Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 25
vert að athuga ekki sem bezt hvaða húsgögn uppfylla þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Svo við snúum okk- ur að herberginu, þá er það um inn- réttinguna að segja, að gert er ráð fyrir innbyggðum skáp undir flest- allan fatnað, sem hengja þarf upp. Að öðru leyti er miðað við það, að skapa sem hlýlegast andrúmsloft og er þá svefnbekkurinn með sófaborði og stól þungamiðja herbergisins. Skrifborðið er lítið og þarf í raun og veru ekki að vera stærra, þar sem Það uppfyllir alveg þá kröfur, sem unglingur í skóla getur gert til vinnustað. Kommóðan væri hentug fyrir stúlkur, en er þó líka hentug fyrir drengi, þar sem þeir hafa alltaf alls kyns dót, sem þeir þurfa helzt að hafa á ákveðnum stað. Bnnfremur má bæta við bókahillu og útvarps- borði og ekki væri það úr vegi að hafa nokkur blóm inni hjá sér, þó ekki nema tvö í mesta lagi þrjú, þar sem ekki er gott að sofan innan um mikið af blómum. I næsta þætti verð- ur tekin sérstaklega fyrir lýsing í herbergjum. Tómstundir Nú eru tvær vikur að páskum, svo það er kominn tími til að athuga sinn gang. Þeir sem gera ráð fyrir að fara eitthvert úr bænum yfir páskana geta með litlum tilkostnaði útbúið sér ýmislegt smávegis til að skemmta sér við í páskafríinu, ef veðrið verður eins og það á að vera á páskunum. T. d. er mjög þægilegt að hafa snæskó í lausamjöll. Þeir gera mönnum kleift að fara leiðar sinnar í mjög djúpum og lausum snjó. Snæskórnir eru þannig búnir til að maður fær sér trélista og sveig- ir þá yfir gufu. Þegar endarnir mæt- ast eru Þeir bundnir saman. Það verður að ganga tryggilega frá þeirri bindingu strax. Því næst er seglgarn eða nælonlína strengd á rammann og gæta verður þess að með því ákveður Snæskór. maður endanlega lögun hans. Líkleg- ast er bezt að nota saum við festingu strengjana og allrabezt væri auðvitað að bora göt í rammann og draga strengina þar í gegn. Nú, en sé not- aður saumur, þá er bezt að reka hann hálfan niður og þræða streng- ina um hann. Ekki má festa sauminn að fullu fyrr en maður er alveg ör- uggur að strengingin sé rétt. Reim- arnar sem halda eiga á manni skón- um mega ekki vera breiðari en svo að hægt sé að draga þá í gegn milli strengja. Festingin á reimunum getur verið margvísleg og nefnum við tvö dæmi. Annarsvegar er hægt að festa reiminni undir strengjunum með tveim kóssum eða þá að draga báða enda upp og fest.a þá í lykkju með kóssum. Annars álitum við bezt að láta hvern ráða Því sjálfur hvað hon- um finnst hentugast. —O— Annað til skemmtunar eru snjó- skautar. Það er hægt að nota þá á hjarni. Meðfylgjandi mynd sýnir einna bezt hvernig þeim er háttað. begar þverspýturnar eru settar á verðuú að gera sér grein fyrir hlut- verki þeirra. Fremri spýtan er ætluð til þess að styðja sólann, en sú aftari á að vera rétt fyrir framan hæl og halda þannig skónum föstum á skaut- unum. Þverspýturnar verða að vera jafnbreiðar þeim skóm eða klossum sem notast eiga og er því bezt að hafa þær nógu breiðar þegar maður setur þær á og marka síðan á þær eftir skónum. Þar sem fremri spýtan er ætluð til þess að styðja sólann verður að vera úrtak í skautunum, þannig að hún liggi alveg jöfn skauta- tréinu. Til stuðnings hælnum að aft- an er hægt að setja járnbút og festa hann sérstaklega með spennu. Járnið undir skautanum verður að festa þannig að sem minnst fari fyrir skrúfum á slitfletinum. Reimana er svo bezt að skrúfa undir þverspýt- urnar. Og á þessum skautum ætti að vera hægt að eiga marga góða stund. —O— Nú ríður á að hafa allt til taks og i stakasta lagi. Það er ekki gam- an að komast