Vikan


Vikan - 26.07.1962, Qupperneq 40

Vikan - 26.07.1962, Qupperneq 40
Merkið er MAFIA Framhald af bls. 27. um í sambandi við morðið á Hennessy. Hinir voru dökkleitir, eldri, harð- neskjulegri menn, sem sátu saman í Þyrpingu í einu skotinu. Foringjarnir reyndust vera Joe Macica, forstjóri gufuskipafélagsins Macica, Charles Matranco, öðru nafni Kalli milljóner, og Rocco Gerace. Eftir að hafa reynt að koma niður heldur ömurlegum morgunverði, opn- aði fangavörður dyrnar og fleygði inn dagblaði. —- Gjörðu svo vel, Ruggiero, sagði hann glaðlega. Hérna geturðu lesið allt um þig. Þegar dagblaðið hafnaði á gólfinu, flýtti ég mér að sparka Því frá mér. Það hafnaði einmitt Þar, sem ég vildi — við fæturna á Polizza. Hann beygði sig niður, las fyrstu blaðsiðuna og flýtti sér til sinna manna. Charlie Matranco tók síðan að lesa söguna upphátt. Wilde hafði rækt hlutverk sitt með mikilli prýði og gert úr mér argasta stórglæpamann. Þennan sama dag kom einn Þorp- aranna, Frank Romero, til mín. Hann var kubbslegur og riðvaxinn með ljótt andlit, alsett örum. Þegar hann var kominn rétt að mér, lét ég hendur standa fram úr ermum. Hann opnaði munninn og sagði eitt- hvað á ítölsku. Ég hentist á fætur. Krepptur hnefi minn small í fésið á 40 VIKAN honum. Hann datt niður, eins og slytta. — Láttu mig i friði — og Þið hin- ir, sagði ég. — Næst.... Ég dró fingr- inum eftir hálsinum á mér. Þeir Þekktu vel merki hnífsins. Tveir Þeirra drógu Romero að koju sinni, Þar sem Þeir skvettu á hann vatni. Þegar hann komst til meðvit- undar, ætlaði hann strax að ráðast á mig. Hann öskraði og sagðist ætla að skera mig í spað. Ég kýs yfirleitt að vera í sókn, svo að ég gekk að fletinu hans og starði á hann, Þangað til öskr- in í honum dóu út.. Síðan sagði ég undurhægt: — Ertu að tala um mig, væni minn? Þögnin var geigvænleg. Eftir ógn- arlanga minútu, opnaði Charlie munn- inn. Hann tók í handlegginn á mér og hvíslaði á ítölsku: — Nei, nei, við skulum vera vinir.... engin slags- mál.... Ég sneri mig frá honum, spýtti með vanÞóknun á gólfið og gekk burt. Þeg- ar ég kom aftur að, fletinu loguðu augu Weems af spenningi. — Þú kannt aldeilis lagið á Dago- unum, Tony, tuldraði hann. En ég hirti ekki um orð hans. Ég var að rannsaka andlit Polizza. Þegar ég sá, að hann var ánægður, var ég einnig ánægður. Ég hafði Það ein- hvern veginn á . tilfinningunni, að hann væri veikasti hlekkurinn — Það var hann, sem ég Þujfti að „kynnast". Næstu vikur reikaði ég um fanga- deildina ásamt Weems, sem dýrkaði og dásamaði mig. Ég hafði vissulega gagn af honum. Til Þess að sýnast mikill maður, var hann farinn að búa til alls konar sögur um afbrot mín fyrir aust- an. Þótt ég smáyxi í áliti, óx ég siður en svo að aílsmunum. Viku eftir að ég var sendur í fangelsi, fékk ég al- varlega blóðkreppusótt, mikla krampa, svo að ég tók óðuriri að grennast. Einu sinni kom kona, sem á einhvern hátt stóð að fangelsinu, til okkar, til Þess að fá að sjá hinn. nafntogaða falsara — mig. Þegar hún sá mig, hrópaði hún: — Almáttugur, Það mætti skað- laust gefa Þér ögn í gogginn! Næsta dag sendi hún mér flösku af léttu vini og steiktan kjúkling, og Þessu hélt hún áfram, að minnsta kosti tvisvar i viku. Ég var viss um, að ég hefði ekki getað haldið Þessu áfram, ef hennar hefði ékki notið við. Ég var í fangelsinu í tvo mánuði, áður en ég leyfði einum Italanna að tala við mig. Og enn vildi ég sýna, að ég var ekki í varnarstöðu og enn á ný gagnvart Romero, sem ég vissi að var