Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 8
A Einniana konur á miðjum aldri, sem ekki geta lengur státað af hylli karlmanna, fara á Bal Népire. Þangað koma spengilegir negr- ar og þær gömlu eru ákaflega hamingju- samar í örmum þeirra. Dansmeyjar eru t> skemmtiatriði númer eitt í París. Oftast eru það fremur snotrar stúlkur, sem dansa í sviðsljósinu, en sjálfur dansinn er ósköp fá- breytilegur og þreyt- andi að horfa á hannj til lengdar. * Næturlíf í París stund á bakvið með vinum sínum hinum amerísku, sem sýndust kunna allvel að meta staðinn. Við höfðum ekki ýkjalanga við- dvöl þar í svælunni og gengum nið- ur undir Place de- Clichy í hæglátu Parísarregni. I.jósaauglýsingarnar glitruðu og spegluðust í blautum götunum: Slriptease — Cabaret — Bezta „show“ á jörðinni — Nektar- dansar djarfastir hér — og svo framvegis. Dyravörður í einhverri kjallarabúllu kallar til mín: Vill monsieur líta inn. Monsieur er kannski þýzkur? Við elskum Þjóð- verja hér. Þeir vita hvers virði lífið er. Oh, lebemenschen. — Nei, monsieur var nú bara ís- lenzkur og svo var þarna annar sænskur einhvers staðar í grennd- inni. — Monsieur talar kannski ensku? Hvort ég vildi ekki líta á dansmeyj- arnar: Bare backsides, bellies and breasts — Oh-la-la. — Jæja, eru þær með ber brjóst og bök? Annað eins höfum við nú séð, lasm. Annars getum við svo sem gert það fyrir þig að líta inn. — Já, monsieur mun áreiðanlega ekki sjá eftir því. Það eru amatörar hjá okkur. Allir vilja sjá amatöra í nektardansi. Gerið svo vel. — Amatörar sagðirðu, eru það viðvaningar í þessum göfugu lípoppasýningum? — Það eru ])ær, sem hafa ekki atvinnu af ])vi að dansa. Það eru afgreiðslustúlkur úr búðum eða skrifstofustúlkur, já eða giftar kon- ur, sem næla sér i aukaslcilding með þessu — og oftast veit eiginmaður- ínn ekkert um það. Monsieur hlýtur að sjá, að j)að er miklu skemmti- Iegra að sjá þær afklæðast heldur en liinar, sem hafa það að atvinnu. Við gálum ímyndað okkur að svo væri og gengum inn. Þá var ein- hver náungi á sviðinu að kasta hníf- um kringum beran kvenmann, sem bundin var á eins konar hjól. Hon- um heppnaðist nokkuð vel að láta bnifana stingast nærri henni. Blessaðir amatörarnir í nektar- dansinum voru ekki skemmtilegri en svo, að við gengum út, áður en þeir hefðu sýnt listir sínar allar, og var það dyraverðinum til mik- illar hryggðar. Það var liðinn sólarhringur og við vorurn enn á stjái, ákveðnir i því að finna eitthvað nýtt og fram- andi. Við Place de la République kom- umst við næst því að finna venju- legt ball með venjulegu fólki. Þar var ágæt hljómsveit, sem spilaði jazz og við settumst niður til þess að virða fyrir ok'kur fólkið — aðal- lega þó kvenfólkið. — Þær eru nú fallegri í Stokk- hólmi, sagði ég við Sviann. — Jovist, en þær eru öðruvisi hér og það er eitthvað spennandi við það. Það er bezt að nota tæki- færið og dansa — svo var hann kominn með eina franska í fangið. Ég gaf mig á tal við tvær ungar stúlkur, sem sátu við næsta borð og önnur þeirra var sæmilega tal- andi á ensku. Þær unnu báðar á skrifstofu og sögðust sjaldan fara . Framhald á bls. 29. Um þessar mundir er að byrja framhalds- saga í Vikunni, sem gerist í París og lýsir næturlífinu hjá sér- sökum hópi ungs fólks, sem sækir ákveðna staði. í þessari frásögn gefst lesandanum kost- ur á að kynnast nánar þeirri Ijósfælnu veröld, sem lifir og blómstrar í París eftir að sól er setzt. B VJKAN.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.