Vikan


Vikan - 20.04.1961, Side 17

Vikan - 20.04.1961, Side 17
{ Pönnukökur m/ávöxtum. Deig: 50 gr. smjör, 1 matsk. sykur, 2 egg. Rífið hýði af % sitrónu, 1—■2 tesk. kardemommur, 175 gr. hveiti, % tesk. lyfti- duft, 2% dl. mjólk. Fyld. Mandarinur eða ferskjur, ananas, bananar, likjör, þe^ttur rjómi. Smjörið hrært vel með sykrinum. Rauðunum hrært í einni og einni. Hveitið sáldrað með lyftidufti og kardemommum, lirært saman við á- samt sitrónusafa, hýði og mjólk. Síðast er stifþeyttum hvitunum hlandað í. Bakað í fremur þykkar pönnu- kökur (það þarf að setja örlitið smjör fyrir þá fyrstu), sem eru lagðar saman með ávöxtum og vætt- ar með líkjör. Flórsykri stráð yfir efstu pönnukökuna. Bornar fram með köldum þeyttum rjóma. Hunangskaka. 2 egg, 50 gr. sykur, 100 gr. síróp, 1 matsk. súrmjólk, 1 tesk. natrón, 125 gr hveiti, % tesk. lyftiduft, 1 tesk. engifer, 1 tesk. kanill, 1 tesk. kardemommur, % tesk. salt. Egg og sykur þeytt mjög vel sam- an, sírópið velgt og natrónið hrært út með súrmjólkinni. Hrært saman við eggin ásamt hveiti, lyftidufti, kryddi og salii. Bakað i smurðri smjörpappírsskúffu, sem er jafnstór plötunni. Þegar kakan er bökuð er ofnskúffu hvolft yfir hana, kæld og síðan vafin upp ineð smjörkremi. Smjörkrem: 100 gr. smjör, 65 gr. flórsykur, 1 eggjarauða, vanilja. Smjörið hrært lint. Flórsykurinn sáldraður saman við og hrært ásamt eggjarauðu og vanilju. V eiðimannakökur. 3 bollar haframjöl, 250 gr. smjörlíki, 2 tesk. ger, 2 bollar hveiti, 1 bolli sykur, 2—3 matsk. mjóik. Rabarbara- eða berjamauk. Deigið er hnoðað á venjulegan hátt. Helmingurinn hreiddur út á smurða plötu. Maukið smurt á og deigi stráð yfir. Kakan bökuð ljós- brún. Skorin í tigla á plötunni. Látið kólna, geymd í lokuðum kassa. Bezt nýbökuð. Þessi uppskrift nægir á 1 % plötu. Varalitur og spegill Nýjasta framleiðslan í París er, eins og myndirnar sýna, varalitur, sem hægt er að spegla sig í líka. Upp úr hulstrinu er sem sagt hægt að draga lítinn spegil, og er það óneitanlega til mikils hagræðis og þæginda að þurfa ekki alltaf að ganga með lítinn spegil á sér. Við vonum að þessi nýjung berist hingað fljótt og verði ekki rándýr. k -. ... n ... . Prjónaskór Það er mjög þægilegt að eiga eina slika til að smeygja sér i snemma morguns og síðla kvölds. Hér kemur uppskriftin. Efnið, sem til þarf, er um 70 gr af nokkuð þykku ullargarni. Einnig má vinda saman 2 þræði af fingerðu garni. Prjónar númer 2Vi eða 3. Nauðsynlegt er að prjóna nokkuð fast. Mynztur: Hálfklukkuprjón. 1. umf. 1 1 sl. * bregðið bandinu um prjóninn og takið 1 1 óprjónaða fram af prjóninum um leið, (þannig að handið og óprjónaða lykkjan liggi saman yfir prjón- inum og sýnist sem 1 tvöföld lykkja), 1 1 sl. * endurtakið frá * umferðina á enda. 2. umferð: 1 1 br. Prjónið nú tvöföldu lykkj- una frá fyrri umferð sl. 1 1 br. * endurtakið frá * til * umferðina á enda. Endurtakið siðan þessar 2 umf. og myndið þannig mynztrið. Fitjið upp 8 1. og prjónið 8 cm garðaprjón (eða alltaf sléttprjón) bæði á réttu og röngu. Aukið nú út 1 1 í enda hvers prjóns fyrir innan 2 seinustu lykkjurnar þar til 40 1. eru á prjóninum. Prjónið þá mynztur ca. 80 prjóna og siðan garðaprjón. Takið nú úr, þannig að prjóna 2 1 saman fyrir innan 2 seinustu lykkjurnar á prjóninum i hverri umferð, þar til 8 lykkjur eru eftir, þá eru þær felldar af 1 einni umferð. Brjótið nú skóiínn saman, réttu mót réttu, saumið hæl og tá saman með afturisting. Mátið og athugið hvað henta þykir að sauma tána langt upp. Snúið skónum við og takið það, sem út stendur af hælnum og dragið í þráð og saumið inn á sólann, er þetta gert til þieps að hællinn standi ekki út. Heklið úr garni, sem að lit fer vel við skóinn og hnýtið slaufu á tána. Prjónið annan skó eins. VIKan. 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.