Vikan - 20.04.1961, Qupperneq 3
örendur lassaróni?
Hnefana að brúka hentugra er,
heiðarleg slagsmál — þau líka mér.
Og stelpan kýs þann, sem ómeiddur er.
Ástin er svona á Fróni.
Ástfangin hönd i hönd,
himandi á sjávarströnd,
mæna á mánans ljós
mannkerti og svarteyg drós.
Gutlandi á gitara
grátklökka slagara,
svift allri sálarró,
sorgmædd en hástemmd þó,
siðast þau sonnettó
syngja falsettó.
Þannig er ástinó — á Ítalíanó.
i i ! ! I .
Svei, er það þannig suðrinu í?
Sannarlega ekki getzt mér að því.
Seint mun ég láta sesa mig i
italska kærleiksflónsku.
Betr‘ er á réttarböllunum hér,
brennivín hafa allir með sér.
Og heyið svo mjúkt í hiöðunum er.
Hoilust er ást á frónsku.
Grímseyingur kvartar.
Grímsey — 26/2 1961.
Kæri Pósturl
iíg hef lengi ætlað að senda þér nokkrar lín-
ur útyfir umferðarijósin i Rvk, það herti á
mér þegar ég sá grein gamla mannsins í Póst-
inuni i siðustu „viku.“
Eg var slödd í Ilveragerði í haust, fór með
áættunarbil til Reykjavikur, fór úr honum við
Nóatún og ætlaði yfir götuna og taka strætó
niður á Sundlaugaveg, en ég get ekki hlaupið
og Jromst því aidrei yfir Suðurlandsbrautina
íyrir umferðinni. Eg stóð þarna lengi, en það
endaði með þvi, að ég stöðvaði leigubil og fór
i honum niður á Sundlaugaveg. Hvernig væri
að bæjarstjórnin léti setja umferðarljós á þessi
vegamót, svo að hinn gangandi vegfarandi hefði
eitthvert forskot til þess að kpmast áfram
fyrir biiunum?
En þið hugsið liklega sem svo að manneskju
norðan úr ishafi skipti þetta ekki miklu máli,
en ég hefi von um að koma aftur i bæinn. Svo
álit ég, að umferðarijós á þessum fjölförnu vega-
inotum hljóti að koma sór vel fyrir bæjarbúa.
Með fyrir fram þökk.
Eyjarbúi.
E.S. ' |
Hvernig er það með verðlaunin hjá ungfrú
Ástrósu? Það er aldrei hirt i Vikunni, hverjir fá
þau, eða er aldrei dregið?
Kæri Eyjarbúi. Það hefur tekið bréfið þitt
tilsvarandi langan tíma að komast í mínar
hendur, eins og það tók þig að komast niður
á Sundlaugaveginn. Því get ég glatt þig
með því, að nú eru komin umferðarljós á
þessi gatnamót, svo næst, þegar þú gistir
hofuðborgina, ættir þú að kornast klakk-
iaust yfir Suðurlandsbrautina, er þú kemur
frá HveragerðL
Hins vegar þykir mér bágt að heyra það,
að þú skulir ekki hafa komizt yfir brautina,
þótt þér sé tregt um hlaup, því þarna áttu
alltaf að vera lögregluþjónar til taks, bæði
til þess að greiða fyrir bílaumferðinni og
einnig að hjálpa fólki yfir. Þú hlýtur að
hafa hitt svo illa á, að lögregluþjónninn hafi
verið fjarverandi þá stundina, sem getur
komið fyrir. — Ég get mér til, að það, sem þú
kallar ungfrú Ástrósu, sé það saina og við
köllum ungfrú Yndisfríði, og eins og þú hef-
ur væntanlega séð í undanförnum blöðum,
höfum við hamazt við að draga úr réttum
lausnum, og birt nafn eins sigurvegara í
hverri Viku.
í herinn.
Kæri Póstur.
Ég þakka þér fyrir allt skemmtilegt efni og
góðar sögur. Mig langar að spyrja þig hvort
hægt sé að komast 1 her einhvers staðar úti, og
er það dýrt og er viss aldur og eitthva'ð meira?
Einnig hvert maður á að snúa sér til að fá
viunu einhvers staðar í Evrópu. Heldurðu að
þú vildir svara þessu fyrir mig. Með fyrir fram
þakklæti.
P.s. Hvernig er skriftin?
Lubbi.
Það er sjálfsagt hægt að komast í her ein-
hvers staðar úti í löndum, en með flestum
siðmenntuðum þjóðum þarf meira en vilj-
ann til þess. í fyrsta lagi þarftu að vera
orðinn 18 ára, hafa leyfi foreldra þinna,
(sértu yngri en 21 árs) uppfylla vissar kröf-
ur um líkamshreysti o.fl. Það er ekki dýrt,
meira að segja færðu vissa dagpeninga meðan
þú ert í hernum, og skyldir þú nú eiga konu
í fórum þínum, fær hún einnig vissa fjárhæð
reglulega. Nú sem stendur er hægt að komast
í málalið Tsjombes hins kongóska án mikillar
fyrirhafnar, og er dálaglega borgað, en hvítir
menn eru þar víst ekkert vel séðir. Mér sýnist
líka á bréfi þínu, Lubbi minn, að þú sért ekki
orðinn tiltakanlega gamall, og þér liggi því
ekkert á því að komast í her, eins eða neins
staðar. — Sendiráð hinna ýmsu Evrópulanda
ættu að geta gefið þér upplýsingar um mögu-
leika til þess að fá vinnu í viðkomandi lönd-
um, og þú skalt óhræddur snúa þér þangað.
Skriftin er fremur ljót og stafsetningin fyrir
neðan allar hellur.
vikakí 3