Vikan - 20.04.1961, Síða 30
FREISTINGIN.
Framhald af bls. 7.
Þetta er mín sök, hugsaði hann.
Ég ímynda mér sögur um Evu og
alla aðra. En ...
En hún sagði hann. Róbert vissi
ekki til, að Eva ætti karlmenn að
vinum, sem hann þekkti ekki.
—■ Voru margir með lestinni?
Gekk ferðin vel?
Hún vildi ekki halda áfram að
tala um leikhúsið. Hún var óstyrk
og breytti um umræðuefni. Hún
leyndi hann einhverju ...
Hann kraup á kné hjá henni, og
hún tók um andlit hans og þrýsti
honum fast að sér.
— í hvert skipti og þú kemur
heim, finn ég, hve mikið ég elska
þig, hvislaði hún.
— Ég elska þig lika, Eva, sagði
hann. — Ég elska þig meira en ég
get komið orðum að.
Allt í einu skildi hann dálitið,
sem hann hafði ekki skilið áður.
Það var auðvelt að gifta sig. En að
verá giftur táknar það, að maður
verður að læra ýmislegt, — læra
að mæta erfiðleikunum án þess að
gefast upp. Og það táknar líka, að
maður veit, hvenær á að tala og
hvenær að þegja.
Hann faðmaði Evu að sér og
hugsaði, að hún ætti lika sín leynd-
armál, — alveg eins og hann átti
sín. Það hefði þrátt fyrir allt ekk-
ert orðið úr ást hans á Karenu, —
hann hefði sjálfur bundið endi á
það, ef hún hefði ekki gert það.
Hann mundi aldrei segja Evu frá
þessu. Það er svo auðvelt að mis-
skilja orð og svo létt að særa.
Hún mundi ekki heldur segja frá
nednu, sem særði hann.
En þegar maður hafði einu sinni
yfirunnið freistinguna og fundið
hina sönnu ást, þá var þrátt fyrir
allt ekki erfitt að vera giftur.
Á BORÐ OG VEGGI.
FÆST í ÝMSUM LITUM
OG MYNSTRUM.
SIGHVATUR EINARSSON & Co.
SKIPHOLTI 15. — SlMAR 24183 — 24137.
NIÐURSETNINGUR...
Framhald af bls. 19.
ViÖurstyggileg jarðaníösla.
Sú tíð er liðin, að íslenzkir prestar
séu veraldlegir höfðingjar í sveit
eða héraði jafnframt sálnagæzlunni.
Þetta kemur ekki að sök í bæjun-
um, en málið horfir allt öðru vísi við
i dreifðum byggðum landsins. Prest-
arnir, sem þar starfa, eru undan-
tekningalitið afhuga búskap, en sitja
eigi að síður ágæt og sögufræg óðul.
Afleiðingin er landskunn og sú, að
prestarnir bera ábyrgð á því, að beztu
jarðirnar fara í eyði, þó að þar eigi
að heita mannabyggð. Meira að segjá
. eldsvoöi gerir ekki endilega út af við
svívirðinguna, því að þá lætur prest-
urinn kannski hjá líða að hreinsa
brunarústirnar, svo að Þær gapa við
gestum og gangandi. Og yfirstjórn
kirkjunnar hreyfir ekki hönd eða fót,
þó. að eitt af höfuðbólum íslenzkrar
sögu og menningar sæti þessari við-
urstyggð.
Forustumenn kirkjunnar gefa
stundum í. skyn, að kirkjan hafi verið
afskipt, þegar hún fór í próventuna
hjá ríkinu. Satt er það, að kirkjan
missti af góðum eignum, og skal ég
hvorki mæla því bót né hælast um,
ef hún hefur verið beitt rangsleitni
eða kjánazt til að semja af sér. Hins
vegar ber kirkjunni að leggja ríkari
stund á að varðveita þær eignir, sem
hénni er enn trúað fyrir, en heimta
þær, sem hún lét af hendi. Meðferð
þeirra kann að skera úr um, hvort
henni er trúandi fyrir hinum.
Skylt er að láta þess getið, að all-
ir sveitaprestar landsins eru engan
veginn undir þessa sök seldir. Nokkr-
ir eldri prestar búa myndarlega, og
jafnvel ungir menn í klerkastétt sitja
. jarðir sínar drengilega, en þeir eru
sárafáir. Búskussairnir eru i yfir-
gnæfandi meirihluta. Svona er nú
sveitamenning íslenzkrar prestastétt-
ar á okkar dögum. Og þeir, sem þess-
um málum eiga að ráða, láta eins
og ekkert sé.
Tlmabært dagskrármál.
Prestskosningarnar og jarðaniðslan
eru táknræn dæmi um niðurlægingu
íslenzku kirkjunnar. Hún er einangr-
uð eins og skipbrotsmaður á eyði-
eyju. Og henni ríður lífið á, að þjónar
hennar geri sér þessa staðreynd
Ijósa. Þeir ættu að hafa forustu um
endurreisn þjóðstofnunarinnar, sem
er að deyja í höndum þeirra. En
skorti þá hug og dug til að beita sér
fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju vegna
þess að þeir vilji halda mála sinum
í aumkunarverðri próventu, ber rík-
inu skylda til að vinna verkið og
freista þess að bjarga islenzku kirkj-
unni úr niðurlægingu hennar. Það
gerist þó vafalaust því aðeins, að
söfnuðirnir hafi allan veg og vanda
af þjóðkirkjunni, fólkið í landinu
hreinsi helgidóminn og hefji kirkj-
una til gamalla og um leið nýrra
áhrifa. Islendingum er áreiðanlega
trúarþörf í blóð borin, en kirkjan er
nú múr milli þeirra og guðs. End-
urheimt kirkjunnar úr steinrunnum
álögum er því sannarlega timabært
dagskrármál. Ella munu öfgakennd-
ar sértrúarskoðanir vinna hér fylgi
þeirra, sem viðkvæmastir eru og
langþreyttastir, og helvítiskenningin
fella að nýju skugga sinn á landið.
Hirðisbréf Sigurbjarnar Einarsson-
ar biskups er frábært að máli og stíl,
en boðskapurinn eins og blaktandi
ljós á fallegu kerti, sem er að brenna
ofan í stjakann. Sigurbjörn Einarsson
er vel að því embætti kominn að setj-
ast á biskupsstól. En umboðsmanni
guðs í landinu er ekki nóg, að rómur
hans sé bliður, hár og snjall. Hann
þarf að marka stefnu. Það gerir Sig-
urbjörn Einarsson ekki í hirðisbréfi
sínu. Samt liggur gull tækifærisins í
lófa hans, og enginn samtíðarmaður
kann vist betur dæmisöguna um tal-
entuna. Ég vona, að hann láti verkin
tala. Jafnvel þeir veiktrúuðu óska
þess, að hans verði mátturinn og
dýrðin í' biskupsstarfinu, og fylgd
þeirra getur orðið honum góð, ef
hann tekur forustuna.
Helgi Scemundsson.
Úrin sem við mælum með
til fermingagjafa: —
HARÐPLASTIÐ
Austurstræti 8 - P. O. Box 204 - Sími 14606.
— Sendum í póstkröfu. —
ÚRSMIÐIR
BJÖRN &
*
I.W.C.
Heuer
Alpina
Cadola
Pierpont
Damas
Sultana
Roamer
Yema
Fást hjá okkur.
*
INGVAR
30 MHCAN