Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 6
 Place Pigalle, torgið fræga við Montmartre hæðina, þar sem næturskemmtistaðirnir blómstra. Dansmeyjarnar í Lido við Champs-Elysées eru mjög tígu'- legar og það er jafnan margt um stórmenni á þessum dýra næturskemmtistað. Hér sjáum við rithöfundinn Hemingway meðal áhorfenda. Blaðamaður Vikun AÐ VAR aðeins aS byrja aS rökkva, þegar ég steig upp i vagn- inn, sem flytur farþega frá Orly- flugvelli inn til borgarinnar. Vagn- inn var fullur af fólki, flest af því Fransmenn með tinnusvart bár, greitt beint fram. Þar voru líka tvær fiugfreyjur frá Air Franee, báar og glæsilegar og stærri en fiestir karlmenn, sem ég sá þar. Það var eittbvað útlent og fram- ancli við andrúmsloftið og ákaflega ólíkt því að vera í Sólvailabíinum eða Kleppshraðferðinni. Ég get ekki sagt, að mér fyndist glæsileg aðkoma til Parisar; bafði búizt við þvi að aka gegnum glæsi- leg, nýbyggð útbverfi, en nú virtist mér borgin mjög hrörleg þarna í útkantinum. Svo þéttist byggðin og vagninn ók hratt gegnum bellulögð stræti og heidur skuggaleg. Það er mik- ill munur á París eftir að rökkva tekur; byggingarnar eru mun viðfelldnari i sólskini. Ég sagði skilið við vagninn og flugfreyjurnar frá Air France og hraðaði mér til bótelsins, þar sem ég bafði fengið inni. Það var rétt hjá Jáignu á vinstri bakkanmn. Það var í mjög stóru búsi, alsettu barokkútflúri og þungum böggmyndum. Umferðin á götunni fyrir framan húsið var feiknarleg, flestir á þessum hraöskreiðu frönsku bílum og vegfarendur með langt fransbrauð undir hendinm. Það er eittbvað einkennilegt við andrúmsloftið i Paris, eitt- bvað, sem ég bef ekki fundið annars staðar. París er ekki litrík borg. Hiin er öll í gráu, hvítu eða svörtu. Og svo er þessi dularfulla móða yfir henni, sem gerir fjarlægðirnar loftkenndar og óraunhæfar. Þegar sólin skin, verður birtan mjög bvít, en eftir sólarlag hefur maðjur móðuna einungis á tilfinn- ingunni. Það var frekar sóðalegt á hótelinu og mundi ekki hafa verið talið fram- bærilegt hér. Ég undi þar ekki lengi og fór út, þegar ég var búinn að skipta um föt og horfði á mórautt vatnið i Signu líða fram hjá. Karlarnir, sem selja bækur í eins konar hillum þarna á bakkanum, voru búnir að taka saman föggur sínar. Það var hlýtt og notalegt. Ég hitti Svíann þar á bakkanum; sá að hann mundi vera blaðamaður og ávarpaði hann á skandinavísku. Hann var einsamali, ætlaði að kynna sér næturiíf Parísar og skrifa eitthvað um það fyrir vikublað í Sviþjóð. Það talaðist svo til, að við hefðum samflot um kvöldið. — Það er munur að vera hér eða í Stokkhólmi, sagði Svíinn. Hann hét Hans og var rúmlega tvítugur. Jú, mér fannst nú líka, að eitthvað væri það líflegra en í Reykjavík. Hvert ég vildi fara? Jú, mér hafði dottið í hug að' byrja einhvers staðar nálægt Pigalle. Svo veiíuðum við í taxa; hann var gamall og hrörlegur eins og flestir leigubílar i Paris, og bilstjórinn var ekki heldur af ungu kynslóðinni. Samt ók hann með ofsahraða eftir Signubakk- anum og yfir hrúna gegnt Louvre-safninu — síðan hjá Óperunni og upp þröngar göturnar þar til uppljómaðar framhliðar skemmtistaðanna á Pigalle blöstu við. m IÐ sátum lengi á bistro og virtum fyrir okkur Fransmennina, sem fSl komu til þess að fá sér einn gráan áður en þeir færu í rúmðli — eða S / byrjuðu næturlífið. Við vorum staddir á mörkum dags og nætur. Um þessar mundir fara milljónir Parísarbúa að búa sig undir nætursvefn- inn. Það er fólkið, sem vinnur venjuleg störf; byrjar kl. níu á morgnana eða fyrr, borðar hádegisverð og fer að sofa einhverntíma fyrir miðhættið. Þá um leið byrjar dagurinn fyrir fjölda fólks, sem hefur atvinnu, beint eða óheint, af því fræga fyrirbrigði, sem kailað er næturlíf Parísarborgar. Þar er misjafn sauður í mörgu fé: Nátthrafnarnir, sem tilheyra „Paris la Nuit“ og vaka nótt eftir nótt á næturklúbbum og gleðihúsum og enginn veit, hvaðan þeim koma peningar. Svo er það hin vinnandi stétt næturlífsins, venjulegt fólk, sem heldur maskínunni gangandi, þessari risamaskínu, sem byggist á því að gera allar mannlegar freistingar að verzlunarvöru. Markmið þess er einungis að afla peninga, því maskínan er afurðagóð. Þar ægir öllu saman og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það má finna snjalla listamenn og skemmtistaði, sem hafa yfir sér menningarblæ, en miklu auðfundnari eru þó staðir, sem ekkert hafa nema sorann. Það eiga að heita dansmeryjar, sem þar troða upp, en þær geta sízt af öllu dansað og eru oftast gamlar og )ir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.