að raun um á seinasta augnbliki áður en lagt er af stað, að gleymst hafi að lagfæra hitt og þetta. Með þessu eigum við sérstaklega við skíðaútbúnað í páskafríinu. Sem sagt, hvernig er það með skíðin? Bru allar festingar, skrúfur og gormar á sín- um stað? Ætli það sé ekki bezt að skreppa uppá háaloft eða út í geymslu og líta á gripina. Jú, viti menn, þarna er ýmislegt sem þarf að lagfæra. Það er athugandi hvort ekki þyrfti að skafa skíðin og lakka. Og ef Þau þurfa þess með, þá er fyrst að láta Þau þorna vel áður en lagt er í það. Og ekki vera að neinu fikti með hinar og þessar lakktegundir, sem alls ekki eru ætlaðar til Þess að bera neðan á skiði. Til þeirra hluta eru nefnilega sérstök skíðalökk, sem fást með fyrir- taks leiðbeiningum og þetta fæst i sportvöruverzlunum. Ef gormarnir eða bindingsreimar eru ekki að minnsta kosti i sæmilegu ástandi þá er nú lítið púður í því að hafa þau með í ferðalag. Hefur tapast skrúfa? Eru listarnir skakkir og skældir? Það má engu gleyma, ef maður hef- ur hugsað sér að hafa þokkalegt páskafrí á heiðum uppi. T. d. geta skíðastafirnir litið bara sæmilega út, en í raun og veru eru splitti ryðguð og leðrið morkið, þá er voðinn vís. Skoðið stafina vandlega, takið al- mennilega í haldið og látið kringluna ekki svíkja ykkur. Núna gangið þið frá öllu og leggist svo til hvílu eftir erfiðið, Eftir tvær vikur rjúkið þið eldsnemma upp, klæðið ykkur, þrífið nestið og farangurinn og eftir tvo tíma eruð þið tilbúin að renna ykkur. En hvað? Jú, skíðaskórnir misstu af eftirlitsferðinni og önnur reimin slitnar strax og svo eru skórnir grjót- harðir að því að ekki var borið nógu vel á þá af feiti og við skulum bara vona að þeir séu ekki með slitna sóla og lausa hæla. Jæja, varla þarí að minna ykkur á að birtan af snjónum í sólskini er anzi öþægileg ef ekki eru notuð góð sólgleraugu. Góð sól- gleraugu eru eltki dýr heldur DÖKK. Og svo óskum við ykkur góðrar ferðar. veiztu að„.. margar kvikmyndastjörnur hafa tek- ið upp önnur nöfn, þar sem þau sem stjörnurnar höfðu þóttu ekki nógu góð fyrir kvikmyndatjaldið. T. d. heitir Tony Curtis í raun Bernard Schwartz. Jennifer Jones heitir Phyllis Isley. Og konan hans Tony Curtis hún Janet Leigh heitir Jean- ■ette Helen Morrison. Þá eru leik- arar eins og Jane Wyman. Hún heit- ir Sarah Jane Folks. Rory Calhoun heitir Francis Timothy Durgin og Kim Hunter heitir Janet Cole. Hin langfræga Ginger Rogers heitir þessu fagra nafni Virginia Katherine Mc- Math. Richard Burton hefur aðeins breytt ættarnafninu úr Jenkins í Burton. Pier Angeli hefur tekið ætt- arnafn sitt og skipt því í tvennt. Hún heitir réttu nafni Anna Maria Pierangeli. bréfaviðskipti Þórdís Torfadóttir og Dúfa Ólafs- dóttir, báðar að Reykjaskóla i Hrúta- firði, óska eftir bréfasambandi við pilta og stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára. Steinþóra Vilhelmsdóttir, Háaveg 5, Siglufirði, vill komast i bréfasam- band við pilta og stúlkur á aldrinum 17 til 20 ára. Icvikmyndir 1 Hollywood hefur verið gerð kvik- mynd sem heitir —- Blue Jeans — og fjallar hún um ástarvandamál tveggja unglinga. Að vísu er það ekkert nýtt, en ef að líkum lætur, þá hefur það verið gert af meiri skilningi og nær- færni heldur en hingað til hefur ver- ið gert. Þannig er mál með vexti, að tveir unglingar, Arthur og Janet, fella saman hugi. Gengur nú hvorki betur né ver en svo, að Janet verður ólétt. Og það er þungamiðja myndarinnar, því þar i landi er slíkt svo utan við öll siðferðisboðorð, að við getum varla gert okkur í hugarlund hvílíkt vanda- Arthur og Janet. mál hefur skapast fyrir þau, við sem hefðum einungis