Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 34
 BLIK er bezta þvottaefnið á markaðnum fyrir allar upp- þvottavélar og auk þess það lang ódýrasta. BLIK gerir létt um vik. BLIK er bezt fyrir brúsann. B L I K er bezt fyrir pelann. BLIK gerir létt um vik. — BeriÖ beztu skartgripi yðar, því að við förum til eftirlætisgilda- skála míns. Beztu skartgripir mínir voru ein- falt hálsband úr ósviknum perlum, sem ég hafði fengið, þegar ég tók stúdentspróf, armbandsúr og arm- band, sem var ættargripur. En það var bara betra, ef hann héldi, að ég hefði fengið arf. Þann misskilning var alltaf hægt að leiðrétta síðar. Ég sat og fiktaði við festina, en tók þá eftir þvi, að ég var ekki ein. Ég hló sigri hrósandi. Við hlið mér sat maður, of nærri til þess, að tal- izt gæti þægilegt. Hann var ítalsk- ur og svo laglegur sem ítalir einir geta stundum verið. — Signorina, sagði hann. Fyrir- gefið mér, en þér eruð svo fögur, að ég fékk ekki staðizt það. Hann kynnti sig sem Francesco Torna- buona markgreifa, og hann þóttist ekki hafa hitt mig áður. Þar sem honum skildist, að ég hefði lokið snæðingi eins og hann sjálfur, stakk hann upp á, að við gengjum út á svalirnar og fengjum okkur kaffi. Ekki fékk ég af mér að vera svo ófín að segja sem var, að ég væri soltin eins og úlfur. Meðan við sát- um og sötruðum kaffið, barst talið að því meðai annars, að hann ætti ættaróðal á Toskanasléttunni með víngörðum, ólivulundum og öllu saman. Það var svo erfitt að stjórna þessu óhemjurikidæmi, að hann neyddist til þess að fara til Kapri með köflum og hvíla sig. — Og hvar eigið þér heima, Marcella bella? spurði hann. Ég kom mér ekki til að segja hon- um, að við ættum bara hornlóð á Svanavatni, svo að ég nefndi búgarð i Texas, þar sem holdanaut og olíu- lindir væru út um allt. Það fór prýðilega á með okkur, og þegar við stóðum upp, vildi hann endilega kynna mér útsýnið ofan af klettunum. Stígurinn upp á út- sýnishæðina var lífshættulegur, og þegar við námum staðar til að dást að klettunum, sem stóðu á víð og dreif meðfram glampandi vogunum, þreif hann mig skyndilega í faðm sinn og kyssti mig af svo eldheitum ákafa, að ég ætlaði að missa jafn- vægið. — Ég verð að fá að hitta yður á morgun, hvíslaði hann. Við skul- um fara i bað hjá Marina Piccola, taka okkur skemmtigöngu og matast síðan. Nú kom mér í hug, að ég hafði mælt mér mót við ríkan og álitlegan mann, sem hét Winthrop Vander- feljer. -— Því miður er ég lofuð annars staðar, svaraði ég mæðulega. — Sendið afboð. — Það get ég ekki. Þetta er landi minn, herra Winthrop Vanderfeiler. Francesco varð þungur á brún. — Hvar ætlið þið að snæða? — í eftirlætisgildaskála hans. — Við sjáum nú til, mælti mark- greifinn ógnandi. KLUKKAN hálfátta daginn eftir hringdi herra Winthrop Vander- feller neðan úr símaklefanum, og ég fór ofan. Hann var enn glæsi- legri en áður, og augun hans bláu Ijómuðu af aðdáun, svo að ég varð alveg í sjöunda himni. Hann tók blíðjlega undir handlegg mér, og við gengum út í stjörnubjart kvöhl- ið. Síðan ókum við í rómantískum hestvagni til gildaskálans, sem hann var svo hrifinn af. Ég get ekki eiginlega lýst því,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.