Vikan


Vikan - 14.06.1962, Side 36

Vikan - 14.06.1962, Side 36
 M^ÍKM DREIVGJABUXUR SÖLUUMBOÐ: G. Ö. NILSEN, Aðalstr. 8. Sími 18582. Klæðagerðin SKIKKJA Reykjav. „Æ-já,“ sagði Alan. „Það er rit- höfundurinn úr sveitinni. Ég er bú- inn að gleyma nafninu." „Bernard Palig." „Þú sagðir mér af honum eitt kvöldið. Þú heimsóttir hann eitt kvöldið til að koma honum í skilning um að konan hans byrfti hans við, og varst svo um kyrrt hjá honum i gistihúsinu. Er það ekki sá hinn sami?“ „Jú,“ svaraði hún. „Það er sá hinn sami.“ Hún sá allt í einu fyrir hugskots- sjónum sínurn grámózkulega götuna í Poitiers, óhreint veggfóðrið í her- berginu og andaði enn einu sinni að sér hinum annarlega þef héraðs- borgarinnar. Hún brosti. Hún átti í vændum að eignast þetta allt aftur: hinar mjúku hæðir Ile-de- France, litlu og snyrtilegu garðana, gömlu húsin, andrúmsloftið í París, sólgullið Miðjarðarhafið, allar þær sýnir sem fylltu hug hennar minning- um. „Mig rekur ekki minni til að hafa sagt þér það.",. „Þú hefur sagt mér margt. Hið eina, sem ég veit ekki um þig er það sem þú hefur sjálf gleymt. Ég hef lokkað þig til að láta allt uppskátt við mig." Framhald í næsta blaði. Vertu nú hraustur ... Framhalrl af bls. 15. ar það setti eitthvert rafmagnstæki upp í sig. Það var anzi hreint þrálátt, 30 TIEAii en ég held að Það hafi lagazt aftur. Það er oft erfitt að kenna börnum að vara sig á rafmagni, og oftast læra þau það sjálf af reynslunni, að fikta ekki í slíku. Auðvitað er sjálfsögð skylda hvers manns að varast a8 börn geti náð í rafmagnstæki og sett þau í samband, eins og hrærivélar t. d. —O— Og svo kom litli strákurinn með höndina. Ég held að hann hafi verið sex ára gamall, og höndin á honum var greinilega þverbroitn. Báðar pípur, rétt fyrir ofan úln- liðinn. En hann sagði ekki orð. Heyrðist ekki í honum. Hann hafði komið með móður sinni í leigubíl upp á Slysa- varðstofu og hélt undir hægri hönd- ina, er hann gekk inn. Síðan beið hann rólegur og æðrulaus þangað til læknirinn hafði tima til að skoða á honum höndina. Hann sá þegar í stað að höndin var brotin, og það illa. Svo var tekin myndi af höndinni, og filman framkölluð á meðan hann beið. Það tók nokkrar mínútur. Svo ráðguðust læknarnir um það, hvern- ig bezt væri að haga aðgerðinni, og undirbúningur var hafinn til að svæfa hann og setja höndina í gipsumbúðir. Strákurinn beið á meðan og móðir hans hjá honum. Ég gekk til þeirra. — Hvernig fórstu að því að meiða þig svona, kunningi? „Ég datt ofan af rennibraut." — Þú hefur dottið niður öfugu megin, eða hvað? ,,Já,“ sagði hann og vildi sýnilega sem minnst um þetta lítilræði tala. „Hann kom svona gangandi heim,“ sagði móðir hans. „Hann hefur stolizt niður á leikvöll á Grettisgötunni. Það er töluverður spölur að heiman — við eigum heima nálægt Miklatorgi. Svo hefur hann dottið ofan af renni- brautinni, greyið og kom gangandi heim með höndina svona." — Er þér ekki illt í hendinni ? „Jú, dáldið ....“ Og svo sat hann kyrr og beið, þang- að til hann var settur upp á vagn og ekið inn á lækningastofuna. Þegar læknirinn setti á hann svæf- ingargrímuna, kveinkaði hann sér dá- litið augnablik, því honum fannst lík- lega erfitt að anda fyrst í stað, en eftir augnablik varð hann máttlaus, þegar svæfingarvökvinn fór að hafa áhrif, og hann féll í væran svefn. Þórarinn Ólafsson læknir sá um svæfinguna, en Tryggvi Þorsteinsson læknir tók til að laga á honum hönd- ina, strax og hann var sofnaður. Beinin voru brotin þannig í sundur, að þau gengu á misvíxl og höndin hafði stytzt um leið. Til þess að koma beinunum í réttar skorður þurfti því að teygja á hendinni, um leið og bein- in voru látin nema enda við enda, og síðan þurfti að setja gipsumbúðir þétt um brotið, svo ekki færi úr skorð- um aftur. Þetta er mikið nákvæmnis- verk og jafnframt erfitt og krefst mikillar kunnáttu. Læknarnir urðu tveir að teygja á hendinni, og síðan varð að halda henni nákvæmlega í réttum skorðum, meðan sá þriðji setti gipsumbúðirnar á, en Gottskálk Björnsson læknanemi aðstoðaði. Tvær aðstoðarstúlkur voru einnig viðstadd- ar, þær Þuríður Sörensen hjúkrunar- kona og Arnbjörg Pálsdóttir, hjúkr- unarnemi. Læknarnir unnu verk sín fljótt og örugglega, með aðstoð kvennanna, og það voru varla liðnar nema 5—6 mín- útur, þegar Tryggvi sagði: „Það er óhætt að láta hann vakna.“ Gríman var tekin af andlitinu og eftir augnablik opnaði hann augun. Ennþá var hann jafn salla-rólegur, þegr hann leit á handlegginn, sem nú var reifaður í gips. Hann skildi strax að það versta var liðið hjá og það sást aðeins votta fyrir brosi á syfjulegu andlitinu, þegar hjúkrunar- konan ýtti fingri á nefið á honum og sagði: „Þú ert aldeilis huggulegur. Þú ferð bara að sofa hérna uppi á borði hjá okkur .... “ —O— „.... og svo eru það brunar," sagði Haukur, þegar við vorum setztir. „Sem betur fer er frekar lítið um þá hjá okkur. Það eru yfirleitt leiðinlegustu sár, sem maður fær til aðgerðar. Þau eru oft ljót og erfitt að græða þau. Erlendis er meira um brunasár á börnum, en hér heima. Líklega er það vegna arineldanna, sem þar eru svo algengir. Þeir eru hættulegir fyrir börn. Hér er það helzt, að eitthvað heitt hellist yfir börnin, grautur, kaffi eða annað slíkt. Svo brenna þau sig á höndum á rafmagnshellum og strau- járnum.“ — Brunasár eru ekki mjög algeng, nei ....'! „Nei, ég man bara varla eftir al- varlegu brunasári á barni. Að visu kemur dálítið af þeim i kring um gamlárskvöld, þegar krakkar eru að leika sér að bálköstum og sprengjum,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.