Vikan - 20.04.1961, Page 2
•— 1 Stóra-Bretlandi er bezt aö vera karlmaöur,
svo hestur, því næst hundur oq síöast kona. 1
Bandaríkjunum er þetta alveg eins, — nema þar
er rööinni snúiö viö..
Þetta er haft eftir rithöfundi, sem var hunn-
ugur á báöum stööunum.
Póstinum hefur borizt álitlegur stafli af bréf-
um, sem öll hafa beöið um hið sama;
kvæði Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings,
sem Ragnar Bjarnason og Anna Maria
Jóhannsdóttir sungu í þætti Svavars Gests,
„Gettu betur“, snemma i marz s.l. Við sjáum
okkur ekki fært að skirrast við þessum óskum
lesendanna og hér koma þessir textar. Sá fyrri,
Vorkvöld í Reykjavík, er „með sínu lagi“, en
sá síðari „Svona er ást á Frónsku" með tveim-
ur ólikum lögum, Santa Lucia og lag við gaml-
an Marzuka.
Vorkvöld í Reykjavík.
Svífur yfir Esjunni sólroðið ský,
sindra vesturgluggar sem brenni í húsunum.
Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý
vaknar ástarþráin i brjóstum á ný.
Kysst á miðju stræti er kona ung og heit,
keyra rúntinn piltar, sem eru i stelpuleit
Akrafjall og Skarðsheiði: Eins og fjólubláir
draumar,
ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.
Tjörnin liggur kyrrsæl í kvöldsólarglóð,
kríurnar þótt nöldri og bjástri í Hólmanum.
Hjúfra sig á bekkjunum halir og fljóð,
hlustar skáldið Jónas á þrastanna ljóð.
Dulin bjarkarlimi á dúnsins mjúku sæng
dottar andamóðir með höfuð undir væng
Akrafjall og Skarðsheiði: Eins og fjólubláir
draumar,
ekkert er fegurra en vorkvöld i Reykjavík.
Hljótt er kringum Ingólf og tæmt er hvert tár,
tryggir liggja rónar hjá galtómum bokkunum.
Svefninn er þeim hóflega siginn á brár,
sunnanblær fer mildur um vanga og hár.
Ilmur er úr grasi og angan moldu frá,
aftansólin purpura roðar vestursjá.
Akrafjall og Skarðsheiði: Eins og fjólubláir
draumar,
ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavik.
Svona er ástin á Fróni.
Land veit ég langt og mjótt,
lifir þar kynleg drótt,
er nefnist ítalir,
eru þeir kvensamir.
Ástfangnir einskis svíf-
ast þeir og beita hnif.
Þannig er ástinó — á Ítalíanó.
Hnífa að brúka agalegt er,
annar er stæll á gæjunum hér:
Sá, sem af stelpu ástfanginn er
ei kemur fram sein róni.
Með kitlurn hann kemur henni af stað,
kyssir hana og segir: „Eigum við að ...“
og ungfrúin svarar: „Ætl‘ ekki það ...“
Astin er svona á Fróni.
Tveir ef að svanna sjá,
sem báðum lízt vel á,
óðar hefst æsingur,
upp dregnar pístólur.
Lét margur lassarón
líf fyrir stelpuflón.
Þannig er ástinó — á Ítalíanó.
Finnst yklcur nokkuð fyndið í þvi,
að fá gegn um hausinn pístólublý?
Ilvað gagnar stelpu ástaleik í
2 VIKAN