Vikan


Vikan - 14.06.1962, Side 34

Vikan - 14.06.1962, Side 34
SKKsrssrss MERKIÐ ER Sportver fraraleiðir STRETCH HELANCA sportbuxur í fjölbreyttu úrvali. Allar stærðir — tízkulitir. SPORTVER Skúlagötu 51. Sími 15005. Fæst í flestum snyrtivöru- og lyfja- verzlunum um allt land. INSTANT TAN með vitamin D Þessi kristaltæri vökvi fer nú sem eldur í sinu uni allan heim. Ilvers vegna'? Vegna þess að (þér berið liann á yður að kvöldi til, og að morgni, þegar þér vaknið, eruð þér orðin sólbrún, eins. og þér hafið legið á baðströnd, svo dögum skiptir. Flýtir einnig fyrir að liúðin verði brún eí legið er i sólbaði. k Notkunarreglur: Berið á yður i upphafi,3svar sinn- um, með klukkustundar millibili, að kvöidi til. Það tekur um það bil G tíma þap til hörundið er orðið brúnt. Nauðsynlegt er að þvo sér um hendurnar eftir að búið er að bera á sig. Til að halda við hinum eðlilega, brúna iit, sem þér hafið fengið, nægir að bera á sig einu sinni að morgni, svo lengi sem óskað er. Látið ekki hjá liða að kaupa yður glas af þessum undravökva strax i dag og sanníærast um hæfileika hans. Er algerlega skaðlaust fyrir húðina. HEILDSÖLUBIRGDIR J5NyRTIVORUR H.F, Box 834. — Sími 17177. armana um háls honum, að hugga hann, að segja að hún hefði verið að skrökva. En hún hreyíði hvorki iegg né lið. „Ég hef haft samband við lögfræð- inginn minn,“ sagði Alan rólega. „Ég sagði honum að ég vildi fá skilnað. Hann ráðlagði mér að fara til Reno eða eitthvað þessháttar. Sökum gagn- kvæmra yfirsjóna, eða einungis af minni hálfu, ef þú vilt.“ „Jæja,“ sagði Josée. Hún varð agndofa og um leið var sem létti af henni fargi, en gat ekki haft af honum augun. „Eftir það sem á undan er gengið, geri ég ráð fyrir að það sé eina leið- in,“ sagði Alan, Hann reis á fætur og setti hljóm- plötu á spilarann. Hún kinkaði kolli til samþykkis. Hann sneri sér að henni svo snöggt að henni brá við. „Ertu því ekki sammála?" „Ég sagði já; að minnsta kosti gaf ég til kynna að ég segði já.“ Tónverkið fyllti stofuna og ósjájf- rátt reyndi hún að bera kennsl á það. Grieg? Schumann? Hún ruglaði þeim alltaf saman. „Ég hafði líka samband við móður mína. Ég skýrði henni frá því — í fám orðum — hvernig komið væri og sagði henni hvernig ég hefði ákveðið að snúast við því. Hún var þvi sam- Þykk.“ Josée svaraði ekki. Hún leit á hann, og úr svip hennar mátti lesa: Það kemur mér ekki á óvart. „Hún gaf það jafnvel í skyn að hún fagnaði því, að sjá mig loks bregðast við eins og mann,“ bætti Alan við svo lágt að varla heyrðist. Hann sneri baki við henni svo hún gat ekki séð svipinn á andliti hans, en þóttist fara nærri um hann. Hún færði sig hikandi nær honum, svo lét hún staðar numið. „Eins og maður ....“ endurtók Alan þunglega. „Skilurðu það? Það var þetta sem sló mig. 1 hreinskilni sagt,“ og hann sneri sér að henni, „í hreinskilni sagt, finnst þér það að bregðast við eins og maður að yfir- gefa þá einu konu, sem maður hefur nokkurn tíma elskað, einungis fyrir þá sök að hún lá hálfa stund í faðmi hákarlaveiðimanns ?“ Hann lagði spurninguna góðlátlega íyrir hana, öldungis eins og hann mundi hafa lagt hana fyrir gamlan góðkunningja, án þess örlaði á gremju eða háði i rödd hans. „Það er eitt- hvað í fari hans, sem heillar mig,“ hugsaði Josée, „einliver brjálsemi sem ég er hrifin af.“ „Ég veit ekki,“ svaraði hún. „Nei, það held ég raunar ekki,“ „Þú lítur hlutdrægnislaust á þetta, er ekki svo? Ég er viss um það. Þér er gefinn sá eiginleiki að geta litið hlutdrægnislaust á allt og alla. