Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 23
íslendingar eru farnir að ferðast mikið, og alltaf eykst ferðamannastraumurinn hingað — og héðan — á hverju ári. Til þess að komast ti! næstu landa er aðeins um tvennskonar farartæki að ræða, skip eða flugvél. Flestir, sem út hafa farið hafa þess vegna notið fyrirgreiðslu Eimskipafélagsins og kynnzt þeim þægindum, sem þar er boðið uppá. Það er löngum talað um það í langan tima eftir ferðalag með Eim- skipafélagsskipunum, hve undursamlegt það sé að ferðast með þeim, hvíla sig, borða fyrsta flokks mat, rabha við farþegana, sóla sig í góðu veðri og renna niður tæru, fersku söngvatni cf að svo ber undir. Þctta getur Vikan nú boðið einum lesanda sinna uppa 1 sambandi við þessa getraun, — og ekki nóg með það. . Ennþá meiri lúxus ■— ef hægt er — er vafalaust um borð i því fræga skipi AEKADIA, sem ferðaskrifstofan Sunna hefur uml)oð fyrir, en með því verður farið frá ílotterdam — en þangað flytur Eimskip vinnandann — og til London. Frá London verður síðan farið — einnig á vegum Sunnu — ine-ð fyrsta flokks langferðabifreið norður allt England og helztu og feg- urstu staðir skoðaðir á leiðinni. Ferðin tekur tvo daga og endar i bili í Edinborg. Þar telcur Gullfoss aftur við og flytur viðkoniandi heim til Reykjavíkur, — en þangáð er líka gott að koma aftur eftir slíka ferð! HUSQVARNA SAUMAVÉL Þriðji vinningurinn í getrauninni er glæsileg saumavél, draumur allra húsmæðra. Vélin er HUSQVARNA-Automatik, og kostar 9(it)0 krónur. Með þessari vél — sem er fræg fyrir kosti sina, fjölbreytni og styrkleika — er hægt að framkvæma allan saumaskap, sem þarf i heimahúsum og jafnvel á verkstæðum. Hún hefur þann kost fram yfir flestar aðrar slíkar vélar, að hún hefur svokallað frítt borð, en það þýðir að hægt er t.d. að stoppa í soklca, ermar og annað slíkt. Auðvitað saumar hún hvað sem er, zig-zaggar, saumar á hnappa, býr til hnappagöt, stoppar í göt, saumar út mynztur o.m.fl. Allar húsmæður óska sér að eiga slíka vél, — og allar húsmæð- ur ættu að eiga slika vél, — en því miður getur Vikan aðeins boðið upp á eina slíka að sinni. \ I SJÓNVARPSTÆKI Fyrsti vinningur Vikugetraunarinnar er giæsilegt sjónvarpstæki frá O. Johnson & Kaaber. Sjónvarpstækið er mjög vandað tæki frá PHILCO-verk- smiðjunum, en 0. Johnson & Ivaaber hafa einkaumboð fyrir þær hér á landi. Tækið kostar i útsölu 18.000 krónur, svo að sýnilegt er að ekkert er til sparað að verðlaunin séu sem glæsilegust. Sala þessara tækja hefur farið mjög vaxandi undanfarið, enda eru þau þann- ig úr garði gerð að mjög einfalt er að setja i samband við þau breyti, til þess að hægt sé að horfa á íslenzka sjónvarpið þegar það kemur. Eins og er, eru þessi tæki til þess að taka við sendingum frá bandariskum sjónvarpsstöðvum, sams konar og hér í Keflavik. Mikið er nú þegar í notkun hér á landi af þessum tækjum og hafa þau alls staðar reynzt jafnvel, hvort sem er i Keflavík, Reykjavík eða uppá Akranesi og alls staðar þar á milli. 12345 er vafalaust bezta simanúmerið í borginni, því það er svo gott að muna það. 12345 er símanúm- erið hjá P&Ó, sem er ein liekktasta herrafataverzlun Reykjavíkur. 12845 er sírninn, sem við hringdum í til að semja um fjórðu verðlaun þessarar skemmtilegu getraunar. 12345 svaraði og sagði hiklaust að vel- klæddur maður yrði að klæða sig í hanzka, hatt og regnhlíf frá P&Ó, ekki sizt núna með haustinu. Valur Fannar gullsmiður heitir maðurinn, sem hef- ur teiknað og smiðað þessa fallegu skartgripi, sér- staklega fyrir verðlaunakeppni Vikunnar. Hann segir að það sé alveg nákvæmlega sama livort maður sitji heima og horfi á sjónvarp, iialii sér afturábak í hæg- indastól um liorð i lúxusskipi, sitji við að sauma, eða njóti lífsins gæða á Klúbbnum — maður verði að vera vel til fara. Og vel lil fara er maður eða lcona með skartgripi frá Skart li.f. Esja — Drangajökull — Helgafell — Þyrill — Vaðlaheiði? Við sjáum inn eftir löngum firði. Myndin gefur að vísu ekki hugmynd um lengd fjarðarins, en hann er þó mjög langur, já, satt að segja hafa margir vegfarendur verið dálítið þreyttir á því, hversu óendanlega langur þessi fjörður er. Örin bendir á frægt fjall, innst í þessum firði. Að vísu er fjallið ekki alveg inn í botni heldur eilítið norðan fjarðarins. Það er hömrum girt að framan og stendur eins og þver- hníptur rani fram úr fjallgarðinum. Undir fjallinu stendur bær og ber hann sama heiti og fjallið. Eitt- hvað þessu líkt hefur fjallið litið út í augum Helgu Haraldsdóttur þá er hún synti með börn sín til lands úr Geirshólma. Er það ef til vill mesta íþróttaafrek sem íslenzk kona hefur unnið. Hún stefndi einmitt á þetta umrædda fjall og tók land framan við það. Ekki skulum við um það dæma hér, af hverju nafn fjallsins er dregið, en það er sérkennilegt mjög og ekki viturn við um önnur fjöll á Islandi með þessu nafni. Til nánari bendingar skal það tekið fram, að í veiðistöðinni við rætur fjallsins eru dregnar á land stærri skepnur en annars staðar á Islandi. Hér í Reykjavík er það talið hámark lúxuss að skreppa út eitt kvöld með konuna — eða kærustuna — í Klúbbinn. Aður fyrr var talaS um að fara út að skemmta sér, — nú er talað um að fara í Klúbbinn. En ef vel á að vera, og ekkert að vanta, þá er það dýrt eins og annar lúxus, og það gera menn ekki í hverri viku, — nema millar séu. GETRAUNIN: HVAÐ HEITIR FJALLIÐ? | GETRAUNARSEÐILL NR 2 I FJALLIÐ HEITIR: . I * NAFN ............ xs S HEIMILI ......... s g SÍMI ............ 22 VIKAN VIKAN 23 I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.