Vikan


Vikan - 20.04.1961, Side 7

Vikan - 20.04.1961, Side 7
HYERNING GAT HANN VERIÐ SVONA TVÍSKIPTUR ? HVERNIG VAR HÆGT AÐ ELSKA BÆÐI KONU SÍNA OG BÖRN. EN VERA SAMT VITI SÍNU FJÆR AF ÁST TIL ANNARRAR KONU? EtSa ertu að segja mér, að þú viljir ekki hitta mig oftar? Ertu þreytt á mér? — Þreytt! Róbert, ég er að reyna að segja þér, að ekkert stend- ur i stað. Það gera tiifinningarnar ekki heldur. Það byrjar sem venjulegur kunningsskapur, og upp úr honum geta allar hugs- anlegar tilfinningar sprottið. Hann heyrði, að rödd hennar titraði svolítið, og skildi, að þetta var henni eins erfitt og honum sjálfum. Eftir máltíðina dönsuðu þau og töluðu um ópersónulega hluti. Hann hringdi eftir bíl. Þau sátu þögul í dimmu baksætinu. Loks þoldi hann ekki lengur við. — Karen, hlustaðu á mig. . . Hann leit á hana, og i sömu andrá sneri hún sér að honum. Varir hennar voru rétt við hans. Hann tók utan um hana, og þau þrýstu sér hvort að öðru og sáu ekkert umhverfis sig. Svo ýtti hún honum frá sér. — Róbert, ég hafði rétt fyrir mér. Við hefðum átt að skilja, áður en þetta kom fyrir. Nú verður þetta að taka enda á milli okkar. — En, Karen, ég þrái þig. Ég þarfnast þín. Honum var þungt um andardrátt. Svo þagði hann skyndilega, óttasleginn af því, sem hann hafði sagt. Þetta er raunverulega ég, Róbert Moss, eiginmaður Evu og faðir tvíburanna, — sem segi þetta við aðra konu. En þetta er satt. Ég þrái hana og þarfnast hennar. Karen færði sig frá lionum. — Ég vil ekki hafa jietta svona, sagði hún með ákafa, sem kom honum á óvart. — Ég ætla ekki að láta þetta verða, Róbert. Við verðum að hætta jiessu samstundis — og byrja aldrei á þvi aftur. — Áttu við, að víð eigum aldrei að hittast framar? Hann kreppti hnefana. Ég þrái hana og þarfnast hcnnar, hugs- aði hann örvilnaður. — Já, sagði hún ákveðin, — aldrei framar. Þú átt konu og börn, manstu ekki eftir þvi? Hann sá, að augu hennar fylltust tárum. — En . . . ef við elskum hvort annað? sagði hann ringlaður. Hún þagði svo lengi, að hann var farinn að halda, að| hún ætlaði ekki að svara. En lolcs andavarpaði hún og sagði: — Ekki einu sinni, þótt svo væri, Róbert. Ef maður elskar, á maður ekki að þurfa að gera öðrum illt. Bíllinn ók upp að húsinu, þar sem hún átti heima. Hún flýtti sér út úr bílnum og hvarf inn um dyrnar, áður en hann var búinn að borga bílinn. Hann var að hugsa um að fara á eftir henni, hringja á dyra- bjölluna og þvinga hana til að tala við sig. Við getuin ekki skilið svona, hugsaði hann æstur og sorgbitinn. Hún verður að hlusta á mig. Hlusta á hvað? Hvað vildi hann eiginlega, að hún gerði? Að hún segðist elska hann og vildi taka honum? Og þá ætti hann að yfirgefa Evu og börnin hennar vegna. Var hann orðinn brjál- aður? Hann gekk hægt heim á gistihúsið. Var hann raunverulega orðinn vitlaus? Hann gat ekki skilið, hvað hafði gerzt. . . . Núna, þegar hann var kominn heim, skildi hann það enn siður. Kvöldið í gær virtist svo löngu liðið og ótrúlegt, og ætlun hans að yfirgefa Evu hafði aldrei verið fjarstæðukenndari. Hann var á leið upp til barnanna með gjafirnar. Karen hefði rétt fyrir sér, hugsaði hann og brá, þegar það rann upp fyrir honum, hve mikill sannleikur þetta var. Ástin gat ekki þýtt þaðj, að maður yrði að gera öðrum illt. . . Hún hafði líka haft rétt fyrir sér, þegar hún neitaði þvi, að þau elskuðu hvort annað. Hér á heimilinu var hans eina, sanna ást. . . Þegar hann opnaði barnaherbergishurðina og sá hlýlegt bros Evu, vissi hann, að hann gæti aldrei sagt henni frá Karen. Það> sem eftir væri ævinnar, yrði hann að leyna hana þvi. Hjón áttu aldrei að leyna hvort annað neinu. En hér eftir yrði hann að vera á varðbergi, skrökva og hafa af- sakanir á takteinum. Honum leið illa. Hann gaf drengjunum gjafirnar, talaði við þá og bauð þeim góða nótt með kossi. Seinna um kvöldið, þegar hann kom út úr baðherberginu, sá hann Evu sitja við gluggann i svefnberberginu. Hún horfði hugsandi út i garðinn í tunglsljós- inu. Iiann settist við hlið hennar og reyndi að endurfinna þá ró, sem hann fann ávallt i návist hennar. En í hvert sinn sem hann sagði eiithvað fannst honum hann verða að vera varkár og hafa gát á sjálfum sér. — Sástu nokkurt leikrit í London? — Já, ég sá nýtt stríðsleikrit, sem hefur vakið mikla athygli. Það var satt. Hann hafði séð það fyrir hálfum mánuði, þegar Karen hafði fengið blaðamannamiða. Eva horfði áköf á hann, og hann minntist þess, hve hún hafði gaman af að fara í leikhúsið. Hann varð að taka hana með til London næst, — reyndar börnin líka. Hann hafði fyrir margt að bæta. — Hvernig' fannst þér það? Það er mikill áróður gegn striði, er það ekki? Einhver var að tala um það um daginn. Hann sagði, að atriðið, þegar fanginn skaut sig, væri.... Hún þagnaði skyndilega og byrjaði að bursta á sér liárið. — Það atriði sýndi ljóslega, hve viðurstyggilegt strið er i raun og veru. Hann horfði á rjótt og niðurlútt andlit hennar. Hún fitlaði ó- styrk við flöskurnar á snyrtiborðinu. vikak 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.