Vikan


Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 14.06.1962, Blaðsíða 20
Prússneska arnarorðan, sem Þor- grímur læknir fékk fyrir afrek sitt. lisgur, en þó enn leiigra til manna- byggða, hvort sem farið er austur eða vcstur og ófær vötn báðum megin. Skeiðarárósarnir að aust- an, en Hvalsíki að vestan, og þarna eru cngar mannaleiðir, nema þá sjaldan menn fara þangað á fjör- ur, og má nærri geta, livað oft það er farið um háveturinn, þegar öll vötn eru auð, eins og nú var, því þangað er sögð 4—5 stunda reið frá næstu bæjum, þó allan vatna- flákann megi skeiðriða á ísum.“ Það var því ekki glæsileg tilvera, sem blasti við þeim mönnum, sem i svörtu náttmyrkri leituðu bæja eftir að hafa brotizt af hálfsokkn- um togara upp á ströndina. Og manni verður hugsað til orða þjóð- skáldsins, þó við annan stað sé átt: . . . „Þau Héraðsvötn eru háskaspil og hvað þá, er enginn sér handaskil og vakir i vök hverri dauðinn." (Matth. Joch.). Vatnsflæmi. Og það átti ekki fyrir skipsbrots- mönnum að liggja að losna úr prís- undinni í bráð. Samt gerðu þeir árangurslausar tilraunir til þess að vaða ófærurnar í vestri og austri, og sólarhringum saman urðu þeir að láta fyrirberast á sandinum. Um það segir Fjallkonan á þessa leið: Á þessum ferðum þraut þá oft dag og urðu þá að liggja úti á ber- svæði og stundum á ísum. En skýli höfðu þeir smám saman gert sér úr tunnum og rusli, sem úr skip- inu rak, breitt yfir segl og mokað að sandi. En einar þrjár nætur voru þeir í skýlinu, þvi óttinn við að verða að deyja þar úr hungri rak þá sífellt af stað. Á þessu vonleysis- eigri voru þeir i átta sólarliringa, og 28. janúar lagði stýrimaður af stað og ætlaði að reyna að lcomast vestur yfir vötnin einn sins liðs, en til hans hefur ekki spurzt síðan, hefur annað hvort drukknað, eða helfrosið. Þann 29. leggja þeir enn af stað og liöfðu þá rekið saman eitthvert flekaskrifli, sem þeir ætluðu að reyna að fljóta á yfir dýpstu álana og drógu það með sér vestur að síki. 20 VIKAN Þeir sjá jiá menn á fjörunní fyr- ir vestan, en með engu móti gátu Jjeir vakið athygli Jjeirra. Vegur- inn milli Jieirra var iengri en svo. En svo leggja þeir þó á fremsta Iilunn og komast þá loks yfir vatns- flæmið, en tvo félaga sína urðu þeir að skilja eftir helfrosna. Þeir fylgdu svo braut fjörumanna og komust loks að Orrustustöðum á Brunasandi næsta morgun, en lúrðu undir skipsflaki á fjörunni um nóttina. Þeir höfðu þá verið að hrökldast um sandinn nær fjóra sólarhringa. Þeir voru þá eftir níu og þrír Htið kalnir, en sex mikið og þrír Jjeirra mikið skemmdir, mest á höndum og fótum.“ Þó vafalaust hefði mátt skrifa um stríð mannanna á sandinum, verður J)að ekki gert hér. Það er þó raun- ar ástæðulaust, Jjví hver og einn getur gert sér í hugarlund það sem á vantar. Að lokum segir svo í Fjallkon- unni, að J)á hafi á Orrustustöðum búið fótalaus einyrki, og hafi hann unnið ])eim allan greiða sem hann mátti, en svslumaður sá þeim siðar f.vrir læknishjálp og öðrum nauð- synjum.