Vikan - 20.04.1961, Side 18
Helgi jSffimudsson.*
Aprílgreinin
NIÐURSETNINGUR
RÍKISHEIMILINU
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Jer naumast dagskrármál líðandi
Jstundar, en eigi að siður gam-
lalt deiluefni. Tilgangur þeirrar
|i.-jstöfunar átti fyrrum að
Iverða sá að hnekkja valdi
Ikirkjunnar, sem þótti í senn
ráðrik og íhaldssöm. Stjóm
máladeilur komu og mjög við
|þessa sögu. Hún verður ekki
' rakin hér, enda ástæðulaust, þar
eð aðalatriði hennar munu öll-
um kunn. En nú eru viðhorfin
iharla breytt. 1 dag dettur ýms-
jum í hug, að aðskilnaður ríkis
|og kirkju myndi auka á ný
Jáhrif og virðingu þeirrar stofn-
junar, sem var stórveldi í Iand-
|;nu um ár og aldir, en hrömaði
pg einangraðist og hefur langa
jhríð minnt helzt á hjáleigu í
írækt. Þess vegna skal hug-
j nyndin tekin hér til nokkurr-
\r athugunar.
Persónulega er ég vinveittur
I ikynsamlegum og frjálslyndum
l':ristindómi. Ég hlýt ennfrem-
]ur að vera því samþykkur, að
jhver maður njóti trúfrelsis, og
Jeins þó að um sé að ræða siði
fog kenningar, sem mér veiða
sennilega aldrei að skapi. En ég
er lítið hrifinn af íslenzku
jkiösjunni. Hún þyrfti vissu-
jlega að endurfæðast, því að trú-
arþörf Islendinga er annað og
meira en yfirskin. Þeim árangri
|mætti kannski ná með aðskiln-
aði ríkis og kirkju? Svo mikið
er minnsta kosti vist, að kirkj-
jan gengur varla í endumýjungu
|gamalla lífdaga sinna af til-
|viljun.
Verðlaus minningartafla.
Auðvitað liggur í augum uppi,
að vantrúarmenn eigi að vera
lausir við kirkjuna að öðm
leyti en því, ef þeir kaupa af
henni þjónustu eins og skím,
fermingu, giftingu og greftmn.
En þessu er ekki þannig varið.
Kirkjan hérlendis kallast þjóð-
kirkja, og allir landsmenn eiga
að heita safnaðabörn hennar.
Samt hefur mikill meirihluti
Islendinga ekki önnur skipti við
kirkjuna en þiggja af henni þá
þjónustu, sem samfélagið skipar
fyrir um eða mælist til af göml-
um vana. Kirkjusókn er hér lítil
sem engin nema á stórhátíðum
og við fermingar og einstöku
jarðarfarir. Hins vegar er
keppzt við að byggja kirkjur,
sér í lagi í höfuðstaðnum, þó að
íslendinga vanti tilfinnanlega
margs konar annað húsnæði,
sem þúsundir geta ekki án ver-
jið dag hvem. Kirkjan getur
jþannig hæglega orðið sér út um
vegíeg salakynni, en þá era líka
áhrif hennar talin. Kenning
prestanna mótar tæpast hugs-
unarhátt eða breytni nokkurs
manns I landinu framar. Kirkj-
unnar menn þykjast öðm hTom
deila innbyrðis um trúarskoð-
anir, en almenningur tekur ekki
neitt mark á þeim tiiburðum
lengur. Fólkið hefur fjarlægzt
kirkjuna. Það greiðir að sönnu
skatt til hennar af því að toll-
heimtumennimir krefjast hans
í laganna nafni. Að öðm leyti
er flestum samtiðarmönnum
sama um kirkjuna. Þeir nenna
ekki að vera á móti henni eins
og forðum, þegar hún mátti sin
einhvers í íhaldsseminni. Nú
líta þeir á hana eins og verð-
lausa minningartöflu uppi á
vegg.
Slíkur er þá orðinn hlutur
þeirrar þjóðstofnunar, sem ríkið
hefur tekið upp á arma sína.
Bókfærslulega era nær allir Is-
lendingar þjóðkirkjumenn. En
þeir ganga framhjá kirkjunum
á sunnudögum af því að nær-
vera guðs er óhugsandi við
helgiathafnimar. Tækni véla-
aldarinnar er kennt um þetta
eins og margt annað, en sú nið-
urstaða er ósköp hæpin. Sökin
er kirkjunnar, sem hefur fjar-
lægzt allt nema rikisframfærið,
misst áhrif sín og fengið í stað-
inn mannlaus guðshús og fátæk-
legan mála prestunum til handa.
LífsmarTc eða banamein.
Trúlaus þjóð er eins og rek-
ald á ólgandi hafi. Annaðhvort
rekja mennirnir ætt sína til
guðs eða þeir verða skepnur. Og
þeim er lífsnauðsyn að eiga sér
helgidóm, þar sem þeir skynji
nærvera guðs, hvort sem hugg-
un þeirra verður náð eða synd,
þegar út kemur. Trúarþörfin er
hverri mannssál göfug og þrosk-
andi tilfinning eins og fegurðar-
skynið. En einstaklingurinn
þarfnast í þessu efni fulltingis
heildarinnar. Þess vegna á kirkj-
an að vera lífræn og starfandi
stofnun, svo að hún geti rækt
hlutverk sitt. Vissulega skiptir
minnstu máli, hvaðan prestarn-
ir þiggja laun sín. En tign og
mátt þeirra áhrifa, sem hæfa
þjóðstofnun, fær kirkjan aldrei
í ríkisávísun. Þar verður fólkið
til að koma. Kirkjuna á sízt af|
öllu að reyna að þjóðnýta. Húr
verður að vaxa af sjálfri sér 5
hjálpræði og starfi.