ekkert hlýtt til mín. Þegar ég var dag einn að gæða mér á séndingunni frá frúnni, hreytti ég út úr mér á itölsku, Þegar hann gekk fram hjá: — Viltu sopa? Honum brá svo, að hann snarstanz- aði. I fyrstu bjóst ég við, að hann myndi slá flöskuna úr hendinni á mér. E’n, hvort sem hann var hræddur eða vonaðist til Þess að komast inn undir hjá mér, tók hann við flöskunni. Þeg- ar ég sagði honum að setjast, gerði hann Það. Á ítölsku sagðist ég sjá eftir Því að hafa slegið hann, en ég hefði ekki viljað láta hvern sem var kássast upp á mig. Hann naut Þess bersýnilega, ér hann tók að segja mér, hver hann væri, hver Charlie væri, og hvers vegna Þeir væru i fangelsinu. Upp frá Þessu sóttust forsprakkar Mafíu eftir kunningsskap minum. Ég Þóttist ekkert vera áfjáður í að Þiggja af Þeim létt vín og ávexti en lét Þó til leiðast. Á sunnudögum voru haldn- ar „veizlur". Það leið ekki á löngu, áður en ég var orðinn góðvinur Kalla milljónera og hinna. En Það var Pol- izza, sem ég hafði augastað á. Ég gerði mér íar um að vera sérstaklega vin- gjarnlegur við hann, en ekki Þó um of. Eg varð að fara að öllu með gát. Nokkrum vikum siðar kom lögfræð- ingurinn minn til mín. Honum virtist eKxert um að sjá, hvernig ég leit út, og næst sagði hann mér, að Minster heiði áhyggjur út af Þessu og hefði sagt Pinkerton frá Því. Sannleikurinn var sá, að mér fór síhrakandi. Þvagið var orðið blóðlitað, og fangabúning- urinn lafði allur utan á mér. En til pessa haíði ég ekki komizt að neinu, sem hald var í — ég varð að halda afram. I sunnudagsveizlunum heyrði ég stöku sinnum ýmislegt um Hennessy- málið. Hennessy hafði handtekið Es- posito, einn forsprakka Mafíumanna, og haíði lýst Þvi yfir, að ítalska lög- regian hefði sent honum lista yfir Mafiumenn í New Orleans og nú stæöu fjöldahandtökur fyrir dyrum. Maccia sagði mér blákaldur, að þeir hefðu reynt að múta Hennessy, en hann hefði neitað. En þetta sannaði ekki annað en ýmugust Hennessys á Mafíunni. Dag einn var ég hætt kominn. Ég heyrði, að það ætti að flytja mig á aðra deild. Fangelsislæknirinn, þreytulegur, lítill, skeggjaður karl, var á stofugangi, þegar ég greip í hann. Á bjagaðri ensku sagði ég hon- um, að ég væri með hræðilega krampa og Þyrfti eitthvert lyf við blóðkreppu- sótt. Án Þess svo mikið sem líta á mig, gaf hann mér nokkrar töflur og sagði verðinum að halda mér áfram á sjúkradeildinni. Mánuðirnir liðu. Nú var ég kominn vel innundir hjá Mafíumönnum, en ég vissi fátt um Hennessymorðið. En ég vissi, að ef ég biði öllu lengur, myndi ég fara Þaðan á líkbörum. Ég var nú orðinn 140 pund, en hafði verið áður um 185. Tíminn var naumur. Ég varð að láta til skarar skríða. Ég beindi athygli minni langmest að Polizza. Ég hafði byrjað á Því að spyrja, eins og undrandi: — Heyrðu, Joe, hvað hafa hinir strákarnir á móti þér? Hann hafði litið undrandi á mig. — Móti mér? Hvers vegna, Tony? Ég yppti öxlum. — Ég heyrði Það út undan mér. Þeir eru víst hræddir um að Þú kjaftir. Ég- fór að þessu eins varlega og mér var unnt. Polizza, sem ekki var at- vinnumorðingi, virtist hafa gengið i Mafíuna fremur af því að þar um- gekkst hann landa sína og átti auðvelt með að afla sér fjár. Nú var hann orðinn áhyggjufullur, svo að skelin var ekki eins þykk. Dag einn gaíst mér svo dýrmætt tækifæri. Mafíumennirnir átu sjaldnast fang- elsismatinn. E'inu sinni eða tvisvar á dag kom vörðurinn inn með dýrindis ítalskan mat. Stundum kom það frá fjölskyldum þeirra, en yfirleitt pönt- uðu fangarnir matinn