Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 4
Heigi Sæmundsson Marzgreinin Gægzt á sex glugga RÍKUR ÞÁTTUR. íslendingum er sannarlega mikil nauðsyn að nema tungur annarra þjóða. Með þeim hætti verða eyjar- skeggjarnir norðan úr höfum vinnu- færir og samkvæmishæfir á heims- vísu, einangrunin hverfur, fjarlægð- irnar skipta litlu eða engu máli framar, öryggi kemur í stað minni- máttarkenndar, og menntun leysir heimaalningshátt af hólmi. Þess vegna htýtur tungumálanámið að vera ríkur þáttur í islenzku fræðslu- kerfi, enda er svo. Hins vegar gæti hugsazt, að framkvæmdin stæði til bóta. Málakunnátta mun algengari á íslandi en viða annars staðar. Hér fer naumast eftir stéttum, að menn séu sæmilega læsir á erlendar tung- ur. Sumir íslenzkir bændur geta dá- vel rætt við menntaða útlendinga á- hugamál þeirra, og sömu sögu er að segja um annað vinnandi fólk. Samt láta flestir sér nægja að lesa blöð og bækur á öðruin málum, enda er framburðarkennsla að kalla ný af nálinni nema þjájlfun og heimS- mennska þeirra, sem dvalizt hafa í útlöndum við nám eða starf. Bók- menntunin segir hér til sfn enn einu sinni. íslendingar læra yfir- leitt fyrr að lesa erlend mál en tala þau eða skrifa. Viðhorfin breytast að sönnu í þessum efnum með stór- aukinni skólagöngu, en það tekur sinn tíma. FURÐULEG SÉRSTAÐA. Móðurmálsnámið er sér á parti. Alþýðumenntun íslendinga má heita til fyrirmyndar, ef íslenzkukunn- áttan er undans'kilin. Oft skortir mikið á, að greindir og gegnir menn, sem hafa orðið sér út um margs konar almenna þekkingu, séu sendi- bréfsfærir á mælikvarða stafsetn- ingarinnar. Allir vita, hver lands- skömm flámælið og hljóðvillan er, en þó fá skólarnir ekki rönd við reist. Og jafnvel kunnir og víð- Iesnir rithöfundar eru ekki þeim vanda vaxnir að stafsetja móður- málið rétt, svo að varla er von, að jicir hafi orðaval eða stíl frábær- lega á valdi sínu. Meginorsök þessa er kannski sú, að enn vantar skemmtilega greinargóða kennslu- bók i íslenzku, þar sem unglingar geti lært aðalatriði á minnisstæðan hátt og kynnzt móðurmálinu lífræn- um skilningi. Snjöllustu rithöfundar okkar munu fæstir kunna málfræði- reglurnar, sem verða unglingum fótakefli á landsprófi. Aftur á móti kunna þeir skil á hinu, sem eftir situr, þegar ófrjóar reglur utanbók- arlærdómsins falla i gleymsku. Annars skal hér ekki rætt um ís- lenzkunámið, þó að það sé tvimæla- laust grundvöllur þess, að aðrar tungur lærist, og megi því sízt liggja i þagnargildi. En málfræðingum okkar ber skylda til að semja um- rædda kennslubók i íslenzku. — Vandinn ætti ekki að vera öllu meiri hér en annars staðar. GÆGZT Á OF MARGA GLUGGA- Höfuðgalli tungumálanámsins i íslenzkum skólum virðist sá, að nemendum sé ætlað að gægjast á of marga glugga. íslendingar gera sér ekki nægilega ljóst, hvað það er miklu meira virði að kunna tvö eða þrjú tungumál fast að því til hlitar heldur en hrafl í fimm eða sex. Skólarnir eiga að hafa vit fyrir fólki um þessa hluti, en því fer fjarri, að svo sé. Margra vetra tungu- málanám í framhaldsskólum er jafn- vel sýnu ófullkomnara en sú kunn- átta, sem fæst á mun skemmri tima á námskeiðum eða i einkatimum. Skýringin er aðeins ein: Skipulagi þessara mála hefur ekki verið komið í viðunandi horf. Tungumálsnámið í menntaskól- unum ætti sennilega að miðast við islenzku, ensku, dönsku og latínu og að nemendurnir verði lesandi, talandi og skrifandi á þessar tung- ur. Þekking venjulegs islenzks stúd- ents í móðurmálinu er iðulega fjarri lagi, og þá er auðvitað ekki við góðu að búast um þær erlendar tungur, sem hann hefur grautað i, en aldrei numið grundvallarskilningi. Hann flikar raunar prófi í málunum, sem áðan voru talin, en á þó langt i land að skríða úr hreiðrinu, hvað þá að vera fleygur. Þekking hans er hrafl en ekki kunnátta. Hann hefur gægzt á sex glugga, en litið eða ekkert kynnzt vistarverunum bak við glerið. Enskan er svo nærri þvi að vera alheimsmál, að menntaður nútíma- maður kemst ekki af án hennar. Is- lendingar hljóta einnig að læra Norðurlandamál til að vera sam- talshæfir við nágranna og frændur og afsanna, að þeir séu búsettir vest- ar á hnettinum en lega eyjarinnar segir til um, en þá mun danskan efalaust koma okkur að mestum notum, enda var Danmörk tengd sögu okkar og menningu um langan aldur. Latínan er lykill að Suður- landamálunum, svo og enskri tungu, og þess vegna ólikt ráðlegra að nema hana til árangurs heldur en læra hrafl i henni, frönsku og þýzku. Gildi latinunnar er þvílikt, að eng- um þarf að dyljast. Hún er eins konar liftaug vestrænnar menning- ar. KUNNÁTTA EÐA HRAFL. En hvað þá um skólana, þar sem kennd eru tvö erlend mál tvo eða þrjá vetur?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.