Vikan - 20.04.1961, Qupperneq 6
HOtyARD
tyyCE
$másngn
cftir
ALLA leiöina heim frá stöðinni var Róbert Moss að velta
fyrir sér orðum, sem hann hafði heyrt einhvers staðar: Það
er auðvelt að giftast, en það er erfiðara að halda áfram að
vera gif-tur. — Honum varð hugsað til bilferðarinnar kvöldið
áður og fann eins og í draumi hlýju og ilmandi nærveru
Karenar.
Hann leit út um gluggann á skrautleg einbýlishúsin i
gullnu kvöldskininu. Nokkrir kunningja hans voru úti og
rótuðu í görðunum, aðrir lágu í þægilegum garðstólum og
töluðu saman. Þeir álitu sjálfsagt, að hann væri að engu
leyti frábrugðinn þeim.
Ekkert frábrugðinn Jack Summers, sem var að klippa
rósagirðinguna, eða Stanley Yernom, sem labbaði heim að
húsinu með hattinn i hendinni og töskuna undir handleggn-
um.
Hann var einn af þeim, — rólegur, vinnusamur maður,
sem hafði komizt i meðallagi vel áfram, enn þá ungur og
hamingjusamur i hjónabandinu, faðir tveggja indælla barna
og eigandi fallegs einbýlishúss. Þannig hlaut hann að vera
í augum Evu, konunnar sinnar. Og þó var.........
Hann hnyklaði brúnirnar og rótaði í vösunum eftir smá-
peningum, þegar leigubill-
inn ók upp að hliðinu.
Samt hafði þessi vel
metni og heiðvirði Róbert
Moss faðmað aðra konu og
fyllzt ástríðu, þegar varir
hans mættu hennar. . . .
Eva kallaði á hann, strax
og hann var kominn inn úr
dyrunum. — Róbertl Ertu
kominn svona snemma
heim, elskan? Ég er uppi
að baða krakkana.
— Ég kem upp! kallaði
hann.
Hann lagði töskuna frá sér og fór úr frakkanum. Nokkra
stund stóð hann kyrr og horfði í kringum sig. Nú var hann
kominn aftur hingað, — hingað á heimilið sitt, til fjölskyldu
sinnar. Og kvöldið i gær virtist eins og gamall draumur, —
en hefði draumur getað, hversu raunverulegur sem hann
hefði verið, valdið slíku samvizkubiti?
Hann gekk upp stigann og heyrði skvaldrið og skvampið
i tviburunum, áður en hann opnaði baðherbergisdyrnar.
Andlit Evu var álíka rjótt og gljáandi og tvíburanna. Nokkr-
ir votir hárlokkar gægðust fram undan klútnum, sem liiin
hafði bundið um hárið.
Hann leit á hana og tviburana og hugsaði með sér, að
þetta væri fjölskylda sín. Hann elskaði konuna sina, og
hann elskaði börnin sín. En samt hafði hann getað hugsað
sér að yfirgefa þau fyrir tæpum sólarhring.
Drengirnir dengdu á hann spurningum um gjafirnar,
sem þeir bjuggust við, að hann hefði meðferðis frá London
eins og venjulega, og töluðu hvor í kapp við annan um ó-
happið, sem þeir höfðu orðið fyrir á þrí.hjólinu sínu niðri i
garðinum.
Eva hló. — Þegið þið, krakkar, sagði hún og leit upp.
Hann kyssti hana. — Þú ert meira að seg.ja með sápu-
slettur á eyrnasneplinum. — Hvernig er það, crt þú að
þvo þfim, eða eru þeir að þvo þér?
— Ég hef ekki hugmynd um það, sagði hún hlæjandi.
Elskan min, ef ég hefði vitað, að ]jú tækir fyrri lest, hefði
ég lagað mig svolítið til.
— Þú lítur dásamlega út, sagði hann. Hvernig gengur
það annars?
— Ágætlega. Hvernig leið þér í London? Gerðist nokkuð
skemmtilegt?
— Nei, ekkert sérstakt.
Einu sinni hefði hann ekki getað skrökvað að Evu. En
núna, — hugsa sér, hve það var léttl Ekkert sérstakt! Mið-
degisverðurinn með Karen, dansarnir, sem hann dansaði við
liana, og svo þessi óvænti koss, — allt var þetta afgreitt
með tveimur orðum, tveimur kæruleysislegum orðum!
— Ég verð að hátta krakkana, sagði Eva. Fáðu þér drykk
á meðan. Ég ska! flýta mér.
