Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.04.1961, Qupperneq 29

Vikan - 20.04.1961, Qupperneq 29
< > ® ° 'LU CL LU CO ^ : o < : Bæheimskur kristall er stolt heimila um víða veröld. Allar konur kunna að meta fegurð Bæ- heimska kristalsins, sem fæst í öllum sérverzl- unum í miklu úrvali mynztra og skreytinga. Kristallinn frá Tékkóslóvakíu kemur með vorsólina á heimili yðar. Ekta Bæheims kristall frá Tékkóslóvakíu. ÞOKKALEG FRAMTÍÐ ÞAÐ. Framhald af bls. 9. glæsilegar atvinnuhorfur fyrir ungan mann, sem vildi leggja höggmyndalistina fyrir sig. Það er mikill munur fyrir málarann, sem getur selt verk sin fyrir verð, sem er viðráðanlegt fyrir hvern, sem er. Hann hefur sæmilega mögu- leika til þess að geta lifað af list sinni. Högg- myndir eru aftur á móti ekki seldar einstakling- um. Það eru einkum bæjarfélög og ríki, sem eru kaupendur að þeim. Arkítektar og verkfræðing- ar, sem spreyta sig á þvi að byggja borgir, eiga að hafa samvinnu við myndhöggvara. Þegar reist eru nýtízkuhús, er eðlilegt, að þau og umhverfi þeirra sé slcreytt með nýtizku-lista- verkum. Þarna er mikið verkefni fyrir mynd- höggvara, en þvl miður hefur þessu ekki verið sýndur sá skilningur hér, sem skyldi. — Gæti ekki verið, að fjájjhagsvandræðiln kæmu þar líka við sögu? Það eru allir svo blank- ir. —■ í og með, en það er mikið skilningsleysi ríkjandi, og ég skal segja þér dæmi um það. Flestir vilja fylgjast með timanum að öllu leyti, búa í nýjum húsum með nýtízku-húsgögnum, ganga í fötum með nýju sniði og aka i nýju módeli af bíl. Meira að segja gamlar konur vilja fylgjast með, og í búðum biðja þær ekki um kjóla, sem voru i tizku fyrir fjörutiu árum. En fólk kemur til mín og segir: „Heyrðu, áttu ekki eitthvað, sem þú gerðir fyrir fjörutíu árum.“ — Ég nefndi þetta einu sinni við prest, og hann sagði: „Vertu rólegur, Ásmundur, — andinn er alltaf á undan efninu.“------Nefið? Nei, við kunnum ekki að taka i nefið, og það er skaði, eins og neftóbaksbrúkun er þjóðlegur og hollur siður. — Segðu mér, hefur riki og bær lítið keypt af þér? — Bærinn hefur keypt nokkrar myndir, en ríkið mjög lítið. Ég get sagt þér til dæmis, livernig þeir nota höggmyndalistina úti, að ég kom eitt sinn í súkkulaðiverksmiðju í Svi- þjóð; gríðarstór verksmiðja og margir, sem unnu þar, ÞaC sýnist i fljótu bragði að lista- verk hafi litil áhrif á bragð súkkulaðisins eða afköst fólksins, en forráðamenn verksmiðjunn- ar höfðu komið þar víða fyrir stórum höggmynd- um, sem voru augnayndi. Svona er það. Úti á víðavangi, í opinberum byggingurp og jafnvel á vinnustöðvum eru verðugir staðir fyrir góðar höggmyndir. — Við voru búnir að slá því föstu, að rýrir afkomumöguleikar væru orsök þe$s, að ungir menn legðu ekki fyrir sig myndhöggvaralist. En nú grípa margir i það að læra teikningu, mál- aralist, söng og leiklist, bara fyrir sjálfa sig. Af hverju koma miklu færri til að nema módel- eringu i þeim tilgangi? — Þannig hefur það alltaf verið — nema kannski á gotneska tímabilinu. En nú held ég, að það hljóti að breytast, og ástæðan til þess er sú, að aldrei hefur verið jafnmikil þörf fyrir skúlptúr