litið á þetta sem óheppilegan aldur til barneigna, en ekki látið okkur detta í hug að for- dæma þau og jafnvel hrinda þeim út í yztu myrkur. Og þar sem þetta er svona mikill voði þar í landi, þá gefur augaleið, að þau eru í þvílíkum vanda stödd gagnvart þjóðfélaginu og for- eldrum sínum, að varla komi til að þau geti ráðið nokkurn veginn fram úr þessu eins og komið er. Fyrst reyna þau að fara til annarar borgar og láta pússa sig saman þar, til þess að geta þó réttlætt sig að einhverju leyti gagnvart foreldrunum. En það mistekst, þar sem þau geta ekki sann- fært prestinn um aldur sinn. Og nú fer heldur að syrta í álinn og enn veigra þau sig við að segja foreldr- um sínum allt af létta. Fer svo að lokum að Arthur sér enga aðra leið en fóstureyðingu og sannfærir bezta vinn sinn á að hjálpa sér að hafa upp á slíkum kuklara. Og eftir þó nokkra leit, ná þeir i einhvern millimann, sem segist geta bjargað þessu og nefnir um leið ein- hverja smáþóknun fyrir greiðann. Þeir félagar selja allt sem þeir geta selt af lausaeignum sínum og nægir þó ekki fyrir helmingnum. Ernie vini hans er öllum lokið og segir hreint út að Arthur sé þarna að fremja glæp, bæði á barninu og stúlkunni. Og verði hann bara hreinlega að segja foreldrum sinum hvernig er í pott- inn búið. Og Arthur herðir sig upp i þetta, en það vill nú ekki betur til að hann talar svo mikið undir rós ErfiSleikarnir afstaönir. að þau skilja ekkert og hann gugnar á þessu. Það er þá ekkert með það, Arthur gefur út falska ávísun til Þess að fá peninga fyrir fóstureyðingunni, en það kemst upp og bankinn snýr sér til föður hans. Hann játar þá allt saman, en þá er Janet þegar á leið til kuklarans: Nú þetta endar allt vonum betur og má segja að þó slíkt sé ekki alltaf í raun og veru, þá er þetta þó þannig gert að það höfði til réttlætiskenndar allra hvernig for- eldrarnir brugðust við. Það má kannski bæta við að Guði sé lof þurfi islenzkir unglingar ekki að hræðast foreldra og samfélagið svo mikið, að þau grípi til örþrifaráða ef út af ber og það er ábyggilega sjaldan, sem for- eldrar hér á landi myndu hrinda börn- um sínum frá sér ef þau lentu í slíku. skák 1 peðsendatafli er aðalmarkmið að eignast fripeð, það er að segja peð, sem óhindrað getur haldið áfram för sinni upp i borð og orðið að drottn- ingu. Þegar peð eru komin misjafn- lega langt fram á borðið hjá báðum, þá myndast alltaf möguleikar á þvi að eignast frípeð, en þegar peðin eru komin öll jafnlangt fram á móti peð- um andstæðingsins, sem líka hefur öll sín peð í beinni linu, þá er næstum ómögulegt að skapa sér frípeð. En hér sjáum við sígilt dæmi um undantekningu frá þessari reglu. Við skulum gera ráð fyrir að kóngarnir séu víðs fjarri. Ef svartur ætti leik í þessari stöðu, þá gæti hann stöðvað öll peðin með því að leika 1. —- bG, en það er hvít- ur sem á leikinn. 1. b6!! Þessi leikur brýtur skarð í múrinn. 1. — axb6 2. c6!! bxc6 3. a6. Frípeð hefur skapast. Engu máli skiptir hvort svartur lék 1. —■ cxb6, því þá svarar hvítur 2. a6 bxa6 3. c6. Þessi staða getur oft kom- upp í tefldri skák og er því nauðsyn- legt að kunna þessa brellu. Og hér sjáum við eina peða-leik- fléttuskák teflda af tveim þekktustu núlifandi skákmönnum heimsins. Najdorf er heimsmethafi í blindskák, 45 skákir, hinn er hollenzkur stór- meistari. Hvítt: Najdorf Svart: Donner 1. Rf3 Rf6 2. d4 d5 3. e3 e6 4. Bd3 Rb—d7 5. b3 Bb4 6. c3 Bd6 7. c4 e5 S. c5 Bxc5 9. dxc5 e4 (Hyggst vinna manninn aftur) 10. c5—c6!! bxc6 11. Rf3—d4!! Gefið. — Svartur tapar manni, því hvítur hótar 12. Rxc6 og vinnlir D. VCUCAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.