Vikan


Vikan - 14.06.1962, Síða 15

Vikan - 14.06.1962, Síða 15
Læknarnir unnu vcrk sín fljótt og örugglcga, með aðstoð kvcnnanna. hafa misjalnlega skarpar brúnir. Svo eru grindur fyrir framan suma ofna og annars staðar húsgögn. Það dregur auðvitað úr þess- ari hættu, sérstaklega í barnaherbergjum, eða þar sem börn fá að ólátast og leika sér. Þar þarf helzt að hafa eitthvað fyrir framan ofn- ana, ef maður ætlar að komast hjá þessari hættu." — Hvað er svo númer þrjú í röðinni? „Liklega hurðir. Bæði í húsum og bílum. Það eru oft með ijótari sárum, sem við fáum hingað. Að vísu aldrei lífshættuleg, en krakka- greyin geta orðið svo anzi illa úti af slíku. Sem betur fer er oftast hægt að laga slikt, ef fiipast af skinni, nögl losnar eða slíkt, því það er alveg furðulegt, hve fljótt grær sár á fingri á börnum. Það er verra ef brotnar kögg- ull eða jafnvel framan af fingri. Þá er hætt við þvi, að varanleg lýti hljótist af.“ — Það er vist erfitt að finna ráð við þessu .... ? „Já, annað en að gæta barnanna vel og vara þau við þessu. Svo verða fullorðnir auð- vitað ávallt að ganga varlega um hurðir, þar sem börn eru nálægt. Annars skeður þetta oft- ast þannig, að önnur börn loka á þau hurð- inni, og engum fullorðnum um að kenna. Svo eru vélaslysin. Það ef töluvert um það, að börn fari í þvottavindur, og það getur orðið mjög ljótt að sjá það. Sem betur fer man ég ekki eftir neinu alvarlegu slysi af þessum völd- um. Það versta, sem ég man eftir var, þegar handleggur á barni fór í vindu alveg upp að olnboga, — sem spólaði svo þar í sárinu. En jafnvel þá varð ekkert alvarlegt úr því, þótt það tæki tima að lagast.“ — Þetta ætti að vera hægt að forðast! „Já, það hlýtur að vera. Að sjálfsögðu ættu húsmæður að taka þvottavélina þannig úr sam- bandi, að börn geti ekki sett hana af stað aftur. Svo ætti að losa um vinduna sjálfa, þannig að hún snúist ekki, jafnvel þótt straum- ur sé settur á — og svo eiga börn ekki að leika sér innan um slikar vélar. — Svo eru sumar vindur þannig útbúnar, að ef eitthvað óeðlilega þykkt fer í þær, þá slá þær sjálf- krafa af, og opna sig milli valsa. Slikar véíar pru að sjálfsögðu öruggastar i þessu tilliti.“ — Er þetta dálítið algengt? „Já, þó nokkuð, en eins og ég sagði áðan, þá man ég ekki eftir neinu alvarlegu tilfelli, samt sem áður." — Hvernig er það annars með rafmagn, t. d. Verða ekki oft slys af þvi? „Ég ætlaði einmitt að fara að telja það næst. Það er samt ekki mjög mikið um þau. Helzt er það, að krakkar eru að pota einhverju í tengla, nöglum eða slíku, og fá rafmagnslost. Þau losna samt oftast við þetta og passa sig á því framvegis. Einhverju sinni kom hingað barn, sem hafði brennzt töluvert á tungu, þeg- Framhaid á bls. 36.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.