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ann þér svo mjög. Og svo innilega." Hún reis á fætur. Þau stóðu hvort andspænis öðru, virtu hvort annað fyrir sér og það var sem af þeim félli annarlegur hamur. Hann lagði arm- ana á axlir henni og hún smeygði sér inn á milli þeirra og lagði vangann að peysubarmi hans. „Ég vil að þú verðir kyrr hjá mér. Að sjálfsögðu fyrirgef ég þér ekki,“ sagði hann. „Ég fyrirgef þér aldrei." „Ég veit það,“ svaraði hún. „Ég hef ekki stungið á ígerðinni. Það verður ekki um það að ræða að byrja á nýjan leik, það liðna verður ekki gleymt og grafið. Ég er ekki af þeirri manngerð, sem móðir mín viðurkennir, og þú veizt það.“ „Já, ég veit það,“ svaraði hún og: honum þótti som hún gréti. „Þú ert þreytt og það er ég líka. Og það sem lakara er, ég er orðinn þegjandi hás. Ég varð að kalla fullum hálsi svo til mín heyrðist um New York. Geturðu ímyndað þér að heyra. mig hrópa og kalla: „Konan mín hef- ur verið mér ótrú .... nei, nei — ótrú. Ó . . . . ! Hlægilegt, er það ekki?“ „Jú,“ sagði hún, „hlægilegt. Nú vil ég eiixungis mega sofna." Hann slepti henni, tók liljómplöt- una af spilaranum og gekk vandlega frá hehni áður en hann sneri sér að Josée: „Var hann bólfimur? Segðu mér- .... hvernig bar hann sig til?“ ooOoo Hún stiklaði á háum hælum niður- Breiðstræti með brosglott um varir þegar hún rakst á Bernard. Þau störðu hvort á annað jafnt furðulostin . unz þau féllust í faðma. „Josée .... ég sem hélt að þú vær- ■ ir dauð.“ „Nei, aðeins gift.“ Hann hló. Hann hafði verið ákaf- lega ástfanginn af henni í París fyr- ir nokkrum árum og hún mundi hanni eins og hann var þá, magran og hnugginn, í gamla regnfrakkanum sínum, þegar hann kvaddi hana meði tárin í augunum. Og nú stóð hanm þarna, þreknari, dekkri, brosandi. Skyndilega fannst henni sem hefðii hún sameinazt allri fjölskyldu sinni í einni svipan, allri fortíð sinni, og þó fyrst og fremst sjálfri sér. Hún fór að hlæja. „Bernard, Bernard .... hvað það er dásamlegt að sjá þig. Hvað ertu eiginlega að vilja í New York?“ „Bókin mín hefur verið gefin út hérna. Þú skilur, ég hef hlotið verð- laun — loksins." „Og nú tekurðu sjálfan þig allal- varlega?“ „Mjög alvarlega, og ég hef sand af peningum líka, og kvenfólk. Þú skilur, rithöfundur, sem hefur nýlokið . við meistaraverk." „Nei, einungis metsölubók, en ég. viðurkenni það aldrei og hugsa yfir- leitt alls ekki um það. Við skulumt fá okkur eitthvað að drekka." Hann bauð henni inn á bar. Húrr horfði á hann og brosti þegar hann ræddi um París, kunningja þeirra,, frama sinn, og enn einu sinni naut hún þeirrar beiskjublöndnu glað- værðar hans, sem jafnan hafði laðaffi hana að honum. Hún hafði alitaí hugsað til hans sem einskonar bróð- ur. Það var þó ,ekki það sem hannt vildi og einu sinni haíði hún rétt íi bili reynt að verða við óskum hans; en það var fyrir löngu, löngu síðan. Svo hafði Alan komið til skjalanna.. Hún hleypti brúnum og þagði. „Hvað um þig? Eiginmaður þinn?' Hann er Bandaríkjamaður?" „Já." „Fallegur, vandaður, rólyndur, að- dáandi?“ „Ég hélt það í eina tíð.“ „Siðspilltur, duttlungafullur, tillits- laus, grimmur, hrottafenginn?" „Hann er það ekki heldur.“ Bernard fór að hlæja. „Taktu nú eftir, Josée. Ég hef dreg- ið upp tvær dæmigerðar myndir. Það kæmi mér ekki á óvart, að þú hefðir komizt að raun um eitthvað sérstætt, en segðu frá því sjálf.“ „Jú,“ sagði hún, „hann Og allt í einu greip hana ekki. Hún grét langa hríð, hvíldi höfuðið' við öxl Bernards, hnuggins, vand-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.