Vikan


Vikan - 26.07.1962, Side 10

Vikan - 26.07.1962, Side 10
Holt sýslumaður varð enn lægri í stólnum. Þriðja hakan kom i ljós við ofanvert hálslínið. — Það sem gerir erfiðast fyrir við að upplýsa þennan glæp, er sem sé það, að þeir eru svo margir, sem grunur getur fallið á, sagði hann og fitlaði við embættistáknið á barmi sér. Áhyggjusvipurinn á andliti hans var engn minni en þótt engan hefði verið unnt að gruna. Ég kinkaði kolli og reyndi að setia upp samúðarsvip. Flýtti mér að draga til handritahlaðann á skrifborðinu, þegar sýslumaðurinn teygði báðar býfurnar upp á brún þess. Ég hurfti nauðsynlega á öllum þeim upplýsingum að halda, sem hann gat látið i té og varð þvi að auðsýna honum ýtrustu nærgætni. Hagskýrslurnar sanna nefnilega óvefengjanlega að morð er ekVi framið í HiÞsdale nema á fimmtíu ára fresti, og þvi varð ég að sjálf- sögðu að tjalda öllu sem til var, þegar um síðasta morðið á þessari öld var að ræða. Ég, Sam Caldwell, er nefnilega eigandi, útsefandi. ritstjóri og fréttamaður Vikutfðindanna í Hillsdale, sem eins og nafnið bendir til, koma út einu sinni i viVu. Þegar sýsfumaðurinn kvartaði, vfir bví, hve marga mætti gruna, bá var það ekki eins fráleitt og það kunni að virðast í fljótu þragði. Én þafði að vísu ekki þúið i Hillsda^e lengur en í sex mánuði, en þó nógu ler.gi til þess, að ég gerði mér fyllilega Ijóst, að það sem fréttnæmas* var i rauninni við morðið á Zeke Warton, var að hann skyldi ekKi hafa verið myrtur fyrir langalöngu. Helzti heimildarmaður minn. B'Il Altman, rökstuddi þá kenningn I fáum orðum, þegar þann fullyrti, að aldrei hefði Zeke ganrda liðjð betur en þegar hann gat bvrjað daginn á þvi að drekkia fimm—sex kettlingum, lumbra síðan á systur sinni, gömlu konunni sem hann bjó með, svo hún væri blá og marin eftir — og enda svo daginn á því að segja upp tiu—tólf veðlánum, en þeir voru maT’gir þarna í Hills- dale, sem voru þonum meira og minna skuldbundnir og höfðu neyðzt til að selja honum eignir s'nar að veði. Og þó sumt, sem um hann var sagt, kynni að vera dálítið fært f stilinn, var ekki neinn vafi á þvi, að hann var harðdrægur lánadrottinn. Það var þvi ekki heldur neinum vafa bundið, að hann hafði ekki fengið annað en það, sem hann hafði lengi sótzt eftir, þegar hann lá nú hauskúpubrotinn í likhúsinu. Og fyrir það var ég nauðbeygður til að fara eins gætilega að sýslu- manninum og mér var unnt, og hlustq þolimóður á útskýringar hans. Þótt ég vissi bað allt saman áður, varð ég enn að hlusta á það, að Zeke hefði aldrei verið við kvenmann kenndur þessi sextíu og fimm ár. sem dauði hans hafði dregizt úr hömlu: að hann hefði búið með systur sinni, Söru, sem nú var sjötug að aldri; að hann hafði reynzt henni harðjaxl og fantur eins og ölhim öðrum: að Sara hefði i mörn ár verið sárbiáð af liðagigt og gæti ekki lyft handleggjunum nema ' axlarhæð; að hið ævaforna hús beirra stæði afskekkt og eitt sér fyrir utan kaupstaðinn ... En loks kom sýslumaðurinn að nokkrum atriðum, sem mér voru ókunn áður. Zeke hafði komið I járnvöruverzlun bæjarins að morgni dagsins, sem hann var myrtur og keypt þar eitthvað af vörum, sem hann bað um að sér yrðu sendar heim. Þegar svo sendisveinninn kom með vörurnar um fimmleytið, hafði hann komið að Zeke gamla liggj- andi dauðum á gangstéttinni undir vesturvegg íbúðarhússins. Glugga- tjöldin höfðu verið dregin fyrir þeim megin, svo síðdegissólin skini ekki inn í húsið, og sá framburður Söru, að hún hefði ekki séð til neinna grunsamlegra mannaferða úli fyrir, var því í alla staði hinn sennilegasti. Þegar ég nú sat þarna og hlustaði á frásögn ssýlumannsins, varð mér það ósjálfrátt ljóst, að hann vildi e.kki finna morðingjann. Að visu þótti mér sem þessi niðurstaða væri hin fráleitasta, en það leið samt ekki á löngu að ég fengi hana staðfesta. Nokkrir af helztu borg- urum þarna i Hillsdale komu semsé inn i ritstjórnarskrifstofuna áður en við höfðum lokið samtali okkar, og gerðu að minnsta kosti heiðar- lega tilraun til að fullvissa sýslumanninn um, að ef hann gerði bæjar- félaginu þann bannsetta hrekk að upplýsa morðið, væri honum með öllu óþarft að gera ráð fyrir því að liann yrði sýslumaður þar í hér- aðinu lengi á eftir. Eftir að þeir voru farnir, sat sýslumaðurinn þögull drykklanga stund og ígrundaði framtíðarhorfurnar. Loks mælti hann enn upp úr eins' manns hljóði: — Já, það er ekki efnilegt, að þeir skuli vera svona 10 VIKAN margir, sem grunur getur fallið á ... En svo var eins og honum félli tilhugsunin samt ekki sem verst, þvi að hann hagræddi sér i stólnum og bætti við: — Það virðist ekki vera nokkur skapaður hlutur, sem hægt er að hengja hattinn sinn á. Það var einmitt sá snagi, sem ég varð að finna, ætti fréttin af morð- inu að verða þannig úr garði gerð, að hún yki sölu og álit Vikutíð- inda minna. Efnahagur blaðsins var nefnilega þannig, að annað hvort varð ég að fá góða frétt, eða það legði upp laupana. — Hvernig er það með Söru, mælti ég með varúð. Er engin ástæða til að hafa hana sérstaklega grunaða? — Ætli það — fjörutiu ár með vöxtum og vaxtavöxtum hljóta að teljast allgild ástæða. En Sara getur ekki einu sinni myrt flugu; ekki þótt hún settist á nefið á henni. Hún getur semsé ekki lyft bandprjóni, hvað þá að hún hafi getað sveiflað þvi þunga barefli, sem með hefur þurft til að mola hauskúpuna á Zeke. Loks er svo það, að hún hefði þurft að klífa upp í stiga til þess, því að Zeke var einn metri og fullir níutiu sentímetrar á hæð, en Sara gamla er ekki nema einn og sextíu i hæsta lagi — og þar að auki komin í keng. Mér þótti leitt að Sara skyldi ekki vera að minnsta kosti höfði hærrl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.