Vikan


Vikan - 26.07.1962, Qupperneq 3

Vikan - 26.07.1962, Qupperneq 3
VIKAN og íseknin Fljúgandi bútur Flugbátar eru ekki nýtt fyrir- bæri, jafnvel ekki hér á landi. Skömmu eftir að hnattflugleiðang- urinn bandaríski lenti hér — en Nelson hinn sænsk-bandariski, einn þeirra þremenninganna, varð fyrst- ur til að koma hingað flugleiðina — lenti hér italskur flugbátur, sem siðan hafði samflug með þeim til Grænlands, þar sem hann skadd- aðist í lendingu og varð að hætta förinni. Foringinn á flugbátnum, flugvellir hvarvetna og viðhorf allt annað. Þó eru þeir enn víða í notkun. Það mætti því lialda að hinni eiginelgu þróunarsögu flugbátanna væri lokið. En svo er ekki. í Banda- rikjunum er nú verið að reyna nýja gerð litilla flugbáta — tveggja manna — sem eru að þvi leyti frá- brugðnir eldri gerðum, að þeir eru mcð hreyfanlegum væng — og er vængurinn um leið bæði liæ.ðar og hliðarstýri. Þetta hefur þann kost i för með sér að sjálfur báturinn liggur alltaf láréttur i lofti, hangir neðan i vængnum eins og lóð, og er talið öruggt að þessi farkostur geti hvorki — ef ekkert bilar — hrap- að né lent í skrúfstungu, eða að flugmaðurinn geti misst stjórn á lionum á annan hátt. Frumhugmyndin að slíkum flug- kosti er ekki ný, þvi að George nokkur Spratt, sonur eins af sam- verkamönnum þeirra Wriglit- Flugtakið — veitið athygli hvernig vængnum er beitt upp á við að framan. WWS-f' ■ •ía.-fifrffð?! n&t&XÍSiiÍBHÍHr Fljúgandi báturinn fleytir kerlingum á 60 mílna hraða á klukkustund. Locatelli, einhver sá failcgasti og glæsilegasti maður, sem um getur, sætti þeim örlögum mörgum árum siðar að vera brytjaður í spað af blámönnum í Abbysiníu, sem áttu sárra harma að hefna á flugmönn- um Mussolinis, en það er önnur saga. Þegar Flugfélag íslands tók til starfa, festi það fljótt kaup á flug- bátum, bæði til innanlands- og millilandaflugs, og reyndust þeir vel. Að undanförnu hafa flugbát- arnir orðið að þoka fyrir hinum hraðfleygu flugvélum, enda eru nú bræðra, byggði ekki ósvipaðan flug- bát og flaug honum skömmu fyrir 1930. Með aukinni kunnáttu og tækni i smíði hraðbáta og þó eink- um lítilla og orkusterkra hreyfla er auðveldara nú að fullkomna þessa hugmynd, enda er svo að siá sem því sé vel á veg komið. Þessi „fljúgandi hátur“ er hvað skrokk snertir byggður mjög svip- að og lítill hraðbátur. Auðvelt er að draga hann aftan i bil á venju- legum hraðbátssleða, og er þá vængnum snúið aftur, svo hann valdi ekki neinni ásteitingu i um- ferðinni. Á vatni nær báturinn 60 milna hraða á klst., en þá fer liann lika að fleyta kerlingar, og þarf ekki annars við en halla vængnum upp á við til Jþess að hann sleppi vatninu og taki flugið, og dugar bátnum 150 m atrenna til þess að ná þeim hraða, sem flugtak krefst. Hreyfillinn er 100 hestafla og skrúfan afturbyggð, það er að segja ýtiskrúfa en ekki togskrúfa eins og á venjulegum flugvélum; i lofti nær báturinn 125 milna hraða á klst. og getur flogið i 15.000 feta hæð og á 25 gallónum af benzini getur hann larið 400 milna vegalengd. Vængurinn, sem er 22 fet eða um sjö metrar að lengd, er gerð- ur úr alúmín, en skrokkurinn úr Pátakrossviði og styrktur stálbönd- um, en uppfinningamennirnir telja að skrokkurinn