Hann gekk niður og hugsaði um, hve undarlegt það væri,
að hann skyldi ekki þurfa að látast, þó að hann væri heima
hjá fjölskyldunni. Þetta voru engin látalæti. Hann elskaði
bæði Evu og drengina. Hvernig gat hann verið svona tví-
skiptur? Hvernig gat hann á sama tíma verið ástfanginn af
Karen?
Það hafði byrjað fyrir ári. Róbert var teiknari við verk-
smiðju úti á landi, sem hafði skrifstofur sinar og verzlunar-
viðskipti inni í London. Hann varð að fara þangað öðru
hverju á ýmsa fundi. Á einum slíkum sagði auglýsingastjór-
inn, Dave Curtis: — Róbert, ég hef dálítið verkefni handa
þér. Það er vikublað að skrifa um setustofur í framtíðinni,
og nú hafa þeir beðið um viðtal við hinn fræga teiknara
okkar, Róbert Moss, til að heyra álit hans á málinu.
Róbert andvarpaði.
— Það skaðar þig varla að borða góðan hádegisverð með
fallegri stúlku, sagði Dave með vingjarnlegu brosi. Bíddu
bara, þar til þú sérð Karen!
Rohert skildi hrifningu Daves, þegar hann var setztur á
móti Karen á matsölustaðnum. Hún var áberandi falleg,
með fagurlega mótað andlit og svipmikil augu. Það var und-
arlega auðvelt að tala við hana. Hún var fljót að skilja
tæknihlið málsins og spurði greindarlega spurninga. Þegar
þau skildu, stakk Róbert upp á þvi, að þau hittust næst,
þegar hann kæmi til London.
— Það vildi ég gjarnan, sagði hún glaðlega og hreinskiln-
islega.
Þannig byrjaði það, — vingjarnlega og sakleysislega. En
samt hafði hann ekki talað um Karen, þegar hann kom
heim. Hann minntist aðeins á það, að hann hefði átt við^
tal við vi.kublað, og þegar greinin birtist nokkrum vilium
seinna, sagði Eva aðeins, að þetta væri hræðileg, gömul
mynd, sem þeir hefðu grafið upp.
Þá var Róbert þegar búinn að hitta Karen nokkrum sinn-
um. Þau höfðu etið miðdegisverð samán, farið i leikhús og
setið og talað saman á barnum í gistihúsinu hans.
Timinn leið, og brátt varð það að vana að hitta Karen,
þegar hann kom til London. Stundum var liann að hugsa
um, hvers vegna það virtist svo áríðandi fyrir hann að
hitta Karen. Hann hafði verið kvæntur í sjö ár og aldrei
verið hrifinn af annarri konu en Evu. Það hafði aldrei
hvarflað að honum að vera henni ótrúr. Honum datt það
ekki heldur i hug þá — ekki enn. Hann reyndi að afsaka
sig með því, að Karen fyllti autt sæti í lífi hans, sem
hann hefði ekki vitað af áður, að stæði autt. Auðvitað
gat hann talað við Evu um flest. Og hann átti vini, sem
hann gat skemmt sér með. En . . .
Kona eins og Karen, skilningsgóð og greind, gat gefið
honum ýmislegt, sem enginn annar gat gert. — Hún örvaði
hann og skildi hann á nýjan hátt.
Loks varð það óhjákvæmilega. í gærkvöldi hafði vinátta
þeirra allt í einu breytzt í annað miklu dásamlegra — og
miklu, miklu hættulegra.
Hann hafði liringt til Karenar og beðið hana að hitta
sig. Hún gerði það, og þegar þau sátu saman á matsölu-
staðnum, var Róbert að hugsa um, að hann gæti kannski
náð næturlestinni heim. Kannski hittust þau Karen of oft.
Hann leit á hana og varð var við, að hún athugaði hann
hugsandi.
—. Heldurðu, að þetta sé rétt af okkur?
Honum fannst hann hafa hugsað þetta sama allan tím-
ann, þó að hann hefði ekki orðað það.
— Að hittast, áttu við?
Hann reyndi jafnvel ekki að látast misskilja hana. Innst
inni vissi hann, að hann var að byrja að verða ástfanginn
af henni.
— Fólk talar svo mikið, — eins og þú veizt. Hún roðn-
aði og hélt svo áfram. — Ekki vegna þess, að mér sé ekki
sama. Ég þarf ekki að taka tillit til annarra en sjálfrar
mín. En þú ...
Hún hætti skyndilega.
— Heyrðu nú, Karen, sagði hann æstur. — Hættu þessari
vitleysu. Tvær fullorðnar, siðaðar manneskjur geta hitzt,
án þess að þeim finnist, að þær séu að gera eitthvað rangt.
S VIKAN