Vikan


Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 37

Vikan - 26.07.1962, Blaðsíða 37
aðstorgið er fjöldinn allur af merkilegum byggingum úr fornöld, og forn- minjasafnið í Aþenu er eitt hið fróðlegasta og stærsta í víðri veröld. Á kvöldin gefst ferðamönnum færi á að sækja hina sérkennilegu skemmtistaði í elzta hverfi borgarinnar, Plaka, og hlusta þar á gríska tónlist, sem mörgum þykir skemmtileg, þótt hún sé talsvert ólík vestrænni tónlist. Mörg hverfi Aþenu hafa á sér austurlenzkt snið og koma ferða- mönnum skemmtilega á óvart. Delfí var mesti helgidómur Hellena til forna og liggur á einhverjum fegursta og tignarlegasta stað í öllu Grikklandi í hlíðum Parnassosfjails. En þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Kórintuflóann og Pelopsskagann. Delfi er 163 km frá Aþenu, og er ekið þangað eftir „Veginum helga" til Elevsis og siðan sem leið liggur um hina fornfrægu Þebu-borg, þar sem Ödipus rikti, og fjallaþorpið Arakova. Delfí, sem liggur í stórri kvos í fjallshliðinni, var helgur staður frá upphafi sögu Grikkja. Upphaflega var staðurinn helgaður Poseidoni sjávar- guði og Þemis, jarðargyðju og réttlætis, og nefndist þá staðurinn Pýþó, og þar hafðist við völvan Pýþía, sem sagði fyrir um framtíðina. Síðan segir sagan, að Krítverjar hafi komið með Apollondýrkun sína og lagt helgidóminn undir sig Tákn Apollons var höfrungurinn (delfín), og er nafnið þaðan komið Á gullöld Grikkja var dýrkun Apollons í algleymingi og staðurinn því ginnheilagur, enda réð véfréttin í Delfí miklu um örlög Grikkja. 1 Delfí fóru líka fram Pýþísku leikarnir fjórða eða áttu'nda hvert ár, og var þar bæði um að ræða íþróttakeppni og kappakstur, söngva- keppni, leiksýningar og trúarathafnir. 1 Delfí eru enn miklar fornminjar frá þessum tíma, t. d. hið glæsilega hringleikahús, íþróttavöllurinn, hof Aþenu, fjárhirzlur Aþenumanna og Kórintumanna, markaðstorgið, vegurinn helgi, steinn völvunnar og ótölu- leg minnismerki frá borgríkjum um gervallt Grikkland. Kastalíu-lindin helga rennur enn fram í gilinu sunnan við helgidóminn. Fornminjasafnið i Delfí geymir muni frá blómatíma þessa staðar, sem einu sinni var álitinn vera „nafli heimsins“. biblían getur um. Borgarmúrarnir frá dögum Jósúa hafa nú verið grafnir upp, og bak við þá ris Djebel Quarantal, Freistingafjallið. Jerúsálem. Næsti áfangastaður er Borgin helga, Jerúsalem, og hug- urinni'er fullur eftirvæntingar, þegar við nálgumst og lítum turna hennar bera við himin í roða hnígandi sólar Hingað hafa pilagrímar allra aida leitað, lunir og fótsárir, hungraðir og þyrstir en fagnandi i hjarta hafa þeir þyrpzt að úr öllum áttum til hinnar helgu bogar. Hér gistum við í hipu kyrrláta Hotel Shepherd, sem stendur á undurfögrum stað við veginn til Olíufjallsins, skammt frá borgarmúrunum, umlukt fögrum garði með útsýn yfir Jerúsalem. Næstu tveim dögum verður varið til að skoða sögustaði og helgidóma borgarinnar, m. a. Olíuíjallið, Grátmúrinn, Getsemane. Kirkju þjóðanna, gengið eftir Via Dolorosa til Golgata. Annan daginn verður farið til Betle- hem og fæðingarkirkjan skoðuð, einnig til Dauðahafsins og að ánni Jórdan, og munu margir taka með sér vatnslögg þaðan til að ausa á óskírða ætt- ingja, þegar heim kemur. Undir kvöld verður ekið frá gistihúsinu