Vikan


Vikan - 20.04.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 20.04.1961, Blaðsíða 13
VERÐLAUNAKEPPNIN endar hér — safnið saman miðunum og sendið til VIKUNNAR pósthólf 149 V E RÐ LAU NI N : hálfsmánaðar sumarleyfisferð um byggðir og óbyggðir íslands Þetta er ver&launaferðin 2. Júlíferð — 14.—31. júlí. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. Reykjavík—Fagurhólsmýri (meS flugvél)- Skaftafell. Skaftafell—Bæjarstaðarskógur—Skaftafell Skaftafell—Suðursveit Suðursveit—Höfn i Hornafirði Höfn—Djúpivogur—Papey—Berunes Berunes—Hallormsstaðaskógur Dvalið i Hallormsstaðaskógi Hallormsst.—Ásbyrgi—Ðettifoss—Grímsst. Grímsstaðir—Herðubreiðarlindir Herðubreiðarlindir—Askja Dvalið í Öskju Askja—Mývatn (um Dyngjufjalladal) Mývatn Mývatn—Mýri í Bárðardal Mýri i Bárðardal—Kiðagil—Jökuldalir J ökuldalir—Eyvindarver—Illugaver Illugaver—Fiskivötn—Landmannalaugar Landmannalaugar—Reykjavik. í þessari ferð mun vinnandanum gefast einstakt tækifæri til að kynnast landinu. Ferð- in er að verðmæti 5300 krónur. Þar er allt inni- falið, vinnandinn þarf aðeins að mæta í Ferða- skrifstofu ÚLFARS JACOBSEN á tilsett- um tíma, en hún sér um ferðina að öllu leyti. Þetta er síðasta blaðið, þar sem þið eruð beðin að bjálpa Gissuri. Hann ætlar að taka sig á og hjálpa sér sjálfur. 1 von um, að þau áform haldist í bili, biður hánn ykkur að finna einn hlut fyrir sig. Þannig er mál með vexti, að Gdssur sá auglýsingu í Vikunni frá Þór Baldurs, stjörnuspekingi Vikunnar, þess efnis, að einn lesandi Vikunnar fengi ókeypis ævi- sjá í hverju blaði. Nú vill Gissur endilega fá ókeypis ævisjá, þvi að hann hefur lagt fjármuni sina í fasteignir að undanförnu og Rasmína hefur haft af honum allt skot- silfur. Gissur sá, að Þór Baldurs vildi fá að vita fæðingarstað og fæðingarstund, svo að ekki skeikaði mörgum mínútum, og nú hefur hann með ærinni fyrirhöfn náð sér i þessar upplýsingar, því að hann var auðvitað löngu búinn að gleyma því. En þá var Gissur svo óheppinn að týna þessum upplýsingum einhvers staðar fyrir framan miðju í þessari Viku. Ef þið leitið vel og vandlega, stendur þar einhvers staðar: Gissur er fæddur .... o.s. frv. Þið eruð vinsamlegast beðin að tilgreina blaðsíðutalið á getraunaseðlinum hér að neðan. Safnið öllum seðlunum saman, og sendið til Vikunnar, pósthólf 149. GETRAUNASEÐILL NO. 3. Gissur fór Ég heiti Heimilisfang: Sími

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.