Vikan


Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 21.09.1961, Blaðsíða 11
hann vingjarnlega. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svaraði konan. „Og þar að auki vil ég ekkert vera flækt í þetta mál.“ Að svo mæltu snaraðist hún út um dyrnar og var öll á bak og burt. En það er ekki auðvelt að sleppa úr greipum lögreglunnar, hafi mað- ur einu sinni gengið í þær. Það fékk unga konan að sanna. Lög- regluþjónninn veitti henni nefnilega eftirför og bauð henni, ljúfmann- lega, en ákveðið, að snúa við og gera heimsókn sina á lögreglustöð- ina ekki svo snubbótta. Og þegar hann hafði leitt hana aftur til stofu, opnaði hann böggulinn að henni viðstaddri. Lesandinn mun þegar hafa fengið hugboð um, hvað i böggli þessum var. Og eflaust hefur hann þegar gert sér ljóst, að málið var nú ekki orðið æsitegt iengur og þaðan af síður giæpsamiegt. Það var vitan- lega fatnaður hins fyrrverandi reyKliafsbúa, sem í böggiinum var, ytri sem innri kiæði hans, sokkar, skór, -— meira að segja húfan. Unga konau skýrði lögregluþjón- inum síðan frá því, og það var ekki laust við, að hún roðnaði, að það væri vinkona sín ein, sem beðið hefði sig að koma bögglinum á lög- reglustöðina; hún væri gift og byggi í húsinu, þar sem brunaliðið rauí reykháfinn um nóttina. Leyndarmálið upplýstist nú smátt og smátt, öilum tii gamans og skemmtunar — nema aðalpersónun- um i því ævintýri. Garðyrkjumaðurinn, sem var kvæntur, hafði heimsótt ástkonu sina þessa umræddu nótt, en með mestu leyncl, þar eð hún var einn- ig öðrum buiiain. En liún liafði einmitt fuilvissað eiskhuga sinn um, að eiginmaður hennar yrði víðs- fjarri þá nótt alia. En hann var að minnsta kosti ekki nógu fjarri. Hann hafði að minnsta kosti orðið þeim elskeud- unum allt i einu óþægilega nálæg- ur — og það einmitt, þegar þannig stóð á, að eiginmaðurinn gat ekki með nokkru móti verið í neinum vafa um, hvað fram færi. Þá hafði eiginmaðurinn gerzt all- hávær og orðijótur i þokkabót. Og til áherziu ölium skammaryrðunum og hótununum liafði hann gengið berserksgang', ekki aðeins i svefn- herberginu, lieldur og í stofunni, svo að húsgognin hlutu að bera því lengi vitni. En fyrst og fremst hafði þó þetta æði hans beinzt að gestinum með þeim afleiðingum, að hann varð að flýja úr yli sængur- klæðanna og ástkonu sinnar, án þess að honum veittist nokkurt ráð- rúm til að skýla nekt sinni, — og allsnakinn smaug liann síðan út um dyragættina, hvarf hljóðlaust eins og skuggi upp stigana í von um, að hann fyndi þar eitthvert afdrep fyrir berserksgangi eiginmannsins. En sú von brást. Framhald á bls. 32. Eiginmaðurinn hafði óvænt komið heim og friðillinn komst undan honum upp á þakið á húsinu. Hann hugðist leita hælis ef st í reyk- háfnum en einginmaðurinn barðí á fingur hans og hann féll niður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.