Vikan


Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 16
ÍÓNGAFÓLK. Allt til að auka ánæj- una. Og oft er hægt að hafa gaman af kóngafólki á einn eða annan liátt. Hér eru þá komnar tvær Margarethar prins- essur og báðar sænskar. Einnig eru þær báðar laglegar og það er ávallt gleði- efni fegurðardýric- andi mannkyni. Það sem skilur á milli þessara tveggja prinsessa eru 50 ár því önnur myndin er tekin 1910 en hin 1960. Takið eftir því að uppstillinfein er alveg sú sama á háðum. FÓLK Á FÖRNUM VEGI MANNLÍF r> Þessi drengur getur ekki gert sér mildar vonir um framtíðina. Hann er úr hópi einnar milljónar flóttamanna, sem lnfst við í nálægum Austurlöndum. Enda þótt liðin séu rúmlega 12 ár frá lok Palestínustríðsins, eru flóttamenn þetta fjölmennir. Sam- einuðu þjóðirnar hafa unnið mikið starf til þess að ieysa vanda þessa fólks. Matargjafir, læknishjálp og fatagjafir auk annarrar aðstoðar gerir þeim lífið bærilegra og er þó iangt frá bvi að þau lifi mannsæmandi lífi. Mikið vandamál er fáfræði fólksins og þyrfti gifurlegt átak til þess að lyfta því á hærra menningarstig. — OG VAR HANN AFREND'- UR AÐ AFLI. — Þessir náungar hérna á myndinni eru fegurðarkarlar Þýzkalands. Þeir eru all-vöðvastæltir og ítur- vaxnir og spengilegir, en samt sem áður finnst sumum þetta vera fullmikið af því góða. Og eitt er víst, að þetta kostar enga smáþjálfun. Við tókum myndina með okkur í smáferðalag og spurð- um nokkrar stúlkur, hvort þeim fyndist þeir ekki glæsilegir. Og þær svöruðu því til, að þeim fynd- ist þetta allt of mikið og úttútnað. Okkur datt einnig í hug að athuga auglýsingar um vöðvastælinga- kerfi og þar bar allt að sama brunni. Lofað var gífurlegum líkamburðum á skömmum tíma. Að okkar viti er ekki nema einn maður af Þessum kerf- ismeisturum, sem lætur sig nokkru varða heilsu- eða van- heilsuáhrif þessara vöðvastælinga. og það er Charles Atlas, enda langgeðugastur á að líta og flokk- ast varla undir ofsavöðvameistar- * ana. MAÐUR ÁN ANDLITS — SERAFINO CONCAS. í 53 ár lifði hann skuggalífi. Og ástæðan til þess er sú, að hann var svo afskræmd- ur í framan að fólk varð dauðskelkað við að sjá hann. Þannig dró hann fram lífið án þess að hafa nema mjög takmarkað sam- neyti við annað fólk. En einn góðan veð- urdag bar að ferðamenn í fæðingarþorpi hahs, og þeim varð svo mikið um, að þeir ákváðu að reyna að gera það sem í mann- legu valdi stæði til þess að hjálpa mann- inuum. Og það varð úr að hann komst undir læknishendur og gerður var upp- skurður, sem varð til þess, að hann gat látið sjá sig á almannafæri. Myndin hér að neðan er tekin eftir upp- skurðinn. Maðurinn sem kom þessu öllu til leiðar og sá um fjárhagshliðina hét Otto Lehmann og var frá Basel í Sviss. 16 vuem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.