur hlýtur
að hafa verið á hinni steinmúruðu,
engilsaxnesku stöpulkirkju og torf-
kirkiunnm við fsafjarðardiúp. hlýt-
ur þessi umsögn Jóns að teljast
næsta hófleg.
Frá Yarmouth sialdu þeir suður
til Harits fHarwichl, heimahafnar
skipsins, og var þar vel fagnað.
Fékk .Tón har forsmekkinn af bæði
hetri og lakari sérkennum lífsins
úti i löndnm. Sæmund Kock, „einn
ríkur maður ... miög kunnugur hér
í landi“. hélt áhöfninni dýrlega
veizlu. Ungar meyjar leiddu .Tón í
kirkju og sýndu honum og buðu
honum heim til sinna foreldra, en
um kvöldið lét Sæmund fjóra menn
fylgja gestum sinum gegnum skóg-
inn milli þorpsins og elfunnar, þar
sem skip þeirra lá, og „sakir morð-
ingja og ránsmanna“ var þeim
fyrirskinað að tina grjót i hatta
sina. Við eitt steinkast urðu þeir
og varir.
Ekki vildi Sæmund Kock verða
við þeirri bæn Jóns að ráða hann
Framhald ð bls. 30.
með nýju sniði,
Fundarlaun:
Ef þér, lesandi góður, þekkið einhverja stúlku, sem þér telj-
ið þeim kostum búna, að duga megi í fegurðarsamkeppni, þá
fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann dómnefnd feg-
urðarsamkeppninnar, box 368, Reykjavík. Seðlinum þarf að
fylgja mynd af hinum væntanlega þátttakanda og á bak mynd-
arinnar ber að skrifa nafn þátttakandans og sendanda ásamt
heimilisföngum. Þess ber að geta, að hinar aðsendu myndir
verða þó ekki birtar í blaðinu. heldur mun það sjálft annast
allar myndatökur af þeim, sem taka þátt i keppninni.
Sá, sem er svo snjall að benda okkur á þá stúlku, er kjörin
verður „Fegurðardrottning íslands 1961“, fær verðlaun:
Flugferð til Kaupmannahafnar og heim aftur.
Sá, sem bendir okkur á þá stúlku, sem hafnar i öðru sæti,
fær að verðlaunum kr. 400,00, og sá, sem bendir á hina þriðju,
fær kr. 300,00. Vegna hinnar fjórðu verða borgaðar kr. 200,00
og 100 vegna hinnar finimtu, eða samtals kr. 1000,00 í auka-
verðlaun.
Dómnefnd fegurðarsamkeppninnar. Box 368, Reykjavík.
Ég leyfi mér að mæla með ungfrú
til þátttöku í Fegurðarsamkeppninni 1961.
Heimilisfang hennar er: ....................................
Fæðingardagur og ár: .................... Hæð ca. ...,......
Nafn sendanda: .............................................
Heimilisfang: ..............................................
Sími: ...........
M u n i ð :
— að seðlinum þarf helzt að fylgja mynd af ungfrúnni
— að þátttakendur verða að vera á aldrinum 17—28 ára og ógiftar
■— að frestur til að skila tillögum er til 31. marz
— að umslögin ber að merkja með „Fegurðarsamkeppni 1961“.
Q vikak