Vikan


Vikan - 21.09.1961, Page 4

Vikan - 21.09.1961, Page 4
Margar þjóðir heims standa nálega ráðþrota gagnvart þvi vandamáli, sem offjölgun mannfölks- ins er. Vandamál okkar er miklu fremur gagnstætt, — fámenn þjóð í víðáttumiklu landi. Þjóðinni fjölgar um 2% á ári, en þess er þó langt að bíða, að landið megi teljast fullbyggt að þvi leyti, sem það er byggilegt. Sökum fólksfœðar getum við ekki lagt vegi, ræktað landið, nýtt jarðhitann, fossaflið eða fiski- miðin. Það er ekíci einu sinni hægt að gefa út góð blöð á Islandi, því að kaupendur eru svo fáir, og sömu sögu geta fjölmargar tegundir vðnaJðar sagt. Sú spurning hefur oft verið rædd, hvort rétt væri að stuðla að innflutningi útlendinga til þess að flýta fyrir þeirri þróun, sem annars tæki marga áratugi. Sú ráðstöfun mundi vissúlega hafa einhver áhrif á þjóðerni og menningu, og nú hefur Vikan snúið sér til nokkurra greinargóðra manna með þessa spurningu, og fara svör þeirra hér á eftir: Frú Auður Auðuns, forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur: Ég tel, að m.a. vegna mannfæðar íslenzku þjóðarinnar eigum við að fara varlega í þessum efnum. Þótt okkur sé að því ávinningur á margan hátt, að hér setjist að dugandi út- lendingar, þá mega ekki verða að því meiri brögð en svo, að þeir samlag- ist með eðlilegu móti þjóðinni, sem fyrir er. Síðari hluti spurningarinnar, geri ég ráð fyrir, að sé við það miðaður, að bólfesta og ríkisfang fari saman, og má þá benda á það, að þjóðerni útlendingsins skiptir ekki máli að íslenzkum lögum, þegar um er að ræða veitingu ríkisborgararéttar. Má að því leyti segja, að allir þjóðflokk- ar hafi þegar jafna aðstöðu. Nei, ég tel ekki æskilegt, aö stuðlaS sé a6 innflutningi erlendra manna til landsins með það fyrir augum, að þeir verði íslenzkir ríkisborgarar. — 1 því efni legg ég alla þjóðflokka að jöfnu. I stjórnarskránni segir, að enginn útlendingur geti fengið ríkisborgararétt nema með lögum. Þetta tel ég eðlilegt, því að veiting þegnréttar er þjóðskipu- lagsatriði. Og með því að binda þetta í stjórnarskránni er ætlunin vissulega sú, að ekki séu opnar allar dyr fyrir fólki af erlendu bergi brotnu til íslensks þegnréttar. Þegar Alþingi afgreiðir lög um veit- ingu rikisborgararéttar, er það jafnan rikisstjórnin, sem leggur slíkt frumvarp fram. Þá hafa þær venjur skapazt, að 10 ára búseta í landinu og full skiíriki fyrir því, að umsækjandinn hafi verið góður þegn ættlands síns, séu sett að skilyrði fyrir því, að ríkisborgararéttur sé veittur með lögum. Þó hafa Norður- landabúum stundum verið veitt ríkis borgararéttindi eftir aðeins 5 ára búsetu. Enn fremur krefst þingnefnd jafnan fullnægjandi sannana fyrir þvi, að um- sækjandinn hafi í hvívetna getið sér gott Hannibal Valdimarsson, or® ^ér ^ ^an<li. forseti Alþýðusambands íslands. þessum hömlum gegn þvi, aö er- lendir menn öölist islenzkan ríkisborg- ararétt, tel ég ekki rétt aö slaka. Ég minnist þess, að eitt sinn var erlendum vísindamanni, sem rökstutt var, að fengur væri að sem islenzkum þegni, veittur ríkisborgararéttur af mikilli skyndingu á Alþingi og að lítt rannsökuðu máli, og gaf sú ráðabreytni illa raun. — Hinn nýfengni, íslenzki rikisborgararéttur var aðeins notaður sem „stökkbretti“ til annars lands. Að vísu er ég þeirrar skoðunar, að Island væri að byggilegra, ef hér byggi margfalt fleira fólk en hér er nú. En þó tel ég æskilegast, að þar haldist í hendur eölileg