Vikan


Vikan - 26.07.1962, Qupperneq 29

Vikan - 26.07.1962, Qupperneq 29
II 7 '4 'hLiwar HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þú munt hafa lániS með Þér í vikunni, einkum fram að helgi. Þú hafðir eitthvað á prjónunum, sem þú ætlaðir þér að hrinda í framkvæmd í þessari viku, en liklega væri þér hollast að bíða í svo sem viku enn, ef Þú vilt að þetta fari nákvæmlega eins og þú hafðir gert ráð fyrir. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þetta verður skemmtileg vika fyrir þig og þina nánustu. Þú verður mikið á ferðinni og sérð ýmislegt það, sem þig hefur lengi langað til að sjá en hefur ekki haft tækifæri til sakir anna. Kunningi þinn sting- ur upp á einhverju við þig — láttu ekki glepjast, þótt girni- legt sé — í rauninni er þetta mesta firra. Tvíburamerkiö (22 maí—21. júní): Það ber ó- venjumikið á einum galla i fari þinu í þessari viku, og verður líklega litið við því gert fyrr en um helgina, en þá gæti ýmislegt orðið til þess að þú venur þig af þessum fjára, kannski fyrir fullt og allt, og áttu það einum kunningja þinum að þakka. Þú munt fara mikið út í vikunni og verða lítið heima við. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þessi vika verður mjög svipuð vikunni sem leið, en eitthvað bendir til þess að þú sért hættur að taka fram- förum, og stafar það einungis af sinnu- og vilja- leysi. Þú mátt ekki ætlast til þess að þú fáir alltaf allt upp í hendurnar, eins og verið hefur undanfarið. Þú verður að hafa svolítið fyrir lífinu, eins og aðrir. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þér mislíkar eitthvað í fari eins í fjölskyldunni, en einmitt þetta atvik verður til þess að ýmislegt breytist hvað snertir áform þín, og þótt þér þyki það ef til vill miður í fyrstu, máttu samt prísa þig sælan, þegar fram líða stundir. Þú virðist alltof latur þessa dag- ana, svo að vinir þínir eru jafnvel farnir að tala um það Meyjarmerkiö (24 ág.—23. sept.): Þetta er mikil heillavika fyrir þá, sem fæddir eru í september, einkum þá, sem fæddir eru sem næst 23. mánað- arins. Þú ferð í heimsókn í vikunni, þangað sem þú hefur aldrei komið áður, og munt þú ekki hafa nema gott af þeirri heimsókn, þótt þér sé í rauninni ekkert um það að fara. Vogarmerkiö (24. sept—23. okt.): Þú færð að spreyta þig á verkefni, sem þú hefur aldrei spreytt þig á áður — þér tekst mjög vel upp, þótt þetta taki kannski heldur langan tíma, en ef þú hefur í hyggju að sinna þessu eftirleiðis skaltu ekki halda að bér fari ekki fram. Þú virð'st vera öfundsjúk- ur í garð eins félaga þins og koma því ekki vel fram við hann. DrekamerkiÖ (24 okt.—22 nóv.): Það gerist ým- islegt I þessari viku, sem sjaldan hefur gerzt. áð- ur í svipaðri mynd, og segja má, að skiptist á skin og skúrir, þótt jákvæðu hliðar vikunnar séu á- berandi ofan á. Einn fjölskyldumeðlimur hefur ekki komið rétt fram við þig, einkum gert upp á milli syst- kina, ef þú átt þau. Sýndu honum strax fram á mistök sín. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Það stend- ur eitthvað mikið til í vikunni og þú byggir þér alls kyns skýjaborgir varðandi þennan atburð. Auðvitað verður þetta mjög skemmtilegt, en þú mátt ekki gylla þetta um of í augum þínum og annarra. Þér hættir dálítið til þess að byggja þér skýjaborg- ir. og verður þetta oft til þess að þú verður fyrir mun meiri vonbrigðum en ella. GeitarmerkiÖ (22. des.—20 jan.): Það er eins og þú veigrir þér alltaf við að gera þau skyldustörf, sem þér finnst hvimleiðust — en skyldustörf eru nú einu sinni skyldustörf, það verður þú að gera þér Ijóst. Eitt áhugamál þitt á hug þinn allan þessa dagana. Um helgina býðst þér einstakt tækifæri, sem þú skalt reyna að nýta þér til hins ýtrasta. Vatnsberamerjciö (21. jan,—19. feb.): Þú mælir þér mót við einhvern í vikunni, og verður það til þess að þú breytir dálitið til og verður það mjög til batnaðar. Varastu allt óhóf í sambandi við mat og drykk, Þú finnur til mjög hlýrrar til- finningar í garð vinar þíns af hinu kyninu, en ekki er enn um neina ást að ræða. Heillatala 9. FiskamerkiÖ (20. feb.;—20. marz): Það gerist ým- íslegt óvænt i vikunni, og væri í rauninni ekki að undra, þótt ýmislegt ætti eftir að koma þér úr jafnvægi, en svo er sannarlega ekki, því þú , stenzt allar raunir. Verður þetta til þess að þú fyllist bjartsýni á tilveruna, enda hefurðu ástæðu til þess. Stjörnuspáin gildir frá íimmtudegi tíl fimmtudags. a jflkkflr Terjjlene- buxur

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.