verði gerður að miklu leyti úr alúmin þegar til kemur og fjöldaframleiðsla á þessu farartæki hefst. Eru þegar taldar miklar likur á að það verði bráð- lega; slíkur flugkostur muni koma mörgum i góðar þarfir, sér i lagi lyrir það hve öruggur hann er i lofti og auðvelt að stjórna lionum. Eina hættan, sem fluginu er sam- fara, er í þvi fóigin að vængurinn detti af — en svo ramlega er frá honum gengið að það á ekki að geta komið fyrir. Ef hreyfillinn bilar, má lenda bátnum eins og svifflugu — jafnvel á jörð án þess þvi fylgi nokkur slysahætta.. Stýr- ið er eins og á bíl, og ekki þarf nema nokkurra flugstunda þjálfun til þess að geta stjórnað þessum fljúgandi bát fullkomlega. Það er og mikill kostur á þessum flugkosti, að fyrir vængumbúnað- inn hefur misvindi ekki nein áhrif á flugið. Og þess er mun minni hætta að flugmanninum fatist, þeg- ar sjálfur skrokkur flugtækisins haggast ekki. Það virðist þvi ekki að ófyrirsynju að miklar vonir eru tengdar við þennan nýja flug- kost — að visu innan vissra tak- marka. Og þó er ekki talið útilok- að að hann kunni að hafa áhrif á gerð annarra flugtækja, þegar frá liður og næg reynsla er fengin. Efsta teikningin sýnir vængstillingu við flugtak, á láréttu flugi og niður- svifi. Miðteikningin sýnir vængstill- ingu í vinstri beygju, sú neðsta í hægri beygju. ltitstjórn og aúsjlýsingar Útgefandí: Hilmir h.f. , Ritstjórl: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Jóhannes Jörundsson. Framkvæmdastjórí: Hilmar A- Kristjánsson. Pósthólf 149. Afgfeiðsla og dreifir Blaðadreifing, Laugavegí 133, si 36720. Dreifingarstjóri: Óskar Kar. son. Verð i lausasölu kr. 15. Áskrift arverð er 200 kr. ársþriðjungslegl greiðist fyrirfrám. Prentun: Hil“: h.f. Myndamót: Rafgraf h.L í næsta blaði verður m.a.: • MYND, — nýtt dagblað hefur göngu sína á næstunni, og VIKAN ræðir við forstjórann og ritstjórn um útlit blaðsins, tilhögun, form, efni þess o. fl. • Thelma Ingvarsdóttir. — Hún átti heima í Skerjafirðinum, þar til í fyrra. Þá fór hún til Hafnar og gerðist fótómódel. Hún segir í viðtali frá ánægjulegu starfi en erfiðu. Margar myndir. FORSÍÐAN Næsta helgi er ein mesta ferða- og útileguhelgi ís- lendinga, Verzlunarmannahelgin. Þá fara þúsundir manna út í náttúruna, ef veður leyfir (og raunar hvort sem er), og eyða þar frítíma sínum við glaum og gleði. Það er ekki sízt æskufólkið, sem notar tækifærið og fer með viðleguútbúnað upp í Borg- arfjörð, austur á Þingvöll, Laugarvatn, Þórsmörk eða ... Það er ástæðulaust að telja upp fleiri staði, því þeir verða víst fáir, þar sem ekki sést tjald um næstu helgi. Myndin á forsíðunni er tekin inni á Þórsmörk og skýrir sig raunar sjálf. Það er farið að kvölda, skuggarnir lengjast og sólbaðið búið daginn þann. En það er ekki kominn háttatfmi ennþá og bráðum nær einhver í gítar og fer að spila í rökkrinu ... • Eitt lítið leyndarmál. — Svipmyndir frá stúdentafagnaði. • Thalisman. — Frásögn af skipsstrandi við Vestfirði vorið 1922. Eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann. • Morgunn í apríl. — Smásaga. • Getraun Vikunnar, þriðji hluti. Sex verðmætir vinningar. • Tækniþáttur, myndir o. fl. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.