Vikan - 26.07.1962, Síða 21
. -: .!!Í:
ugt samband var að sjálfsögðu liaft
við flugsíjórn vallarins á meðan
þessu fór fram. Nú virtist allt vera
tilbúið til flugtaks, vélamaður og
flugmenn kinkuðu kolli hver til ann-
ars og flugstjórnin gaf leyfi til að
lagt væri af stað.
Vélamaðurinn settist fremst á
stólbríkina, yppti liraustlega öxlum
til að losa jakkann um herðarnar,
teygði báðar hendur áfram og greip
traustlega um benzingjafir hreyfl-
anna fjögurra.
Flugmennirnir réttu sig upp í
sætinu og gripu um stýrið, sein stóð
upp úr gólfinu fyrir framan þá.
Vélamaðurinn gaf öllum hreyflum
fullt eldsneyti, hemlar voru teknir
af og flugvélin lagði af stað eftir
hrautinni.
Aðstoðarflugmaður fylgdist stöð-
ugt með hraðamæli vélarinnar og
kallaði hátt og skýrt upp hraðann
aneð augnabliks millibili. Þeir höfðu
áður reiknað út hver liraðinn þyrfti
að vera við flugtak, miðað við þá
þyngd sem var í vélinni, vindhraða,
hrautarhalla, lofthita o. m. fl. Strax
og þeim hraða var náð, fór Kristinn
Olsen að rétta sig upp í sætinu með
stýrið á milli fóta, — og þegar ég
20 VIKAN
leit út um gluggann, sá ég húsþökin
í Tjarnargötunni langt fyrir neðan
mig.
Við vorum koinin á loft.
Síðan hófst upplesturinn á ný, og
þeir héldu áfram að prófa ýmsa
liluti og atlniga, en ég var búinn
að missa áhugann I bili. Þeir voru
þegar búnir að athuga um 80 atriði
þegar ég þakkaði fyrir mig og fór
aftur í farþegaklefann.
Það er óneitanlega ekki eins flók-
ið að keyra strætó, — hugsaði ég.
Þar þarf ekki annað en snúa sviss-
lyklinum, stiga á startarann, flauta
á kerlinguna sem er að flækjast fyr-
ir, og leggja svo af stað.
En það var ekki að sjá að far-
þegarnir hefðu neinar áhyggjur af
þvi, sem fram fór frammi i stjórn-
klefanum. Þeir voru farnir að
kveikja sér 1 sígarettum, og létu fara
vel um sig. Það var notalega heitt
inni í vélinni og margir voru komn-
ir úr jökkunum. Sumir voru að tesa,
aðrir röbbuðu saman og enn aðrir
grétu hástöfum.
Já. Ég sagði það: „Grétu hástöf-
um.“
Auðvitað voru það minnstu far-
Þórður Úlfarsson flugmaður kveður heima hjá sér, áður
en lagt er upp til New York.
þegarnir, þvi þeir höfðu ekki haft vit á því að vera
að tyggja brjóstsykur á leiðinni upp, og voru nú búnir
að fá hellu fyrir eyrun. En það lagaðist fljótlega,
eftir að flugfreyjurnar höfðu velgt mjólkursopa á
pela fyrir þá. Þá fór hellan frá eyrunum, jiegar þeir
fóru að kyngja mjólkinni. Eftir það voru þeir eins og
englar álla leiðina til Bandaríkjanna.
-----0-------
Ég sé enga ástæðu til að lýsa ferðinni nákvæm-
lega. Hún gekk eins og til var ætlazt og ekkert mark-
vert skeði á leiðinni. Farþegar létu fara eins vel urn
sig og hægt var og flugfreyjur gengu á milli með
kræsingar.
Við lendingu höguðu flugmenn og vélamaður sér
á svipaðan hátt og við flugtak, og fóru nú yfir lista
með uin 50 atriðum, þar til þeir gátu gengið frá vél-
inni við flugskýlið, og hleypt farþegunum út á banda-
ríska grund.
Ég get ekkert fullyrt um það, hvað flugmenn gera
í sínu fríi í erlendri höfn. Sennilega er það eins mis-
jafnt eins og það, hve mennirnir eru margir. Sumir
fara í bió. leikhús eða til að sjá aðrar skemmtisýn-
ingar, aðrir kæra sig kollótta og leggja sig upp i rúm
og fara að sofa, lesa eða liorfa á sjónvarp, enn aðrir
lyfta sér dálitið upp, fá sér kræsingar að borða á
góðu veitingatiúsi, staup af víni eða bjór með, — og
sumir fá sér kannski tvö eða brjú staup af vini ein-
staka sinnum. Engum heilvita manni dettur í hug
að tialda liví fram, að islenzkir karlmenn verði bók-
staflega að englum, þótt þeir liafi vængi saumaða í
barminn. Karlmenn verða aldrei karlmenni, nema
reyna sitt lítið af hverju. En flugmenn eru alla tíma
með annan fótinn erlendis og venjast lifinu þar eins
og hér heima. Nýjabrumið og tilbreytnin fer fljótt af
og hegðun þeirra erlendis fer í fastar skorður. Hjá
þeim er allt annað viðhorf en tijá langþyrstum sjó-
mönnum, sem koma í höfn einn eða tvo daga í mán-
uði eða jafnvel sjaldnar, — eða tijá íslenzkum land-
<] Maðurinn-með-pípuna-í-aiul-
litinu getur fleira gert en
flor/ið flugvél. Dóttir hans fékk
að fara með honum til New
York, og nú verður pabbi að
hnýta slaufu á náttkjólinn.
Daginn eftir var hún með
merkisspja'.d um hálsinn, sem
ó stóð: „Miss Olsen, Room
524, Sheraton Atlantic Hotel,
New York“.
Gengið frá flugóætluninni [>
heim aftur. Krisíinn Olsen og
bandarískur starfsmaður Loft-
leiða í New York.
hihwmhiihi;
krabba, sem tvisvar — jirisvar
á ævinni getur skotizt út fyrir
landsteinana og hagar sér þá eins
og kálfur á vordegi.
Flugmennirnir, sem mér urðu
samferða, gerðu sér örlitinn
dagamun þetta eina kvöld, sem
við áttum frí í New York, ein-
ungis í tilefni þess að ég var
þeirra gestur og langaði til að
sjá mig uin í borginni. Við fórum
Framhald á bls. 39.
Kristinn reynir við að borða með [>
prjónum. Kínversk veitingakona
hjálpar Guðrúnu dóttur hans.
Lengst til hægri Ingibjörg Þor-
steinsdóttir.
<] Yngstu farþegarnir voru raunar
tvíburar.