frá ítölsku veit- ingahúsi í nágrenninu. Þennan dag lá ég i fletinu minu, illa farinn eftir slæma nótt, Þegar vörð- urinn kom inn með nokkra diska á bakka. — Joe vill að þú borðir með honum, sagði hann og lagði diskana á borð. Ég reis upp og Joe settist hjá mér, ljómandi af ánægju og rétti mér ann- an gaffalinn. Yfir dýrindis spaghetti- inu lá Þykkt lag af ítölskum osti. Ég leit á ostinn og datt skyndilega dálitið í hug. Þegar Joe var að fá sér vænan skammt, hallaði ég mér yfir borðið og sló Það úr hendi hans. Hann leit særður upp. Rauðir sósustraumar runnu niður handlegginn á honum. —■ 1 guðanna bænum, Joe, hvíslaði ég, — éttu þetta ekki! Hann leit á mig, eins og væri orð- inn geðveikur. Ég tók til min disk- inn, krækti mér í ostbita milli fingr- anna og kreisti hann, grafalvarlegur. — Finndu lyktina, sagði ég. Hann hallaði sér að bitanum, um leið og ég sagði: — Eitur! Ég finn það, Joe. Þetta er arsenik! Hann leit upp, særður og skelfingu lostinn. Hann tók ostbita upp að nef- inu á sér, hægt, eins og dauðadæmdur. Hann sneri sér síðan hægt við og leit á hópinn, sem sat að spilum í einu horninu. Svo heppilega vildi til, að Romero var að horfa á okkur, eins og hann biði einhvers. — Eitur, hvíslaði Polizza að mér. — Eitur. Hversvegna ættu Þeir að vilja eitra fyrir mér, Tony? Ég varð sigri hrósandi, þótt ég fyndi ef til vill um leið til meðaumkunar. Ég sagði ekkert. Ég lét samvizku hans, sektarmeðvitund hans, ráða Því, sem hann nú segði. Hann barði sér á brjóst og hvíslaði: — Arsenik! Eitur .... hvers vegna ættu þeir að vilja... .hvers vegna.... eftir allt, sem ég hef gert fyrir þá? Þennan sama dag, þegar rökkva tók, sá ég, að Joe lá enn grafkyrr í fleti sínu. Hinir sátu enn að spilum. Ég kallaði lágt til hans. — Heyrðu, Joe. Hafðu engar á- hyggjur. Ég skal hafa með þeim auga. Hann leit á mig æstur. — En af hverju mig? Bftir allt, sem ég hef gert. Þá ákvað ég að láta alvarlega til skarar skríða. — Hvað gerðirðu, Joe? Hann tautaði: — Myrti, Tony, myrti. Ég ætlaði að fara að spyrja hann frekar, en þagnaði. Vertu rólegur, sagði ég við sjálfan mig. Bráðum er Joe fastur í gildrunni. Næstu daga voru taugarnar allt annað en góðar hjá Joe. Það var svo komið, að hann vildi ekki borða, nema ég smakkaði á matnum hans. Ég sagði honum frá „ömmu“ minni á Ítalíu, sem hefði verið sérfræðingur i eiturtegundum. Svo sagði ég honum frá því, hvernig Mafían hefði farið með óðalsbónda nokkurn — lýsti Því með safaríkum og allt annað en fal- legum orðum, hvernig eitrið hefði smátt og smátt etið sig í gegnum mag- ann á honum, og Joe hlustaði á, skelf- ingu lostinn og stundi öðru hverju. Loks stökk hann á fætur og hélt um eyrun. Ég flýtti mér að skipta um um- ræðuefni, því að ég óttaðist, að vinir hans færu að taka eftir þessu. Enn grunaði þá ekkert. Dagarnir liðu, og ég fylgdist með hinni gífurlegu' innri baráttu hjá Pol- izza. En ég gat ekki beðið óendanlega lengi eftir því að hann leysi frá skjóð- unni. Ég hafði ekki líkamsþrek til þess. Eftir viku var svo komið, að ég gat ekki sýnt honum neina hlífni. Honum hafði borizt flaska af léttu víni frá fjölskyldu sinni. Hann tók pappírinn utan af flöskunni, leit á hana og síðan á mig. Ég reis upp úr fletinu, tók flöskuna og dró úr henni tappann. Ég bar hana upp að nefinu, þagði um stund og rétti honum hana síðan. — Cyaníð, sagði ég. Hann lyktaði af flöskunni og sagði: — En Þetta er frá fjölskyld- unni minni, Tony.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.