Vikan - 20.04.1961, Síða 16
Fullkomnar varir
eiga það skilið að vera hápunkturinn í galla-
lausri málningu. En maður á að mála sig þannig,
að það haldist gott í dálítinn tíma. Lag munnsins
á að vera eins fegrandi fyrir andlitið og hægt er,
en það er það ekki alltaf frá náttúrunnar hendi.
Við verðum sjálfar að hjálpa til og hér á eftir
fara fáeinar leiðbeiningar, sem styðjast má við,
en auðvitað fer þetta líka eftir persónuleika
hvers og eins.
Það, sem þið þurfið, er gott ljós, sæmilegur
varapensill, og spegill, sem stækkar. Byrjið á þvi
að bera á undirlag, styðjið olnboganum á borðið
og litlafingri á hökuna, svo að höndin sé örugg.
Þunnar varir,
geta gefið mjög fallegu andliti leiðinlegan svip.
Til að laga það setjið þið fyrst undirlag á varirnar,
þannig að varaliturinn festist betur og til að koma
í veg fyrir óhreinar línur. Síðan dragið þið með
pensli línu fyrir utan hinar eðlilegu linur munns-
ins, búið til nýja efri vör með íbjúgum línum, en
gætið þess að hafa hornin ekki of hvöss, það
Þykkar varir,
er hægt að gera fallegri með réttri málningu.
Til þess að gera minna úr munninum tökum við
góðan varablýant og gerum með honum greini-
lega línu innan við takmörk efri vararinnar, til að
gera minna úr henni. Til að minnka of þykka
neðri vör, látum við það neðsta af vörinni vera
litlaust, undirlagið mun hylja samskeytin á milli
Málið fyrst útlínur efri vararinnar, með jöfnum
strikum frá miðju og út til hliðanna. Fyllið siðan
út, það sem er fyrir innan strikið og farið síðan
eins að með neðri vörina. Púðrið lauslega yfir
þetta og setjið síðan á venjulegan varalit, þrýstið
vörunum á andlitsþurrku.
Hvitur varalitur undir venjulegum varalit gerir
litinn Ijósari, en yfir varalit gerir hann hann
dekkri. Á kvöldin setjið þið silfurgljáa yfir vara-
litinn, eða prófið að setja gylltan varalit yfir skær-
rauðan, kóralrauðan eða Ijósrauðan, en munið að
bláleitir varalitir eru hættulegir í kvöldljósi.
gerir munninn hörkulegan. Dragið svo linu örlítið
fyrir neðan neðri vörina frá einu munnvikinu til
annars. Notið mjög dökkan lit, sem ekki smitar
út frá sér. Notið Ijósari lit á varirnar undir dökka
litinn. Feitir varalitir koma i veg fyrir sár og
sprungur og það gerir einnig þunnt fitulag undir
undirlagið (og mikið af fitu á næutrnar).
vararinnar og húðarinnar. Málið ykkur svo inn-
an þessara takmarka, púðrið yfir málið ykkur
svo aftur. Til að gera enn minna úr neðri vör-
inni notið dekkri lit á hana, en efri vörina, litur-
inn hefur nefnilega mikið að segja. Varizt að
setja fýlulegan stút á munninn, það litur kannskl
vel út í speglinum, en allan daginn. . . .
Lítill munnur
er hörkulegur og passar oft alls ekki inn i
andlitið. Þegar þið hefjizt handa um að laga
lítinn munn veljið þið dökkrauðan lit til að draga
útlínurnar með og notið ljósari lit undir. Stækkið
munninn með varablýantinum, en fylgið hinum
eðlilegu linum munnsins, þó að þið farið út fyrir.
Lengið munninn um leið og þið gerið hann breið-
ari, en það verður að gerast varlega. Bezt er að
fara yfir allt saman með hörðum varalit, til að
hylja takmörkin. Síðast er farið yfir með ljós-
um lit, púðrað yfir og aftur sett lag af Ijósa litn-
um.
Stór munnur
getur verið aðlaðandi, en hann má ekki skyggja
á hina hluta andlitsins. Þegar honum er breytt er
eins og venjulega byrjað á undirlagskremi. Drag-
ið nýjar útlinur fyrir innan þær eðlilegu, og látið
þær ekki ná út í munnvikin. Byrjið svo að mála
ykkur við ytri takmörkin og fyllið upp með ljós-
um varalit. Dýfið svo litlum bursta I ljóst „make
up“ og þekið það, sem er fyrir utan nýju útlin-
urnar. Púðrið dálítið yfir og málið svo varirnar
meira. Skærir rauðir litir eru góðir fyrir stóran
munn, en ljósrauður og kóralrauður draga of
mikla athygli að honum.
Niðurvísandi munnvik,
eyðileggja auðveldlega fallegan munn. Það er
leiðinlegt, því að það er svo auðvelt að laga
þetta, þannig að þau visi meira upp á við, þaö
er þó alltaf fallegra. Ýkið örlítið amorsbogann
á efri vörinni og málið ykkur ekki alveg út í
munnvikin. Neðri vörina minnkið þið aðeins og
gerið hana skarpari en hún er frá náttúrunnar
hendi og hér málið þið alveg út í munnvikin, það
lyftir munninum aðeins. Þekið litlu stykkin á
efri vörinni, sem ekki voru máluð með ljósu undir-
lagi. Eff þessi hangandi tilhneiging munnsins
hefur myndað linur í kringum munninn á að
„meika" vel yfir þær. Púðrið að lokum yfir allt
saman til að jafna þetta.
16 VltCAN