“ Gert að sárum. Það kemur hér siðar í ljós, að ]>að var undarleg tilviljun, að það verður til þess „fótalaus einyrki“ að skjóta fyrstur manna skjólshúsi yfir hina níu skipverja, sem eftir lifðu af Friedrich Albert, og gengu i hlað á Orrustustöðum að morgni hins 30. janúar árið 1903. Eftir að hafa þá verið í rúmlega 10 sólar- hringa á „vonIeysiseigri“ aftur og fram um eyðisanda, að Ieita manna- byggða. Þó ærnar mannraunir væru fyrir, var ekki öllu lokið enn, þvi nú fóru í hönd dagar veikinda, kvala og hugarangurs, því þeir voru „mikið skemmdir“ og kalsár- in höfðust illa við i fyrstunni. Vafalaust hafa strandmennirn- ir, sem drógust á tilfinningalaus- um ganglimunum í hlaðið á Orr- ustustöðum, talið sig liólpna. Og það var á vissan hátt rétt, en nú fóru i hönd tímar sársauka, sálar- stríðs og mikillar karlmennsku. Þeir voru i einu orði sagt, hrylli- lega leiknir líkamlega. Læknismálum íslenzku sveitanna bafði þokað það áleiðis, að héraðs- læknir var á Síðu. Bjarni Jens- son, læknir gegndi þvi embætti þá. Bjarni sá, sem von var, að of mikið yrði færzt í fang fyrir hann einan og áhaldalitinn, að ganga til verks, enda naumast til nægilegar sáraum- búðir til svo stórkastlegra skurð- lækninga, sem nauðsynlegar voru, og því var það að hann gerði Þor- gríini Þórðarsyni boð um að koma á vettvang sér til aðstoðar, en Þor- grímur var einmitt orðlagður skurð- læknir og fyrir aðgerðir sínar á útvortis meinum. Þegar Þorgrimur læknir fékk boðin, ásamt lýsingu af þvi verki, sem fyrir höndum var, lét hann hendur standa fram úr ermum. Hestar voru söðlaðir og ferðaföt tekin fram. Einn hestur bar ekki annað en sáralín, áliöld og lyf og síðan var haldið af stað sem leið liggur vestur sanda. Læknanna tveggja beið mikil barátta og erfið- ar aðstæður. Nú myndi reyna á kunnáttu þeirra og sálarþrek. í skýrslu sinni til landlæknis, getur Þorgrimur þess, að hann hafi haft meðferðis þýzka haödbók um skurðlækningar. Þegar Þorg'rimur læknir' var kominn vestur heilu og höldnu, yfir torfærulandslag um hávetur, var látið til skarar skríða. Um sjúkrahús, eða þjálfað að- stoðarfólk, sem nú þykir nauðsyn- legt var ekki að ræða og urðu því leikir að aðstoða læknana tvo við störf þeirra. Svo sein við liafði verið búizt, voru strandmenn of illa leiknir af kalinu, til þess að þeir inættu halda Iimum sínum ó- skertum, en til þess að fara fljótt yfir sögu þá lýsir stuttur kafli í bréfi frá Guðlaugi Guðmundssyni sýslumanni, til Þorleifs Jónssonar, á Ilólum, ástandinu hvað bezt, en bréf þetta ritar Guðlaugur sýslu- maður Þorleifi á Hóluni i marz- mánuði sama ár. Hljóðar bréfkaflinn á þessa leið: „Þorgrimur er korninn langt með að „aflima“ strandmennina,. og það liefur allt heppnazt prýðisvel að þessu og verður svo vonandi fram- úr, en ekki var það árennilegt í fyrstu. Hann hefur tjóðrað inig á þeim blóðvelli alla daga- og látið mig hafa þá virðulegu(I) atvinnu að „lialda fótunum“ og kanm ég honum enga þökk fyrir.“ Svo inörg eru þau orð, og sýslumaður gripur til gamanseminnar, til að skýra: vini sínuni frá viðburðuin, semi Iiann sjálfur hefur ekki koinizt hjá að taka þátt í nauðugur viljugur. I Fjallkonunni 12. apríl segir svo í fréttagrein: „Þorðgrímur læknir er fýriir skömmu kominn heim til sin vest- an af Síðu. Iiann hefur verið þar yfir þýzkum mönnum af „Fried- rich AIbert“ frá Getsemiinde, sem strandaði á Svínfellsfjöru 19. janú- ar siðastliðinn, og er búinn að taka af þeim fimm mönnum, sem; kól, átta fætur og allar tær af tveim fótum, þeir eru nú að mestu: grónir og líður vel, eru allfrískir og, kátir.