Vikan - 20.04.1961, Side 27
LÆKNIRINN SEGIR:
Framhald af pls. 8.
um og venjuleg átta ára stúlka.
Menn verða samt að hafa það hug-
fast, að gáfnaprófið er að miklu
leyti hæfnispróf. Foreldrar Péturs
litla fá ef til vill að vita, að hann
hafi gáfnavísitöluna 108. En ef
foreldrar hans hefðu týnt honum
inn í frumskóginn, eins og foreldr-
ar Mowglis eða Tarzans, og hann
hefði alizt þar upp við annarlegar
aðstæður, er hætt við, að gáfnavisi-
tala hans yrði varla meiri en 54. En
enginn mundi þvertaka fyrir það,
að enn mundu búa í honum eigin-
leikarnir, sem hann erfði frá for-
eldrum sinum, og þá er hægt að
þjálfa, þannig, að brátt mundi hann
sýna, er hann snýr aftur til sið-
menningarinnar, að gáfnavisitala
hans stigur dag frá degi.
KONAN í KARLMANNA-
SPEGLI.
Framhald af bls. 12.
seidur veikleika sínum gagnvart
konunni. Hjá Schopenhauer er þessi
geigur vel falinn undir kvennahatri,
en kemur þó stundum i Ijós. Honum
liggur kalt orð til móður sinnar, og
líklega á hún sinn þátt í þeirri
beizkju, sem hann ber í garð kvenna.
Við mundum segja, að hann hefði
skort móðurlega hlýju og ástríki i
uppvextinum. Hann segir: „Með
þvi að faðir minn var sjúkur og
þróttlaus og fjötraður við stól sinn,
þá hefði hann verið yfirgefinn með
öllu, ef gamli þjónninn hans hefði
eklci stundað hann af ást og trú-
mennsku. Móðir min hélt veizlur,
meðan pabbi tærðist upp í einmana-
leik sinum. Hún skemmti sér, meðan
hann kvaldist Slíkt er kvennaást.“
HERRA SKÖPUNARVERKSINS.
Sjálfsmat konunnar lá um aldir
undir þessu fargi. Það endurspegl-
ast i þeirri mynd, sem hún gerir sér
af karlmanninum. Hún gerði sjónar-
mið hans að sínu. Sá skilningur varð
henni trúaratriði, að karlmaðurinn
stæði miklu nær guði en hún sjálf.
Hún fór að líta á sig sem móður
syndarinnar. Að sama skapi miklar
hún fyrir sér yfirburði karlinanns-
ins og skoðar það sem sitt eðlilega
keppismark að vera honum undir-
gefin og lúta vilja hans.
Meðan helztu samskipti manna
voru morð og nauðganir auk hinnar
hörðu baráttu við náttúruöflin, naut
karimaðurinn líkamsburða sinna i
sókn og vörn. Þá sýndust yfirburðir
hans ótvíræðir. Því tignaði konan
hann sem þá hetju, er megnaði að
veita henni og börnum hennar vernd
og skjól. Hún þurfti aðeins að geðj-
ast honum. Ótaldar aldir snerist við-
leitni hennar um þetta og mótaði þá
manngerð, sem algengust var meðal
kvenna fraon á vora daga: mann-
gerð þjónustusamrar undirgefni.
En nú er atvinnu- og samfélags-
þróun tæknialdar að leysa konuna
frá þessari nauðungarundirgefni.
Um leið breytist sjálfsmat hennar:
Hún tekur að skoða sig sem félaga
og kcppinaut karlmaunsins á jafn-
ræðisgrundvelli. Við þetta verður
mörgum órótt og sýnist rökkva í
ríki karlunga. í þeirra hópi er stud-
iosus severus, sem átti athyglisvert
bréf um þetta efni í síðustu grein
þáttarins. Kröfur hans um undir-
gefni konunnar eru að visu ekki
jafnróttækar og hjá Schopenhauer;
HÖFUM FYRIRLIGGJANDI NOKKUR
STYKKI AF HINUM ÓDYRU JAPÖNSKU
KRTO »E
PRJÓNAVÉLUM.
Þessar vélar eru sérlega fyrirferOalitlar. Prjóna fallegt prjón og
mörg mynstur. Hverri vél fylgir ókeypis kennsla og árs ábyrgö.
Umboösmenn:
G. HELGASON
HAFNARSTRÆTI 19.
MELSTED H.F.
RAUÐRÁRSTÍG 1.
I
Vi"—lV4."
%"—íVi"
1"
EINKA UMBOÐ VERKFÆRI
Sighvatur Einarsson & Co.
j SKIPHOLTI 15. — SÍMAR: 24133 — 24137.
É>
sammála eru þeir þó um það, að
konan eigi að helga sig óskipt hinu
hefðgróna húsmóðurstarfi, en þoka
að öðru leyti í öllu fyrir forystu
karlmannsins. Hér ræður óskhyggj-
an þó fullmiklu. Konan hefur verið
karlmanninum þægileg þjónusta; á
hann að skipta á henni fyrir fram-
sækinn keppinaut? Frelsi konunnar
til að þroskast skv. eigin hneigð og
löngun hlýtur að raska þeim að-
stöðumun, sem undirgefni hennar
spratt af.
í dulvitund karlmannsins leynist
ævagömul vanmáttarkennd gagnvart
konunni. Eðli hennar er honum ó-
skiljanlegt. Hann hrifst af kyntöfr-
um hennar, verður henni háður gegn
vilja sinum, finnur dularfullt vald
hennar yfir sér. Og hún ól afkvæmi.
Á frumskeiðum mannkynsþróunar-
innar var karlmanninum alls ekki
ijóst, hvaða þátt hann átti í getnaði,
fram á síðustu tíma hafa fundizt
þjóðflokkar, þar sem honum var
þetta óljóst með öllu. Hann stóð þvi
sleginn felmtrun frammi fyrir þeim
hæfileika konunnar að fæða íaf-
kvæmi. Þessi geigur við hið dular-
fulla eðli hennar kynnti undir kyn-
hroka hans.
Á vorum dögum er róttæk sam-
félagsbylting að jafna muninn á ytri
aðstöðu karls og konu og um leið
matið á siðferðilegu gildi og menn-
ingarhlutverki kynjanna. ^
VtKAN 27