til flugvallarins og lent í Kairo eftir 1% stundar fiug. KAIRO. Dulmagnaðir töfrar Egyptalands hafa lokkað til sín ferðamenn allt frá því að ferðalög hófust, og hver sá, sem leggur leið sína þangað, snýr aftur með ógleymanlegar minningar um heillandi land og þjóð, sem á sér einstæða fornmenningu. Marglitur manngrúinn I Arabahverfum Kairo, markaðstorgin með ys sinum, hrópum og þys, hávaxnir pálmar á bökkum síkviks fljótsins Nílar, úlfaldar vaggandi eins og skip í gulum sandinum, voldugir pýramídar, súlur og konungagrafir, moskurnar með breið hvolfþök og grannar turn- spirur sínar, sem teygja sig hátt til lofts, Sfinxin með tvírætt bros sitt, sem mænir út í auðnina — allt er það eins og tilbrigði i stórri, síbreyti- legri hljómkviðu lifsins, er grópa sig djúpt í vitundina og minna ævi- TIL AUSTURLANDA LÍBANON — SÝRLAND — LANDIÐ IIELGA. Frá Aþenu hefur Viscountinn sig til flugs austur yfir Miðjarðarhafið, yfir Krít og Kýpur til Beirut, höfuðborgar Líbanons. 1 þeirri fögru og glaðværu borg, þar sem austur og vestur mætast á svo skemmtilegan hátt, fær ferðalangurinn tækifæri til að reika um litskrúðuga markaði borg- arinnar og skyggnast-inn í töfraheim Austurlanda, synda í sjónum eða hvílast á svölum hins ágæta gistihúss. Að lokinni tveggja daga dvöl í Beirut leggur hópurinn af stað með bifreið yfir Líbanonsfjallgarð, vaxinn sedrusviði og snævi krýndan á efstu tindum. Á leiðirini skoðum við rústir hinna stórfenglegu hofa í Baalbek, sem helguð voru Bakkusi, Júpiter og Venus, leifar Heliopolisborgar. Upp úr hádegi verður komið til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands og sezt að í Hotel New Semiramis. Damaskus stendur á fögrum stað og hefur verið fræg verzlunarmiðstöð frá alda öðli með öllum sérkennum Austurlanda og yfirbragði Þúsund og einnar nætur. Við göngum eftir gamla borgarmúrnum til kapellunnar, þar sem Páll postuli var hafður í haldi og lítum inn í Djan el-Omar mosk- una, hina fegurstu af 200 moskum borgarinnar. Næsta dag er haldið áfram með bifreiðinni frá Damaskus til Amman, höfuðborgar Jordans og Þaðan til Jeríkó. Hér er brunnur Elíasar, sem langt á heimsókn okkar i land Faraóanna. 1 Kairo verður dvalizt 3 daga og gist í hinu glæsilega Semiramis á bakka Nílar. Meðal þess, sem skoðað verður, er hið einstæða þjóðminjasafn Eg- ypta, sem birtir okkur 5000 ára sögu. Þar er m.a. fornleifafundurinn úr gröf barnakonungsins Tuth-ank-amons, skartgripir, húsgögn og húsmunir sem nýir útlits eftir 3500 ár. Við heimsækjum „Borgina hvitu", Memphis, skoðum fræga alabasturssfinx og risastyttuna af Ramses II., einnig „Borg eilífðarinnar“, Sakkara og Ghize í undurfagurri vin fyrir utan Kairo. Að sjálfsögðu verða Sfinxin og stóru pýramidarnir þrír skoðaðir, og gefst þátttakendum þá kostur á að skreppa á bak úlfalda. RÓMABORG Að lokinni dvöl i Egyptalandi flýgur vél okkar til ítalíu, við dveljumst 2 daga í borginni eilífu og búum í Hotel Ritz. Skoðuð verður Péturskirkj- an, Colosseum, Forum Romanum, Piazza Venetia, Trevibrunnurinn og fleira. LONDON Að lokum verður dvalizt einn sólarhring í London á heimleið í því skyni að gefa ferðalöngunum kost á að ljúka verzlunarerindum sínum. Gist verð- ur í Regent Paiace Hotel. yiKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.