fjölgun íslenzks þjóðfélags og eölileg þróun íslenzkra atvinnu- vega. — Það held ég affarasælast. Ef opnaðar yrðu allar dyr fyrir útlendingum og að því stuðlað, að erlendir menn fengju hér rikisborgararétt, er fullhætt við, að hingað slæddist mörg ókindin, sem lítil kynbót væri að islenzkum stofni. Að lokum tel ég, að flaumur erlendra manna inn í landið sé oss Islendingum sýnu hættulegri en öðrum þjóðum af tveimur ástæðum: fámenni þjóöarinnar — og litt numdum náttúruauöœfum landsins, sem ékki beri aö kasta fyrir hund og hrafn, heldur œtla landsins börnum aö hagnýta á ókomnum tímum. -jf 4 VIKAN Það er nú tæpur áratugur <j síðan, að ég vék að flótta- mannavandamálinu i útvarps- erindi, og fórust mér þá m.a. orð á þessa leið: „Úti í heimi er fjöldi flótta- fólks, sem gefa mundi aleigu sina fyrir öruggan samastað. Fólk þetta lifir algeru gervi- lífi í braggahverfum á megin- landi EVrópu. Alþjóðaflótta- mannastofnunin reynir eftir föngum að útvega Því fram- tiðardvalarstað. . . . Islenzka Þjóðin er fámenn. — Hún þyrfti að vera a.m.k. ein milljón til Þess að geta nytjað — landið sitt sem bezt og borið harmkvælalaust allar þær byrðar, sem á henni hvíla sem fulivalda menningarþjóð.“ I öðru útvarpserindi, fluttu s.l. vetur, var vikið að fjölgun mannkynsins og bent á þann möguleika, að einhvers konar alheimsstjórn mundi skylda þær þjóðir, sem hafa nægjan- legt landrými, til þess að veita viðtöku fólki frá þeim þjóðum, sem búa við mikil og ört vax- andi ÞrengsU, þvi að eftir 25 ár verði með sama framhaldi mannfjöldi á jörðinni tvöfaldur á við það, sem hann er nú. En einmitt I því efni væri æski- legra að hafa átt frumkvæðið og leyfa tilteknum fjölda manna að setjast hér að ár- lega, t.d. 25—50 manns á árL Gæti verið gott að geta vitnað til þess síðar, hvað við hefðum gert í Þessu efni að fyrra bragði, ef tU þess kæmi, að við yrðum skikkaðir tU að taka við fólki. Árið 1956 átti ég ásamt nokkrum öðrum mönnum i Rauða krossi Islands, frum- kvæði að því, að hingað komu 52 ungverskir flóttamenn, og nokkrum árum siðar nokkurn þátt í hingaðkomu 35 júgó- slavneskra flóttamanna Segja má, að þessar tilraunir hafi báðar tekizt vonum bet- ur, ekki sízt þegar miðað er við, hve litlum undirbúningi var unnt að koma við Voru margir landar mínir vondaufir um, að nokkur þessara manna mundu ílendast hér. Af Ur.g- verjunum hafa eUefu horfið af landi brott, en aðeins ein júgó- slavnesk hjón með 3 bðrn. Stundum hefur maður heyrt Rauða krossinum hallmælt fyrir að hafa ekki haft skóla fyrir þetta fólk og kennt Því málið. Öllu fólkinu stóð til boða kennsla á kvöldin, en engir vildu notfæra sér það nema i örfá skipti og óhugsandi af fjárhagsástæðum að halda þessu fólki uppi hér á skóla, heldur var lögð áherzla á að koma fólkinu til starfa innan um Islendinga, þar sem það lærði málið auðveldlega. Við hingaðkomu ungverska flóttafólksins reyndi ég eftir föngum að velja það fólk úr, sem hugsazt gat, að sætti sig við hinar nýju aðstæður, og hafnaði t.d. hóp námuverka- manna. I Þjóðviljanum var mér líkt við hvitan þrælasala fyrir þessi sjónarmið, en reynslan hefur sýnt, að hér var rétt að farið, og með það I huga tel ég rétt að veita einungis slíku fólki viðtöku, og þá sé eigi síður haft í huga, að fólkið sé af sama bergi brotið og við eða sem skyldast okkur, þannig að það geti jafnóðum horfið inn í þjóðariikamann. ^

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.