Vikan

Tölublað

Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 12
FYHSTI KAFLI. „Halló!" Bob heyrði rödd föður síns í sfmanum um leið og honum tókzt að skella aftur klefahurðinni. Hún var hviklæst og sífellt staut við hana að fást. „Halló, pabbi, það er ég ... Við erum að koma úr prófinu, við Bernhard. Ég hringi til þin héðan úr kaffihúsinu. Við erum búnir að sjá niðurstöð- urnar. Já, allt I stakasta lagi. Ég er sloppinn I gegn.“ Hann furðaði sig á sinni eigin rödd. Hve hún var djúp, þreýtuleg og hfeimvana. Rödd gamals manns ... Rómur föður hans var fágaður, alvar- legur, kannski hel/.t til mjúkur. „Halló? Já?“ Enn hrökk klefahurðin upp. Bob sá hvar Bern- ard sat hjá Odettu eins og þegar hann hvarf frá þeim. Auðvitað mátti ekki láta þau ein andartak, svo þau færu ekki að kjassa og kyssa hvort ann- að. Bob starði á ,marmaraplötu borðsins, sem Odetta hvildi nakirin arm sinn á. Armur hennar var fagurbrúnn og hún bar silfurkeðju um úln- liðinn. „Jú, vitanlega hlusta ég á þig, pabbi. Nú læt ég þessu öllu lokið. Ekki nein heimskulæti fram- ar. Nú er ég einmitt að byrja lífið. Jæja, vertu sæll, pabbi, og þakka þér fyrir. Sjáumst von bráð- ar.“ Fólk kemst oft þannig að orði, að þetta sé orðinn fullþroska maður. Rómur fullþroska manns er dálítið smeðjulegur, það heyrist jafnvel þegar hann talar í síma. Bob hugleiddi oft hvort hann gerði ekki föður sínum rángt til, þar sem það ætti einnig fyrir sjálfum honúm að liggja að verða fullþroska maður. Reyndar var dagur og vika Adalpersónuif4 sögunnnr; Alain þangað til. Faðir hans hafði sagt: „Þetta próf er upphaf alls fyrir þig. Nú ert þú orðinn maður — fullþroska maður.“ „Þú kemst ekki há, að feta í fótspor þeirra," mundi Alain hafa sagt. Bob langaöi til að ganga fram fyrir, en brast kjark til þess. Hann stóð á öndinni, rétt eins og hann væri að koma í markið að loknum snörp- um skriðsundspretti. Bernard og Odetta vöfðu hvort annað örmum, og hann heyrði kurr þeirra: „Ég elska þig! Ég sé ekki sólina fyrir þér!“ Það var ákveðið að þau gengju í hjónabandið eftir þrjá mánuði. „Og þá verður nú úti friðurinn," mundi Alain segja. Ný framhnldssagA Alain! Alltaf Alain! Sí og æ þessi opinmynnti skynsemispostuli, sem lagði orð í belg. Bob gat séð hann fyrir hugskotssjónum sínum. Hann heyrði meira að segja spott hans í eyrum sér. „Farið þið ekki að koma?“ kallaði unglings- piltur með ljóst, úfið hár um leið og hann gekk fram hjá elskendunum, sem sátu önnum kafnir við atlot sín. Bernard blés mæðinni. „Komum á stundinni," svaraði hann. „Bigum við ekki að bíða eftir Bob?“ spurði Odetta. Þjónninn kom á vettvang. Bernard greiddi fyrir drykkina. „Ég geri varla ráð fyrir að hann komi með Clo Bob okkur,“ sagði hann við Odettu, sem lagfærði lokka sína og lét hringla í armbandinu. „Þú veizt að hann hefur forðast alla síðustu tvo mánuðina." „Er eitthvert ósamkomulag á milli hans og ykkar?“ spurði ljóshærði pilturinn. Hann sneri baki við simáklefanum. Bernard kinkaði kolli, dálítið vandræðalega. Pilturinn skyggði á svo að Bob gat ekki virt fyrir sér fritt andlit Odettu eða séð sólbrenndan arm hennar og marmaraplötuna á borðinu, en hins vegar gat hann séð svipbrigðin á andliti vin- ar síns, Bernards, þegar pilturinn vildi ekki láta af forvitni sinni: „Nú, hvað er það eiginlega, sem að Bob gengur?" Odetta reis á fætur og gekk í átt til dyra. Bernard laut höfði, vandræðalegur; vissi, að hann varð að svara einhverju til. „Segi þér það seinna. ... Farðu til hinna. Ég reyni að fá hann til að slást í hópinn. En ég lofa ekki neinu um það.“ „Allt í lagi.“ Bob spurði sjálfan sig hvers vegna hann væri að hangsa í tóbaksstækjunni þarna í símaklefan- um. Loks tók hann rögg á sig og gekk út. Guð minn góður, hvað hann vað þreyttur. Einungis það að hengja upp talnemann og loka klefahurðinni — slíkir smámunir voru honum erfið raun. Hann varð sér þess meðvitandi að hann brosti, dapurt og þrjózkulega. Bernard stóð frammi fyrir honum. „Náðirðu sambandi við gamla manninn?" ,.Já. Honum kom þetta alls ekki á óvart, það get ég sagt þér. Hann treysti alltaf á það.“ Rödd- in varð hreimmýkri en hann kærði sig um. „Maður verður fyrir smávægilegum vonbrigðum nokkr- um sinnum, og síðan kemst allt í samt lag.“ Hann fylgdist með Bernard út fyrir. Bernard virtist hugsi. Mic 12 VIKAN

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (09.03.1961)
https://timarit.is/issue/298402

Tengja á þessa síðu: 12
https://timarit.is/page/4436878

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (09.03.1961)

Aðgerðir: