Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 16
Ný framhaldssaga Saga þessi gerist meö- al æskufólks í París. Ungur námsmaður, Bob Latellier, kernst fyrir einkennilega ’hendingu í kynni viö Alain nokk- urn, furöulegan mann, sem gengur undir nafninu ,.skynsemispostulinn“ meöal félaga sinna — og Bob fær brátt aö reyna aö þessir félagar eru ekki siöur furöulegir en Alain sjálfur; aö minnsta kosti ólíkir því sem Bob á aö venjast. Meöal þeirra eru nokkrar ungar stúlkur, frjálsar í fasi og hisp- urslausar. „Ée: er hræddur um ekki.“ ...Tæja. þarna sérðu." Þá fæ ég mér steypibað, en þú tekur sprett við lesturinn." „Því ekki? Vinnan er bezta steypibaðið." ..Það liggur við að ég heyri rödd föður míns í eyrum mér. Og hún er mér tákn alls þess. sem . . veldur mér slíkum óþægindum og leiða, að mig langar mest til að reka upp öskur. Hvers vegna erum við svona farnir? Hvað hefur síðasta kvnslóð eiginlega gert okkur? Læturðu þér nægja að öiöa eftir Godot?" „Ég sá ekki þann sjónleik Becketts, og guði sé lof fyrir það. Ég hef meir en nóg að brjóta he’lann um.“ Bob var í þann veginn að svara. þegar rödd móður hans barst úr næstu stofu. „Kvöldverður- inn er borinn á borð, drengir!" Bob hafði varla lokið við að þvo sér hendurnar, þegar s'minn hringdi. Hann heyrði móður sína sva'-a hárri röddu. „Ó Casimir, kemurðu ekki heim i mat? Og ég sem þarf nauðsvnlega að tala við big. Þetta hefur allt gengið öfugt í dag. og Þú hefur aldrei mátt sjá af bílstjóranum við mig ... Hvað seg- irðu — taka leigubíl? Þakka þér kærlega, bú veizt að ég hata leigubíla. Hlustaðu nú á mig, Casimir .. Ó, hann er farinn úr símanum!" Hún sneri sér að syni sínum og félaga hans og virtist öldungis úrvinda. „Þetta er meiri ólánsdagurinn á allan hátt." stundi hún. ...Tá. ég fer nærri um það.“ svaraði Bernard hæðnislega. „Lifið er þraut og bjáning." Hann sneri sér að Bob. veitti því athygli að hann brosti ekki og gaf honum olnbogaskot í glett.ni. „Hugsaðu skýrt. en rólega, vinurinn." „En hve þetta er allt dásamiega einfalt," mælti Alain Clo Bob glaðlega. „Ég get séð þetta allt á skjaldar- merkinu . . . Á skjaldabmerki þeirra, sem rakið geta ættir sínar til krossferðariddara. Það er göf- ugt tákn. . .“ „Nú líður þér betur, sé ég er. Þú gerir þó að gamni þínu. Kemurðu í „Kiltinn" á eftir? Öll klíkan mætir þar." „Nei, þakka þér fyrir. Ég ætla að skreppa út með kunningja minum. Nei, ég get ekki tekið hann með mér þangað, hann mundi eyðileggja sam- kvæmið. Hann samræmist ekki stílnum, viður- kennir ekki millistéttar-áhyggjur okkar og allt það." Bob smellti gómum. Bernard furðaði sig á þvl, að allt i einu brá aðdáunarglampa fyrir í aug- um hins unga Letelliers. „Einhver vigreifur vinstrisinni, geri ég ráð fyrir?" „Nei, alls ekki. Þar ferðu villur vegar. Til þess er hann allt of vel gefinn. Hann lætur sér ekki nægja það eitt að öskra." ..Hvað gerir hann þá?“ spurði Bernard, dálítið móðgaður, en um leið með áhuga. „Ekki nokkurn skapaðan hlut," svaraði Bob, s;gri hrósandi. „Alls ekkert. Geturðu gert þér það lióst, að það þarf meira en lítið til þess að gera ekki neitt. en hafa samt í sig og á, í Parísarborg árið 1958?“ ,.En spennandi," glotti Bernard, „en við látum kvöldverðinn kólna og ég er allt of mikill milli- stéttarmaður til þess, að ég vilji láta móður þína bíða." Bob óttaðist að hann kynni að hafa móðgað vin sinn, og sló vingjarnlega á öxl honum um leið og þeir gengu inn i borðstofuna, en vinur hans lét sem hann yrði þess ekki var. Það var dauflegt við borðið, þrátt fyrir hjal frú Letellier og þótt gremja hennar hefði óðara rokið út í veður og vind. Bob lauk máltíðinni í skyndi og kyssti móður sína þegar hún hóf þul- una: „Langar ykkur ekki í kaffi? Hvers konar asi er þetta, þegar þú hefur allt kvöldið fyrir þér? Komdu nú ekki allt of seint heim og gerðu ekki neinn hávaða. . . og mundu eftir að slökkva ljósið í ganginum. Fer Bernard ekki með þér?“ Hún er ekki slæm í sér, hugsaði hann, þegar hann gaf leigubílstjóranum merki um að nema staðar, bara dálítið þreytandi. Bernard hélt leiðar sinnar gangandi. . Tabac de Trocadéro!" Hálfri klukkustundu síðar gengu þeir Alain inn í húsakynni greifahjónanna, de Vaudrémont. Gleðin var þegar komin í algleyming. Hand- Bob Mic töskur, frakkar, kápur og úlpur lágu í hrúgum frammi í anddyrinu, sem skreytt var gömlum vopnum og forfeðramálverkum. Þeim utanyfir- fötum og töskum, sem ekki komust fyrir í and- dyrinu, hafði verið fleygt inn í lítinn hliðarsal, sem þiljaður var Ijósgráum viði og var með ein- um mjóum glugga, sem vissi út að garðinum. ■Stundu síðar laumuðust tveir piltar inn í þennan salarkima, annar seytján ára, hinn átján; annar á bláum gallabuxum, síðhærður og skeggjaður, hinn vel klæddur og vel til hafður, eins og þeir Bob og Bernard. Þeir tóku að leita í vösum yfir- hafnanna og i töskunum, fimum fingrum. — Hélt annar vörð, en hinn leitaði og skiptust á. „Nokkuð, sem máli skiptir, Lou?“ „Sama og ekki neitt. Guy minn góður." tuldraði sá skeggiaði. „Á ég að standa vörð andartak? Ég var að finna farmiða. . .“ „Allt í lagi. En mér finnst þetta andstyggilegt. Okkur hefði verið eins gott að taka Þátt í drykkj- u’mi. Kvöldið er eyðilagt, og ekkert í aðra hönd!" Þegar þeir komu inn í anddyrið, mættu þeir rióðleitri stúlku með flókið hár, sem rétt í Þessu hafði verið að enda við að kvssa pilt á svipuðu S. reki. fast og lengi og hraðaði sér nú fram til að hregða sér í yfirhöfnina. „Ertu að fara strax, Muriel?" spurði Guy. ...Tá. mamma heldur að ég hafi verið að snæða kvöldverð með Laure. Blessaðir". Pilturinn, sem bar flekki eftir varalit hennar um munninn, leit í áttina að salarkimanum og kinkaði kolli. „Voruð þið að athuga dótið?" spurði hann ,.Þú átt kollgátuna." svaraði Lou hryssings- leea. „Þetta er lióta lífið! Ég er orðinn svo sár- ieiður á bessu öllu saman. að ég veit ekki nema ég fari að vinna án Þess að spyrja um launin." „Þið eruð kjánar. það er allt og sumt. Þið mátt- uð vita það. að Þau láta ekki neitt liggja á glám- bekk Kunningjafólk Clo hefur vaðið fyrir neðan sig. Það er veraldarvant." „Farðu norður og. . ." Guv hélt inn í aðalsalinn, þar sem gleðin stóð sem hæst. Húsgögnunum hafði verið ýtt upp að veggjunum, á milli hárra glugganna, sem v’ssu út á svalirnar. Allmargir af gestunum döns- uðu af kappi eftir æsandi tónlistinni, en áhorf- endurnir ráku upp rauðskinnaóp og klöppuðu saman lófunum eftir hljóðfallinu. Alain og Bob höfðu tekið sér sæti á legubekk rétt við skenkinn; þeir urðu að hrópa hvor í annars eyra, svo mikill var hávaðinn Nokkrir af piltunum höfðu brugið sér úr jökkunum, tekið af sér hálsbindin og hneppt skyrtunum frá sér, en stúlkurnar farið úr skóm ng sokkum og dönsuðu nú berum fótum á gljáðu harðviðargólfinu. Bob, sem var farinn að finna dálítið á sér, sá p:lt og st.úlku i opnum dyrunum að fatageymsl- T-ini. Drengurinn, sem varla var meira en fjórtán eða fimmtán ára, var svo ölvaður, að hann mundi ekk; hafa getað staðið á fótunum ef stúlkan, sem var bolluleit og með óliðað hár, hefði ekki stutt hano. Svipur hennar var armaæðulegur. „Francois", æpti hún, ,,þú verður að fá þér kalt steypibað. Það er eina ráðið til þess að þú jafnir þið“. „Hvort þó í þreyfandi •— sá hefur sopið á“, mælti Guy með aðdáun. Pilturinn var auðsjáanlega mjög miður sín. Hann gat ekki hugsað nema eina hugsun. „Ég vil vita hvar við erum stödd", tuidraði hann. „Ég er búin að segja þér að ég veit það ekki sjálf“, svaraði stúlkan og ræksti sig. „Ég kom hingað með einhverjum náunga. Ó, fjandinn hafi það, ég er búin að fá meira en nóg af þessu öllu FORSAGA 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.