Vikan


Vikan - 26.07.1962, Side 26

Vikan - 26.07.1962, Side 26
Það væri naumast hægt að segja, að ég hafi lifað tilbreytingalitilli ævi. 1 hálfa öld vann ég sem leynilögreglu- maður hjá hinu mikla leynilögreglu- fyrirtæki Pinkertons. Ég komst oft í hann krappann, en líklega hef ég kom- izt næst dauðanum, þegar ég fékk það hlutverk að koma upp um hinn ill- ræmda félagsskap „Mafiu". Mafían var í þá daga önnur en hún er nú. Sú Mafía, sem ég átti í tæri við, var hin upprunalega Mafía, en ekki sú, sem blöðin keppast við að auglýsa, þótt hún sé í rauninni í dag aðeins laus samtök óbótalýðs um allan heim. Maf- ían á rætur sinar að rekja til ítaliu. Ameriskir félagar eins og aðrir urðu að vinna blóðheit, hefndarheit — „merki hnifsins" kölluðu þeir það — og hlýðnast caponum i sínum flokki skilyrðislaust. Foringjarnir voru út- lagar frá Sikiley, sem flúið höfðu vest- ur um haf undan ítölsku lögreglunni. Um 1880 voru þeir margs ráðandi við höfnina i New Orleans og svifust einskis. Barátta mín við Mafíuna byrjaði ekki með neinum hamagangi — eða góðviðrisdag einn í október 1889. Ég var á leiðinni til Williams Pinkertons, sonar stofnanda Leynilögreglufélags Pinkertons. Ég gekk hægt upp tröpp- urnar að húsi hans, rúmlega tvítugur að aldri, dökkieitur og þóttist fær í flestan sjó. Ég var allsæmilegur box- ari, og einhvern veginn grunar mig, án þess ég sé nokkuð að stæra mig, að allnokkrir afbrotamenn hafi litið hægri hnefann á mér óhýru auga. Þetta kom sér vel, en það var leikni mín í ítölsku, spönsku og portúgölsku, sem kom þorpurunum til þess að halda, að ég væri einn úr þeirra hópi. William Pinkerton tók vingjarnlega á móti mér. Ótal sögur voru til um afrek hans i borgarastyrjöldinni og síðar. Inni hjá Pinkerton sat ungur maður, Harry Minster, sem ég hafði nokkrum sinnum unnið með. Pinker- ton bað okkur að setjast, bauð okkur sherryglas og kom sér strax að efn- inu: — Þið eigið báðir að fara til Chi- cago og leigja ykkur herbergi á Bre- voort-gistihúsinu, hvor í sinu lagi. Sendið mér aðeins skeyti og segið mér, að þið séuð komnir. Ég kem bráðum til Brevoort og tala við ykkur. Þetta var allt og sumt. Við Minster litum undrandi hvor á annan. — Hvað gengur á? spurði ég. — Þú færð að vita Það í Chicago, sagði hann. Meðal annarra orða — þú átt að kaupa þér ný föt og hatt með merkisspjaldi frá New York. Ég fór strax og keypti fötin og hatt- inn, áður en ég hélt aftur heim til Pinkertons, til að borða kvöldverð. En þar varð ég engu visari um verkefni mitt. Áður en Pinkerton kvaddi, spurði hann: — Ertu giftur, Dimaio? — Já, ég hef verið giftur i rúmt ár. — Ég ætla að láta þig vita, að þér er heimilt að skorast undan þessu, þeg ar þú færð að vita alla málavöxtu í Chicago. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Til Chicago hélt ég, hvort sem mér líkaði betur eða verr. E'ftir tveggja daga bið í gistihúsinu, birtust svo Pinkerton og Harry Minster. Pinkerton vatt sér strax að efninu. — Hvað veiztu um morðið á Henn- essy í New Orleans, Dimaio? Ég sagði honum það, sem ég hafði lesið í blöðunum. David Hennessy lög- reglustjóri í New Orleans hafði lengi barizt af heift gegn Mafiunni. Fyrir skömmu hafði hann svo verið .myrtur. Yfirvöldin í New Orleans höfðu byrjað á því að handtaka 19 menn, sem taldir voru meðlimir í Mafiu. En að vanda stóð múgur manns að baki glæpamannanna, og margir voru reiðubúnir til þess að sverja rangan eið fyrir rétti og „sanna" Þannig sak- leysi þeirra, svo að fátt benti til þess að þeir yrðu nokkurn tíma sakfelid- ir. Pinkerton bætti við: — Og þorpar- arnir í fangelsinu þykjast svo öruggir, að þeir segjast áður en varir sleppa úr fangelsinu og morðið á lögreglu- stjóranum verði ekki iengi eitt sinnar tegundar. Mér er sagt, að á þessu ári hafi Mafían 89 manndráp á samvizk- unni. Og hann hélt áfram: — Það er að- eins ein leið til þess að komast inn undir hjá þessum þorpurum, sagði hann. Hann sneri sér að mér. — Þess- vegna fórst Þú til Chicago, Dimaio. Þú verður tekinn fastur sem glæpamað- ur í New Orleans og mikið veður gert út af því og settur í fangelsið, þar sem þessir menn eru geymdir. Einhvern veginn verður þú að fá þá til þess að segja þér, hver myrti Hennessy. Hann þagði andartak. — Þú skalt samt vita, að þessir menn hika ekki við að drepa þig, ef þeir komast að hinu sanna. Það verður lika farið með þig eins og stórglæpamann af yfirvöld- unum. Aðeins fjórir menn munu vita, hver þú ert: ég, Luzenberg sýslustjóri, Minster og yfirmaður leyniþjónust- unnar i Louisana. Minster og Pinkerton störðu Þegj- andi á mig. Ég herti upp hugann: — Hvenær legg ég af stað? — Þú ferð til Hammond, þar sem þú gengur undir nafni afbrotamanns, Anthony Ruggiero. Þegar þú ferð út úr þessu herbergi, verður þú um leið einn alræmdasti íalsari landsins. Minster hlýðir þér yfir ævisöguna. Mundu, að það er allt undir því kom- ið að þú kynnir þér ævisögu þessa manns. — Hvar er Ruggiero núna? spurði ég. —- Hann er í höndum lögreglunnar á Italiu og verður þar um hríð. En hann á marga vini hérna. Við skulum vona, að þú rekist ekki á þá. Jæja, þú verður tekinn fastur með tösku, fulla MENNSK BRÁÐ FYRIR MAFIA 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.