og nú. — Áf hverju hefur sú þörf vaxið? Vegna þess, að það er alltaf verið að móta. Arkítektar og verkfræðingar eru sifellt að móta járn og önnur efni úr jörðinni, og þó það sé kannski rétt hjá prestinum, að andinn sé eitt- hvað á undan efninu, þá má það ekki dragast úr hófi, að myndhöggvararnir vinni með þeim, sem byggja og móta. Jæja, nú kjafta ég af mér allt vit, — þú mátt ekki fara að láta mig „skandalísera“ i blaðinu. Ég á við-------- — Nei, nei, engin hætta. Hefurðu lengi stund- að kennslu? Ég hef stundað kennslu i fimmtán ár, og mér finnst ég geta sagt það með góðri samvizku, að ungt fólk nær betri tökum á módeleringu nú en áður. Líklega er það vegna þess, að það er van- ara teikningu, sem verður að teljast undirstöðu- atriði. — Á hvað leggur þú einkum áherzlu við kennslu i módeleringu? — Byrjandinn verður að valda módelinu, og þess vegna læt ég hann gera eftirlikingu eða allt að því. Að minum dómi geta allir gert sæmi- lega módelstúdíu, en öðru máji gegnir úm áframhaldið. Þá kemur það til greina, hvernig við viljum túlka lífið. — En ef einhver vill byrjja á abstrakt formiV Ég vil ekki útiloka neitt, en það er ekki undir- staðan. Til þess að maður geti túlkað lífið, þarf að draga hann að þvi. — Nú mundi margur vilja halda því fram, að auðveldara væri að gera abstrakt verk en ná- kvæma módelstúdíu. — Auðvitað mundu margir halda því fram, en það er tóm vitleysa. Það er augljóst mál, að það er erfiðara að skapa úr eigin hugskoti en gera eftirlíkingu af fyrirmynd. Það jjarf engu síður nákvæmni við abstrakta myndbyggingu. Þar verður allt að vera „korrekt“. — Mér hefur fundizt sem menn eigi svo hægt með að réttlæta abstrakt verk. Ef einhver finnur að, þá er sagt: Þetta á að vera svona. Listamað- urinn telur sjálfur réttara að hafa það svona en ekki á hinn veginn. — Sú réttlæting er alveg út i bláinn, og eng- inn, sem eitthvert skynbragð ber á list, tekur liana sem góða og gilda vöru. — Betur, að satt væri. En nóg um það. Mig langar til þess að spyrja þig að lokum: Finnst þér ekki, að ungt fólk liafi betri skilning á nú- tímalist en eldri kynslóðin, enda þótt hún fylg- ist með á öðrum sviðum og kaupi ekki föt, sem voru í tízku fyrir fjörutiu árum? Áður en Ásmundur svaraði þessu, sneri hann sér að einum nemandanum og sagði: Heyrðu, mér likar þetta ekki alveg. Það er bólga í þessu hjá þér. Athugaðu formin betur. Þau eru þarná. Sjáðu bara hendurnar á sjálfum jiér. Þær virð- ast vera rúnaðar, en samt eru jjetta meira og minna afmörkuð form, ef betur er að gáð. Varstu að segja eitthvað? Ég endurtók spurninguna, og hann svaraði. ■ — Ég gerði mynd fyrir samkomuliúsið Lídó, sem hangir yfir stiganum, og ég var þar einu sinni með ljósmyndara að taka myndir af henni. Þar var á sama tíma þvottakona við vinnu sina, og það, sem hún sagði, var mjög einkennandi, en mér þótti það bara skemmtilegt. Hún kom til okkar, leit á myndina og spurði mig, hvað þetta ætti að vera. Ég sagði sem var, að ég kall- aði myndina Inn í framtiðina. „Ojæja,“ sagði hún, — „Þokkaleg framtið það.“ GíslL vikam 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.