Safnaðalífið er dautt innar
íslenzku þjóðkirkjunnar. Þa?
verður að endurvekja. Fólkic
þarf að starfa í kirkjunni, berr
hag hennar og heill fyrir brjóst'
og gjalda henni skatt af ást or
virðingu til þess að hún geti tal-
izt raunveraleg þjóðstofnun, þar
sem sannan guðdóm sé að finna
Kirkjan þarf ekki að óttast deil
ur. Henni er þvert á móti nauð
syn, að skiptar skoðanir hreins'
af og til andrúmsloftið innar
veggja hennar, því að slikt ei
lífsmark. En afskiptaleysi fólks
ins getur orðið banamein henn
ar. Hún má ekki treysta á ríkið
Kirkjan verður að treysta á
sjálfa sig.
Þess vegna er varla álitamál
að aðskilja ríki og kirkju, ekki
til að þrengja kost kirkjunnar
í landinu eða láta hana gjalda
varhugaverðrar íhaldssemi —
heldur til að reyna að bjarga
henni. Hún lifir það af, ef
drengilega er kvaðzt og skilið,
en hún þolir ekki niðurlægingu
sína öllu lengur.
Vinur, sem tU vamms segir.
Ríkið á ekki aðra sök á þess-
ari óheillaþróun en þá að hafa
tekið við kirkjunni sem niður-
setningi á heimili sitt. Það er
kirkjunni að kenna, hversu
komið er. Og hún á að fara úr
vistinni hjá ríkinu í stað þess
að láta reka sig. Þjóðstofnun
verður að vera svo stolt að una
ekki hlutskipti niðursetnings.
En fari svo, að breytingin taki
enn tíma eins og mig granar,
hlýtur kirkjan annars vegar að
beita sér fyrir leiðréttingu þess,
sem hvimleiðast er í fari hennar,
og ríkið hins vegar að setja
henni og þjónum hennar skilyrði
vegna samfélagsins.
Hér vikur sögunni að við-
kvæmu efni, en ég hef engar
árásir í huga. Hins vegar liggur
í augum uppi, að sjónarmiðin í
þessu sambandi séu fleiri en
margur ætlar í fljótu bragði.
Ég er vitaskuld ekki kominn til
að fullyrða, að skoðanir mínar
hljóti að vera réttar. Ég geri að-
eins grein fyrir mínu áliti. Svo
geta aðrir rakið sín viðhorf. Og
rökræðurnar, sem á eftir koma,
eiga að geta farið fram í sæmi-
legu bróðerni, þó að mönnum
sé það alvara, að þeir hafi á
réttu að standa. Kirkjunni er
hollt að muna, að sá er vinur,
sem til vamms segir. Henni er
kannski ekkert verr gert en að
samtíð og framtíð uni niðuriæg-
ingu hennar.
Ósómi prestskosninganna.
Prestskosningarnar í íslenzku
þjóðkirkjunni eru vægast sagt
hneyksli. Presturinn er sem
embættismaður sambærilegast-
ur lækninum. En islenzka ríkið
tæki að sjálfsögðu ekki í mál,
að héraðslæknar væra kosnir.
Það leyfir ekki einu sinni þegn-
unum að velja sér bæjafógeta
eða sýslumenn. Rikið telur sig
yfirleitt ágætlega fært um að
ráðstafa embættum. Helzta
undantekningin er prestskosn-
ingarnar. Og hingað til hefur
kirkjan sætt sig bærilega við
ósóma þeirra, þó að hún hafi
upp á síðkastið vaknað til ein-
hverrar vitundar um sæmd sína
og skyldu í þessu efni. Hún virð-
ist hafa gleymt því, að hún
er þjóðkirkja. Prestskosningar
kæmu til greina í sjálfstæðum
og fjárráða söfnuðum, en i
þjóðkirkju eiga þær engan rétt
á sér.
Eina lífsmark safnaðanna inn-
an íslenzku þjóðkirkjunnar nú
á dögum er það, ef fólkið lætur
hafa, sig til þess að skipta sér
af prestskosningu. Og þá er ekki
að þvi að spyrja, að öldumar
rísa hátt og brotna langt. Deil-
umar snúast í orði kveðnu um
persónur eða skoðanir umsækj-
endanna, en eru raunverulega
af allt öðram og lakari toga
spunnar. Stjórnmálaflokkamir
skipuleggja iðulega kosninga-
baráttu prestanna, og kirkjan
tekur á sig þá hryggðarmynd
nauðug eða viljug. Prestskosn-
ingar era þess vegna persónu-
legustu og hatrömmustu deilu-
mál Islendinga, ef söfnuðimir
gefa frambjóðendum á annað
borð gaum fyrr en að kjöri
loknu. Þannig byrjar margur
presturinn starf sitt með því að
kljúfa söfnuðinn. Væri ekki nær
að sameina kraftana í stað þess
að sundra þeim?
Samt er ekkert gert til að
koma í veg fyrir ósómann, þó
að fátt sé auðveldara. Ríkið
nennir þvi ekki, og kirkjan get-
ur ekki einu sinni haft skoðun
á því, hvernig ráða eigi verka-
mennina í vingarð hennar.