“ Ilér hafa verið raktir fáeinir þættir i mikilli sögu; aðeins f;á~ einir þættir. Ekki til þess aðeins að minna á nær sextíu ára gamlán harmleik, heldur til að leggja litian stein í minnisvörðu um óeigingjarnt starf hinna nafnlausu landái vorra, sem hafa frá fyrstu tíð dregið menn úr strandi, gefið þeiin liúsa- skjól og fatnað, og að lokum. sko.tið undir þá liesti í kaupfar. Við sjáum i anda, mörgum vik- um síðar, þegar hinir fótalausu skipverjar af Friedrieh Albert frá Getsemúnde snúa sér við á linakkn- um og horfa i síðasta sinn yfir sand- auðnina iniklu, mjóa grastorfuna og hrikaleg fjöllin. Um veika líkamana fer alda djúpra tilfinn- inga, þakklæti og endurminning um mikinn sársauka, bata og vin- áttu. Þegar strandmennirnir náðu til Þýzkalands, rak þýzka Jækna í rogastanz. Gat það verið satt, að íslenzkir sveitalæknar ynnu slík afreksverk í slcurðlækningum? Svo snilldarlega hafði tekizt, að engu var við að bæta. En læknarnir tveir voru sæmdir liinni prússnesku, rauðu arnarorðu fyrir afrekið. — Strandmennirnir sjálfir voru mjög þakklátir og skrifuðu læknum sin- um bréf og sögðu af högum sínum, en þess verður ekki getið hér. eftir Cföngu Hröíf — Það er niér mikil ráðgáfep Iivernig þér hafið komizt inn 1 þenn*- an skóla, Grímur Þorkelsson, hreyttí Ásmundur yfirkennari út úr sér. — Þér virðist alls ekki kunna skil & einföldustu reglum stærðfræðinnar,. sem þér eigið þó að hafa lært fyrir löngu. — Þér hafið vist, þvi miður, rétt fyrir yður, lierra kennari, sagði Grímur, — liafi Pýþagóras gert ein- hverjar stóruppgötvanir i stærð- fræðinni, er það án minnar vitund- ar, ég minnist þess ekki að hafa heyrt hans getið' fyrr. — Þér eruð einkennilegur náungi Grimur, mælti kennarinn, með nokkrum þjósti, þér lokið ekki munninum allan tímann út í gegn, en ef ég spyr yður einhvers, getið þér ekki stunið upp einu einasta orði. — Ég verð að biðja yður að af- ■saka, ég gat því miður ekki lesið stærðfræðina í gær, — ja, satt að segja, hafði ég ekki tima til þess. — Það virðist ætla að ganga erf- iðlega að koma yður í skilning um, að afsakanir sem þessar eru ekki iteknar gildar, nensa þær séu bornar fram áður en tíminn byrjar, — en þér vilduð ef til vill segja mér á- stæðuna fyrir þessu mikla annriki yðar, vera má að ég taki hana til greina, sé hún réttmæt. Það var stutt þögn, Grímur hafði ekki búizt við að þurfa að útskýra málið nánar. — Þannig er mál með vexti, byrj- aði hann, og glotti eilítið út i ann- að munnvikið. — Vissuð þér kannski ekki, að hún amma min tók upp á því að deyja núna fyrir nokkrum döguin og var jörðuð i gær? — Ég get ekki séð, að amma yðar komi þessu máli við, lífs eða liðin. — Jú, sjáið þér til, ég varð auð- vitað að fara til erfisins og kom ekki heim aftur fyrr en klukkan var langt gengjnn i tólf, og þá var vit- anlega of seint að fara að læra stærðfræðina. — Yður var vorkunnarlaust að lesa i morgun áður en skólinn byrj- aði. — Þvi miður, lierra kennari, ég er maður ákaflega morgunsvæfur, ég vaknaði ekki fyrr en Ólafur, minn ágæti vinur, sem hér situr, tók að hrista mig fyrir svo sem hálf- tíma. — Þér skuluð ekki halda að ég leggi trúnað á svona sögur, sagði kennarinn og reyndi nú ekki lengur að leyna reiði sinni, — og ef þér viljið vita livers vegna, get ég sagt yður, að amma yðar hringdi einmitt liingað í gær, til þess að spyrja hvernig yður gengi námið, og þá heyrðist mér hún vera all hrcss.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.